Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 54
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN magnólíu-tegund er talin standa næst Magnólía reticulata af öllum núlifandi magnólíutegundum. lflaðið er sýnt liér til samanburð- ar, einkum við mynd 2 b. Sé þessi mynd af Magnólía maingayi King borin sainan við blað-mynd þá af sömu tegund, sem þeir Chaney og Sanborn birta í áður nefndu riti, er munurinn sízt minni en liann er með hinum tertieru blöðunr frá Brjánslæk. Oswald Heer telur, eins og kunnugt er, eina plöntu af magnólíu- ætt úr íslenzkum surtarbrandslögum (Brjánslæk), nefnilega túlipan- við (Lirioclendron Procacinii Unger). Heer byggði ákvörðun sína á blaðhluta og aldini, sem hann þó dregur sjálfur í efa, að sé af Jress- ari tegund. Mér hefur ekki enn heppnazt að finna hin sérkenni- legu blöð af túlipanviðnum, og dettur mér því í hug, að ef til vill sé ákvörðunin ekki rétt og sé blaðbrotið af Sassajras, sem örugglega hefur fundizt hjá Brjánslæk (3). 3. TVÍKÍMBLÖÐUNGSBLAÐ Ég lief áður (2) birt mynd af blaði úr plöntulögunum í Þóris- hlíðarfjalli við Selárdal, sem ég taldi vera af beyki, enda gott sam- ræmi með því og blöðum þeim úr tertierum plöntulögum, sem talin hafa verið til beykis. Eftir að hafa kynnt mér rannsóknir Jreirra Chaney’s og Sanborn’s (4) á ættkvíslinni Tetracera í tertierum jarð- lögunr Norður-Ameríku, renna á mig tvær grímur, að blaðið úr Þór- ishlíðarfjalli sé rétt ákvarðað. Og ekki er ótrúlegt, að hinar eldri ákvarðanir á beykiblöðum úr surtarbrandslögum norðlægra landa þurfi yfirleitt endurskoðunar við. Mynd 4 sýnir blaðjaðarinn mjög stækkaðan. Fjarlægðin milli hliðarstrengjanna er 4,5 mm til 7 mm, og fíngerðu æðarnar, sem standa hornrétt á hliðarstrengina, liggja rnjög þétt, með eins millimetra bili og sums staðar enn þéttar. Virð- ast þeir liggja enn þéttar en þeir gera í beykiblöðum. Að svo stiiddu er réttast að telja blaðið aðeins til tvíkímblöðunga. í safni mínu er sýnishornið merkt Þhf. 2. 4. FRJÓKORN Það má segja, að surtarbrandslögin hjá Brjánslæk séu morandi af frjókornum. Áður hef ég getið nokkurra þeirra og birt af þeim myndir (/), svo sem af iurujPinus), greni (Picea), þin (Abies), Cryptomeria og platanvið (Platanus). Nú bætast hér við fjórar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.