Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 10
150
NÁTTÚRUF RÆ BINGUIUNN
ber þar helzt að geta Hollendinganna M. G. Ruttens og R. V. van
Bemmelens, sem unnu sumarið 1950 að rannsóknum í Ódáðahrauni
og þar á meðal á móbergsíjöllum. Þeir komust að mjög svipaðri
niðurstöðu og Guðmundur um upphleðsluhætti móbergsfjallanna.
Það má reyndar teljast ólíklegt, að þeir hafi ekki kynnst kenningum
Guðmundar, og fer ekki lijá því, að sú getgáta sé sett fram, að þeir
hafi viljandi ekki getið um niðurstöður Guðmundar í bók sinni
Tablemountains of Northern Iceland (1955), sem kom út 12 árum
seinna en Árnesingasaga, þótt slíkt verði ekki sannað. Hins vegar er
Jtað víst, að Kanadamaðurinn W. H. Mathews, sem rannsakaði mó-
bergsfjöll í British Columbia og setti fram „stapakenningu“ um upp-
runa þeirra árið 1947, komst að svipuðum niðurstöðum án nokk-
urrar vitneskju um kenningar Guðmundar.
Strax í upphafi Surtseyjargossins varð augljóst, að Jrað gos yrði
prófsteinn á stapakenninguna. Það var því Guðmundi áhugamál að
fylgjast með gosinu og síðan að athuga gerð gosefna. Þó urðu ferðir
lians þangað allt of fáar — og var ekki um að kenna áhugaleysi hans,
heldur lélegri skipulagningu Surtseyjarrannsókna, enda fór hann
þangað sjaldnar en hann hefði viljað, Jrótt ýmsir gerðu sér tíðförult
þangað út, sem minna áttu erindið. En hvað um það, í Surtsey er að
sjá endanlega sönnun stapakenningar Guðmundar Kjartanssonar
um upphleðsluhætti móbergsfjallanna, og vantar þar ekkert á nema
borholu til að fá úr því skorið, hvort neðst í sökkli eyjarinnar sé
að finna bólstraberg. Surtsey er jafnvel komin svo langt á braut sinni
til fullkomins móbergsstapa, að lausu gosefnin J:>ar eru farin að
breytast í hart míiberg eins og Sveinn Jakobsson hefur nýlega sýnt
fram á. Um Jjetta efni allt ritaði Guðmundur ýtarlega grein í Nátt-
úrufræðinginn 1966 — Surtsey og staparnir. Má telja J^að næsta ein-
stætt, að jarðfræðingur fái í lifanda lífi að sjá náttúruna sjálfa reka
svo tryggilega stoðir undir kenningar sínar eins og Guðmnndur
varð aðnjótandi í Surtseyjargosinu.
Með hinum umsvifamiklu rannsóknum, sem nú lara frarn á út-
hafshryggjunum og fjöllum á hafsbotninum, hefur stapakenningin
fengið aukið gildi, enda mun berg flestra mishæða á úthafsbotninum
vera svipað að gerð og í móbergsfjöllunum. Um þetta efni hélt
Guðmundur einmitt erindi á ráðstefnu Jarðfræðafélagsins 1967.
Guðmundur Kjartansson fór víða um land og athugaði jökul-
minjar og þó einkum jökulrákir, sem hann leitaði að jafnt á yztu