Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 36
30 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN undir, sem ekki hafa fundizt í Evrópu, og G. brevipes ekki í Grænlandi. 13. Erigeron borealis (vierh.) Simm. J akobsfífill, var. pyeno- phyllum I. Ó. — í Náttúrufr. 24:25 lýsir Ingim. Óskarsson nýju afbrigði jakobsfífils, með mörgum körfum og þéttblaða stöngli. Afbrigði þetta hef ég fundið á allmörgum stöðum á undan- förnum árum, að vísu með mismunandi mörgum körfum. Hef ég samt hikað við að telja þetta sérstakt afbrigði, vegna þess að mér þótti það naumast nógu skýrt markað fi'á aðalteg- undinni. Fundarstaðir mínir eru þessir: Máberg, Rauðasandi, V.-Barð. 1943; Búlandsnes, S.-Múl. 1944; Þverá, Fljótshlíð.Rang. 1947; Kirkjuhvammur, Vatnsnesi, V.-Hún. 1949; Laugarholt, Stafholtsey, Borg.; Kolviðarnes, Snæfellsnesi 1954. 14. Achillea millefolium L. V a I 1 h u m a 11 . — S.l. sumar fann ég að Hlöðum í Hörgárdal nokkur eintök af vallhumli, sem voru frábrugðin aðaltegundinni í því að tungukrónur vantaði. Plönturnar voru tiltölulega smávaxnar, blöðin mjórri og minna skert en venjulegt er. Ekki skal fullyrt, hvort hér er um af- brigði eða vanskapning að ræða. II. SJALDGÆFAR TEGUNDIR. 1. Carex pulicaris Hagastör. — Við Bjarnarfoss, Snæfellsnesi 1954. 2. C. Livida Fölvastör. — Alg. á Mýrum og Snæfellsnesi, frá Langá að Staðarstað. 3. C. pulchella Silfurstör. — Krossanes við Eyjafjörð 1955. 4. Sagina caespitosa Fjallkrækill. — Hólmur í Hítar- dal, Mýr., uppi á fjallkollinum. 1954. 5. Ranunculus auricomus Sifjarsóley. — Við Bjarnarfoss, Snæfellsnesi 1954. 6. Viola riviniana Skógfjóla. — Kerlingarskarð, Slítanda- staðir, við Bjarnarfoss, Snæfellsnesi 1954. Þessar tegundir eru allar mjög sjaldgæfar, og fundarstaðirnir á Vesturlandi hinir fyrstu í þeim landshluta. III. NÝIR SLÆÐINGAR. 1. Lolium remotum. — Hjá Skógaskóla, Eyjafjöllum, Rang. 1953.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.