Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 69
SKÝRSLA 61 Varamenn: Sigurður Pétursson. Ingimar Óskarsson, grasafræðingur. Aðalfundur Aðalfundur fyrir árið 1955 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans 25. febrúar 1956. Fundinn sátu 10 félagsmenn. Fundarstjóri var kosinn Finnur Guðmundsson dr. rer. nat. og fundarritari Guðmundur R. Ólafsson, banka- maður. Fráfarandi formaður lagði fram tillögu um, að árgjald til félagsins hækkaði úr kr. 40.00 og í kr. 50,00, en ævigjald úr kr. 800,00 í kr. 1000,00. Væri þetta nauðsynlegt vegna stækkunar Náttúrufræðingsins og hækkaðs prentkostnaðar. Var þetta lagabreyting og var hún samþykkt með samhljóða atkvæðum allra fundarmanna. Samþykkt var einnig, að áskriftarverð Náttúrufræðingsins til utanfélagsmanna skyldi hækkað í kr. 50,00. Fráfarandi stjórn lagði til, að dr. Arni Friðriksson yrði kjörinn heiðurs- félagi í tilefni 25 ára afmæli Náttúrufræðingsins og var það samþykkt. Fráfarandi formaður, Sigurður Pétursson, tilkynnti, að þar sem hann hefði tekið við ritstjórn Náttúrufræðingsins mundi hann ekki taka sæti í hinni nýju stjórn félagsins. Kosnir voru í stjórn fyrir árið 1956, þeir Sturla Friðriksson, Gunnar Árnason, Unnsteinn Stefánsson, cand. polyt., Guðmundur Kjartansson og Ingólfur Davíðsson. Varamenn í stjórn voru kosnir þeir Jakob Magnússon, dr. phil., og Ingimar Óskarsson. Endurskoðendur reikninga voru kosnir, þeir Ársæll Árnason og Kristján Á. Kristjánsson, og til vara Eiríkur Einarsson, verzl- unarmaður. Fræðslustarfsemi Félagið gekkst fyrir 9 samkomum í 1. kennslustofu Háskólans. Þar voru flutt þessi erindi: 3. janúar: Dr. Sigurður Þórarinsson: Frá Albanafjöllum til Etnutinda. 31. janúar: Ingimar Óskarsson, grasafræðingur: Um undafífla. 28. febrúar: Dr. Hermann Einarsson: Skarkolinn og botndýralífið í Hamars- firði. 28. marz: Próf. Guðmundur Thoroddsen: Dvöl á Austur-Grænlandi sumarið 1954. Sýnd var kvikmynd frá sömu slóðum. 25. aprll: Dr. Finnur Guðmundsson: Dvöl á ósasvæði Kuskokwim-Yukon ánna i Alaska sumarið 1953. 26. september: Dr. E. M. Todtmann: Rannsóknir við norðurrönd Vatna- jökuls. Dr. Sigurður Þórarinsson flutti útdrátt úr erindinu á íslenzku. 31. október: Magnús Magnússon M. S.: Friðsamleg hagnýting kjarnorkunnar. 28. nóvember: Próf. dr. Trausti Einarsson og Þorbjörn Sigurgeirsson, mag. scient.: Mælingar á bergsegulmagni á íslandi. Erindunum fylgdu jafnan skuggamyndir og umræður. Þann 31. maí var kvikmyndasýning í 1. kennslustofu Háskólans. Voru sýndar 2 amerískar náttúrufræðilegar kvikmyndir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.