Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 62
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Nú síðustu árin hefur það verið að kvisast öðru hverju, að rækt- unaraðferðir Lysenkos bæru lítinn árangur austur þar og væri erfðakenning hans víst eitthvað gölluð. Þetta hefur nú verið stað- fest, því að þ. 9. apríl s. 1. tilkynnti Tassfréttastofan í Moskvu, að Lysenko hafi verið vikið úr embætti. Talið er, að Nikolai Vavilov sé ekki á lífi, svo að hann getur ekki orðið aðnjótandi þeirrar uppreisnar, er hann nú hefur hlotið við fall Lysenkos. En allir sannir vísindamenn, sem fylgzt liafa með þessari deilu og þessum átökum, munu gleðjast yfir því, að vísindin hafa þarna orðið stjórnmálunum yfirsterkari. Sigurður Pétursson. Erlendir rannsaka ísland. Síðan annarri lieimsstyrjöldinni lauk hafa fjölmargir erlendir náttúrufræðingar komið til íslands og stundað þar rannsóknir um lengri eða skemmri tíma. Mest hefur verið um jarðfræðinga, land- mótunarfræðinga og fuglafræðinga, enda hefur ísland mikið upp á að bjóða fræðimönnum í þessum greinum. Útlendingarnir eru frá mörgum löndum, flestir munu Bretarnir vera, en margir liafa og komið frá Frakklandi. Aðrir hafa verið frá Þýzkalandi, Hollandi, Bandaríkjunum, Norðurlöndum, Tékkóslóvakíu og nokkrum fleiri löndum. Misjafn er sauður í mörgu fé, og hafa sumir þessara út- lendinga verið lítt reyndir háskólastúdentar, en aðrir hafa verið reyndir og færir vísindamenn, sumir frægir. Hinir útlendu vísinda- menn hafa margir birt ritgerðir um rannsóknir sínar hér, sumir heilar bækur. Mjög eru þessar ritsmíðar misjafnar að gæðum. Virð- ast surnir höfundanna hafa treyst helzti mikið á fáfræði lesenda um Island, en aðrir hafa skrifað gagnmerkar ritgerðir, þótt sitt hvað megi að flestum finna. Sú skoðun liefur stundum skotið upp kolli hér, að réttast væri að loka landinu að mestu fyrir útlendum náttúrufræðingum og láta íslendinga eina um rannsókn lands síns. Að mínurn dómi er þetta fráleitt. Sú skoðun, að rannsóknir útlendinganna geti leitt til þess, að íslenzkir vísindamenn sitji uppi verkefnalausir, er óraunhæf. Það er eðli vísinda, að lausn viðfangsefnis skapar nær alltaf ný viðfangsefni. Bætt rannsóknartækni er og stöðugt að skapa ný við- fangsefni. Það er því svo sannarlega engin hætta á því, að viðfangs-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.