Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 70
62 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Meðalfundasókn var um 60 manns, fæstir 25, flestir 120. Auglýst var ferð á Snæfellsnes þ. 27. ágúst, en ekki farin vegna slæmrar þátt- töku. Gróðursettar voru 1200 trjáplöntur í reit félagsins í Heiðmörk þ. 4. júní. Þátttakendur voru 16. Haldið var uppi þættinum „Náttúrlegir hlutir" í Ríkisútvarpinu. Barst mikill fjöldi bréfa og virtust hlustendur mjög ánægðir. Þáttinn fluttu lang- oftast, þeir Guðmundur Þorláksson mag. scient., Geir Gígja, skordýrafræðing- ur, Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson, en auk þess í fáein skifti, þeir Guðmundur Iíjartansson, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, Ari Brynjólfs- son, mag. scient., Trausti Einarsson og Sigurður Pétursson. Útgáfustarfsemi Útgáfa Náttúruíræðingsins var með sama hætti og áður, nema livað ritið var stækkað upp í 15 arkir. 3. hefti árgangsins var helgað minningu próf. Þor- valdar Thoroddsen. Ritstjóri var Hermann Einarsson, en liann lætur nú af því starfi. Við tekur Sigurður Pétursson. Fjárhagur félagsins Þess skal með þakklæti getið, að Alþingi veitti félaginu styrk til starfsemi sinnar, að upphæð kr. 15.000,00. Reikningar félagsins fara hér á eftir, og sömuleiðis reikningar yfir þá sjóði, sem eru í vörzlu félagsins. Reikningur Hins íslenzka náttúrufræðifélags pr. 31. des. 1955. G j ö 1 d : 1. Félagið: a. Fundakostnaður kr. 5.190,15 b. Annar kostnaður — 948,50 kr. 6.138,65 2. Kostnaður við plöntun í Heiðmörk - 424,75 3. Útgáfukostnaður Náttúrufræðingsins: a. Prentun og myndamót kr. 49.154,22 b. Ritstjórn og ritlaun — 8.520,68 c. Útsending o. fl — 3.446,15 d. Innheimta og afgreiðsla — 7.438,00 e. Hjá afgreiðslumanni — 1.270,50 - 69.829,55 4. Sérprentun á skýrslu - 621,09 5. Vörzlufé í árslok: Minningargjöf um dr. Bjarna Sæmundsson kr. 770,25 Sýningarvélarsjóður — 808,18 - 1.578,43 Gjöf Þorsteins Kjarval - 45.547,38 Peningar í sjóði - 12.088,21 Kr. 136.228,06

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.