Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 66
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Um allmargra ára skeið hafa stúdenialiópar frá Durham háskóla í Englandi unnið að jöklarannsóknum hérlendis uridir handleiðslu Jórrs F.yþórssonar. Ilafa þessir hópar yfirleitt unnið gott rannsóknarstarf, einkum um kortagerð, en það starf liafa þessir stúdentar yfirleitt kunnað vel, þótt ýmsu væri stundum ábótavant um kunnáttu þeirra í öðrum greinum. Einn þessara hópa, fjórir pilt- ar og tvær stúlkur, dvaldist við Sólheimajökul sumarið 1948, gerði kort af jöklinum og mældi skriðhraða lians, bráðnun, framburð Jökulsár o. fi. Birt- ist árangur þessara rannsókna í ofannefndri ritgerð, sem Náttúrugripasafnið lét prenta í safnritinu Acta Naturalia Islandica. Skrifar Jón Eyþórsson inn- gangsorð og rekur nokkuð rannsóknir sínar og Steinþórs Sigurðssonar á Sól- heimajökli og á Kötlusvæðinu. Hal Lister, sem nú er kominn í tölu fremstu jöklafræðinga Bretlands, skrifar um rannsóknirnar í heild og um kortagerðina, R. Jarvis skrifar um landslag og landmótun, M. Mc. Donald og I. W. Paterson um mælingar þær, er gerðar voru á jöklinum sjálfum, en R. Walker um Jökulsá og framburð hennar. Mælingar þeirra félaga sýna m. a. að á 40 ára tímabilinu 1907—1948 hefur Sólheimajökull þynnzt allt að 140 m., flatarmál jökulsins neðan við 800 m. hæðarlínu minnkað um rúml. 3 ferkm, og jökultungan neðan sömu hæðar- línu rýrnað um nær hálfan rúmkm. Mesta skrið á jöklinum mældist 1.2 m á dag. Mestur framburður óuppleystra efna í Jökulsá mældist vera 302 mgr í lítra vatns. Kort þau, sem ritgerðinni fylgja, eru af Sólheimajökli í mælikvarðanum 1:20000, og af Höfðabrekkujökli í mælikvarðanum 1:80000. Var það kort gert af Durham stúdentum sumarið 1949. Sigurður Þórarinsson. KAY DEARNLEY: A Contribution to ihe Geology of Loðmundarfjörður. 32 bls. + 2 kort, 5 textamyndir. Acta Naturalia Islandica Vol. 1. No. 9- Reykjavik 1954. Sumarið 1952 dvöldu þrír skozkir stúdentar þrjár vikur við bergfræðilegar rannsóknir í Loðmundarfirði. Var Ray Dearnley fyrirliði þeirra og hefur skrif- að ritgerð um rannsóknirnar, en hönd í bagga um þær hafði Jóhannes Ás- kelsson. Loðmundarfjörður er eitt af merkilegustu landsvæðum íslenzkum frá berg- fræðilegu sjónarmiði. Kunnastar eru líklega hinar miklu biksteinsmyndanir, sem þar eru, en Tómas Tryggvason hefur unnið að rannsókn á þeim á síðustu árum. Berggrunnur er mjög margbreytilegur á þessum slóðum, blágrýti gegnum- skorið af fjölda ganga með NNA-SSV lægri stefnu og meira eða minna umturn- að af súrum (líparítískum) innskotum. Dearnley lýsir m. a. líparíttúffi, sem þekur um 50 ferkm svæði milli Bungufells og Herfells og er að meðaltali um 60 m þykkt. Þetta túff telur hann vera það, sem kallað er á visindamáli ignim- brite, en slíkt túff er falið myndað í „eldskýjum“ svipuðum því, er kom upp úr fjallinu Mt. Pelée á Martinique 1902 og lagði borgina St. Pierre í auðn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.