Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 57
Sitt aí Iiverju Þensla alheimsins. Flestir munu kannast við það, að tónhæð fer eftir hraða hljóðgjaf- ans í átt til eða frá eyranu; það má oft heyra er farartæki fer fram hjá manni, að tónn snögglækkar. Þetta er í eðlisfræði kallað Doppler- fyrirbrigðið. Á það einnig við um ljós og kemur þannig fram, að bylgjulengdin eykst, eða ljósið verður rauðleitara, ef ljósgjafinn færist með miklum hraða í átt frá auganu, en styttist ef stefna ljós- gjafans er hin gagnstæða. Færsla línanna í litrófum stjarnanna sýnir á þennan hátt, að þær hafa mikinn hraða og getur hann numið tugum kílómetra á sek- úndu. Svona „lítill“ hraði á nú að vísu aðeins við um stjörnur í okkar vetrarbraut, því að ef rannsakaðar eru aðrar vetrarbrautir er færsla litrófslínanna svo mikil, að það jafngildir hraða, sem nemur allt að tugum þúsunda kílómetra á sekúndu. En auk þess kemur í ljós sú merkilega regla, sem kend er við Bandaríkjamanninn Flubble, að hinar fjarlægu vetrarbrautir færast allar í átt frá okkur, og með þeim mun meiri hraða, sem fjarlægðin er meiri. Þetta fyrirbrigði er kallað þensla heimsins. Nýi sjónaukinn á Palomar fjalli, sem hefur 5 m ljósop, hefur meðal annars það verkefni að prófa, hvort reglan gildi fyrir enn fjarlægari stjörnuþokur (vetrarbrautir) en eldri sjónaukar náðu til. Nú er þess að geta, að alltaf hafa einhverjir efast um, að færsla litrófslínanna í áttina að rauða enda litrófsins sé rétt túlkuð sem Dopplerfyrirbrigði, þ. e. stafi af fráfararhraða, þegar um þessar órafjarlægðir er að ræða. Ljósið frá þessum vetrarbrautum er búið að vera 100—1000 milljón ár á leiðinni og sumir spyrja, hvort ekki geti eitthvað hafa gerst á svo langri leið, sem valdi færslu línanna. En svarið virðist alltaf verða neikvætt. Hugmynd eins og „þreyta" ljóssins er að vísu ekki hrein fjarstæða, en harla ófullnægjandi. Nú hefur nýlega tekist að renna styrkum stoðum undir Doppler- 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.