Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN réttmætt sé að télja hana sjálfstæða, eða einungis eitt ótal- margra aíbrigða a£ B. pubéscens Ehrh. 8. Stelldria gramínea L. Akurarfi. — Vex orðið allvíða í og við tún og vegi. Á tveimur stöðum, Hrútafelli undir Eyjafjöll- um og í Mýrdal, Rang., fann ég liann í allstórum breiðum í hálfdeigjumýrum, allfjarri bæjum og vegum. Virtist hann þar fullkomlega ílendur í óræktarjörð. 9. Saxifraga caespitosa L Þúfnasteinbrjótur, /. crypto- petala. Berl. — Afbrigði þetta eða tilbrigði er smávaxið, þétt þýfið, krónublöðin ýmist vanta eða þau eru ummynduð í frævil- líka sepa. Hlíðarfjall, Eyf. 1955. Tilbrigðis þessa hefur ekki verið getið áður liér á landi. Það er liins vegar allvíða bæði á Grænlandi og Svalbarða. 10. Epilobium palustre L. var. labradoricum Hausskn. Mýra- dúnurt. Nýtt afbrigði. — Ytri Skógar og Seljavellir, Eyja- fjöllum, Rang. 1953. Smávaxnari en aðaltegundin. Neðri stöngulblöðin miklu lengri en stöngulliðirnir, joynnri og ekki eins stinn og á aðaltegundinni. Blómleggirnir uppsveigðir eða lítið eitt bognir eftir blómgun. Blómin oftast livít. Hýðin styttri en á aðalteg., ekki yfir 4,5—5 cm. Afbrigðis þessa hefur ekki verið getið fyrr hér á landi, það vex á sams konar stöð- um og aðaltegundin og líkist henni verulega, nema um lit blómsins. Það er útbreitt í N.-Ameríku, Labrador og Græn- landi, en ekki fundið í Evrópu. 11. Hippuris telraphylla L. fil. S t r a n d 1 ó f ó t u r . — í Flóru íslands 3. útg. er getið um tilbrigði af lófót H. vulgaris f. maritima. Tilbrigði þetta, sem réttar hefði verið nefnt af- brigði, er nú talið sjálfstæð tegund, sem kalla má strandlófót á íslenzku. Blöðin 4 (stundum 6) í kransi, lensulaga eða nærri sporbaugótt, þykk, jafnlöng eða styttri en stöngulliðirnir. Plantan öll dökkblágræn. Vex í sjóflæðatjörnum. Strandló- fótur vex víða við Eyjafjörð, en ókunnugt er um útbreiðslu hans annars staðar á landinu. í Skandinavíu vex hann ein- ungis í nyrztu héruðunum. 12. Galium brevipes Fern. & Vieg. Þrenningarmaðra. — í Flóru íslands 3. útg. er á það bent, að vafi leiki á um, hvort tegund sú, sem talin er þar vera Galium trifidum L., sé rétt nafngreind. Þess er og getið, að sumir liafi talið hana vera

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.