Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 1

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 1
Nállúrufr. — 42. árgimgur — 4. liefti — 145.—200. siöa — Reykjavik, marz 1973 Guðmundut Kjartansson Minningarorð Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, lézt í Borgarspítalanum í Reykjavík að kvöldi íöstudagsins 7. apríl 1972. Banamein hans var æxli á heila. Sjúkdóms þessa kenndi Guðmundur fyrst haustið 1971, og í byrjun nóvember lagðist hann inn á Landsspítalann. Kom þá í ljós, hversu alvarlegs eðlis sjúkdómurinn var. Það varð því að ráði, að hann gengi undir uppskurð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í desember. Guðmundur kom síðan heim í lok desember og lagðist á ný á Landsspítalann. Með nýju ári virtist sem hann hefði fengið nokkurn bata, þótt ávallt lægi hann rúmfastur. í febrúar tók heilsu hans síðan mjög að hraka, og var auðséð að hverju fór. Hann hélt þó fullri rænu fram í byrjun apríl, er hann var fluttur á Borgar- spítalann, þar sem hann lézt. Andlát hans kom því ekki á óvart þeim, sem til þekktu. Guðmundur Kjartansson var fæddur að Hruna í Hrunamanna- hreppi 18. maí 1909, og var hann því á 63. aldursári, er hann and- aðist. Foreldrar hans voru þau hjónin Kjartan prófastur í Hruna (f. 20. okt. 1865, d. 5. apríl 1931) Helgason bónda í Birtingaholti Magn- ússonar og Sigríður (f. 20. okt. 1864, d. 26. marz 1947) Jóhannes- dóttir sýslumanns í Hjarðarholti í Dölum Guðmundssonar. Guð- mundur var yngstur 8 systkina. Guðmundur ólst upp í foreldrahúsum og naut barnafræðslu heima fyrir. Árið 1924 settist hann í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi utanskóla vorið 1926. Þá um haustið settist hann í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdents- prófi vorið 1929. Um haustið mun hann hafa ætlað utan til náms, en ekki varð af því. Kom þar einkum tvennt til, annars vegar fjár- skortur og hins vegar, að hann átti við vanheilsu að stríða. Um haustið innritaðist hann í Háskóla íslands og tók próf í forspjalla- vísindum vorið 1930. Þennan vetur fékkst hann auk námsins nokkuð við kennslu. Áhugi Guðmundar á náttúrufræði mun hafa vaknað snemma, 10

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.