Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐ JN GURINN
151
annesjum sem á hæstu fjöllum. Hann bætti þar mörgu við hinar
merku rannsóknir Þorvalds Tltoroddsens á þessu sviði. Slíkar rann-
sóknir veita vitneskju um skriðstefnu jökla síðasta jökulskeiðs, svo
og um þykkt þeirra og útbreiðslu og þá um leið, hvort nokkurs stað-
ar hafi verið jökullaus svæði, þar sem hluti fánu og flóru lands-
ins liefði getað tórt af fimbulvetur ísaldarinnar. Á annesjum öllum
og ýmsum úteyjum fann hann jökulminjar nema á Langanesi utan
Skoruvíkur. Þetta sýnir, að jöklar hafa á síðasta jökulskeiði víðast
hvar náð á haf út. Um jökullaus svæði á fjallatindum inn til landsins
gætir öðru máli, þar er oftast erfitt að finna jökulrákir, enda frost-
veðrun ör, svo að klappir molna. Af vöntun jökulráka á slíkum
svæðum gat hann því litlar ályktanir dregið. Rannsóknir Guðmund-
ar á jökulrákum sýndu m. a., að núverandi vatnaskil á miðhálend-
inu höfðu ekki verið ísaskil eins og talið hafði verið, heldur hefðu
þau legið langt sunnan núverandi vatnaskila, sennilega nærri
Tungná, eins og norðurstefna jökulráka allt suður til Þórisvatns
bendir til. Um þessar rannsóknir ritaði Guðmundur margar rnerkar
greinar, og ber þar einkum að nefna Fróðlegar jökulrákir (Náttúru-
fræðingurinn 1955) og ísaldarlok og eldfjöll á Kili (Náttúrufræð-
ingurinn 1964).
Um fallvötn ritaði Guðmundur margt, og ber þar fyrst að nefna
grein hans um íslenzkar vatnsfallategundir í Náttúrufræðingnum
1945. Hann greindi íslenzkar ár þar í gleggri flokka en áður hafði
verið gert, og skipti m. a. bergvatnsánum í tvennt, þ. e. dragár og
lindár. Grein þessi er merkt tillag í vatnafræði landsins — grund-
vallarit — sem síðari rannsóknir hafa mjög byggt á. Einnig ritaði
hann snilldargreinar um einstakar ár eins og Tungná og Helliskvísl
á Landmannaafrétti.
Á rannsóknaferli sínum atlnigaði Guðmundur ýmsar eldstöðvar
og hraun auk Heklu og Hekluhrauna. Þar má t. d. nefna, að hann
rannsakaði um árabil útbreiðslu og aldursafstöðu Tungnárhrauna,
og jrá ekki sízt hins stærsta þeirra, Þjórsárhrauns, og fann upptök
þeirra á Tungnáröræfum. Hann hafði löngum í huga að rita bók um
þessi hraun, en það dróst mjög á langinn, enda bættist á síðasta ára-
tug mikil vitneskja við um þau við hinar miklu virkjunarrannsóknir
Orkustofnunar á vatnasviðunt Tungnár, Þjórsár og Hvítár, svo að
hann taldi þekkingu sína úrelta. Haustið 1971 vann hann að ritgerð
um Búrfellshraun við Hafnarfjörð, en ekki tókst honum að ljúka