Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 5

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 5
Náttúrufr. — 42. árgangur — 4. hefti — 145,—200. siða — Reykjavik, marz 1973 Guðmundur Kjartansson Minningarorð Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, lézt í Borgarspítalanum í Reykjavík að kvöldi föstudagsins 7. apríl 1972. Banamein hans var æxli á heila. Sjúkdóms þessa kenndi Guðmundur fyrst haustið 1971, og í byrjun nóvember lagðist hann inn á Landsspítalann. Kom þá í ljós, hversu alvarlegs eðlis sjúkdómurinn var. Það varð því að ráði, að hann gengi undir uppskurð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í desember. Guðmundur kom síðan heim í lok desember og lagðist á ný á Landsspítalann. Með nýju ári virtist sem hann hefði fengið nokkurn bata, þótt ávallt lægi hann rúmfastur. í febrúar tók Iteilsu hans síðan mjög að liraka, og var auðséð að hverju fór. Hann hélt þó fullri rænu fram í byrjun apríl, er hann var fluttur á Borgar- spítalann, þar sem hann lézt. Andlát hans kom því ekki á óvart þeim, sem til þekktu. Guðmundur Kjartansson var fæddur að Hruna í Hrunamanna- hreppi 18. maí 1909, og var hann því á 63. aldursári, er hann and- aðist. Foreldrar hans voru jrau hjónin Kjartan prófastur í Hruna (f. 20. okt. 1865, d. 5. apríl 1931) Helgason bónda í Birtingaholti Magn- ússonar og Sigríður (f. 20. okt. 1864, d. 26. marz 1947) Jóhannes- dóttir sýslumanns í Hjarðarholti í Dölum Guðmundssonar. Guð- mundur var yngstur 8 systkina. Guðmundur ólst upp í foreldraiuisum og naut barnafræðslu lieima fyrir. Árið 1924 settist hann í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk Jraðan gagnfræðaprófi utanskóla vorið 1926. Þá um liaustið settist hann í Menntaskólann í Reykjavík og lauk Jraðan stúdents- prófi vorið 1929. Um haustið mun hann liafa ætlað utan til náms, en ekki varð af Jrví. Kom Jrar einkum tvennt til, annars vegar fjár- skortur og hins vegar, að hann átti við vanheilsu að stríða. Um haustið innritaðist hann í Háskóla íslands og tók próf í forspjalla- vísindum vorið 1930. Þennan vetur fékkst hann auk námsins nokkuð við kennslu. Áhugi Guðmundar á náttúrufræði mun hafa vaknað snemma, 10

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.