Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 7
N ÁT T Ú R U F RÆÐINGURINN L47 fyrsta vetur Guðmundar við háskólann. Mun Jóhannes þar hafa ráðið heilt, enda illa brenndur af forneskjulegri náms- og próftilhögun við Hafnarháskóla. Veturinn 1933—34 gerði Guðmundur hlé á námi sínu og kenndi við Kvennaskólann þann vetur. Mun það hafa verið að brjótast í honum, hvort hann ætti að hætta námi og gera kennslu að aðalstarfi. Hann átti þá, sem margir stúdentar á þeim árum, við fjárskort að stríða. En sent betur fór hélt hann utan haustið 1934 og þá til Napoli. Hann hafði hug á því að leggja fyrir sig eldfjallafræði og bjóst við, að til slíks náms væri liáskóli við rætur eius frægasta eldfjalls heims, Vesúvíusar, vel fallinn. En það var öðru nær. Öll námstilhögun þar var enn forneskjulegri og aðbúð lélegri en í Kaupmannahöfn. Ofan á vonbrigðin bættist, að hann veiktist þar syðra, og háði sá sjúkleiki honum um nokkurt skeið. Sneri hann því um haustið til Hafnar. Upp úr áramótum hóf hann á nýjan leik nám við Hafnarháskóla. Á árunum 1934—1936 voru nokkrir íslenzkir jarðfræðinemar, þar á meðal Guðmundur Kjartansson, og erlendir jarðfræðingar styrktir af Lauge Koch til jarðfræðiathugatia hér á landi. Ferðaðist liann nokkuð um lanclið með tveim þessara erlendu jarðfræðinga. Ann- ar þeirra var svissneski jarðfræðingurinn R. A. Sonder, sem einkum fékkst við athuganir á brotalínum og misgengjum svo og á móbergs- fjöllum. Hann aðhylltist svonefnda misgengiskenningu um upp- runa móbergsfjalla. Að vísu var kenning hans að því leyti frábrugðin eldri kenningum, að hann taldi fjöllin hafa þrýstst upp, en jarð- lögin umhverfis hafa staðið kyrr, í stað þess, að áður hafði verið talið, að fjöllin hefðu staðið óhögguð en umhverfið sigið. Á þessurn árum kynntist Guðmundur vel gerð móbergsfjalla, og komu þessar sam- eiginlegu rannsóknir þeirra honum að góðu gagni, er hann tók að rannsaka gerð móbergsfjalla upp úr 1941. Hinn erlendi jarðfræðing- urinn var Norðmaðurinn T. W. Barth, sem athugaði einkum jarð- liita og bergfræði, og öðlaðist Guðmundur þar góða þekkingu á hvoru tveggja. Barth samdi margar ritgerðir um rannsóknir sínar hérlendis. Hann varð síðar heimsfrægur bergfræðingur. Á þessum árum tók Guðmundur að fást við rannsóknir á jökul- minjum og sjávarseti frá ísaldarlokum á Suðurlandsundirlendi, og stundaði hann jrær í sumarleyfum sínum allt frant að stríði. Varð þetta sjálfvalið prófverkefni hans til magistersprófs. Ritgerð hans um þetta efni birtist í tímariti danska jarðfræðifélagsins fyrir árið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.