Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 153 Við rannsóknir sínar að gerð jarðfræðikortanna fór ekki hjá því, að Guðmnndnr rækist á rnargs konar jarðfræðileg fyrirbrigði, sem ekki hafði verið lýst áður. Því miður entist honum ekki aldur til að vinna nema að litlu leyti rir þessurn athugunum. Á árunum 1947—61 athugaði Guðmundur jarðfræðilegar aðstæður á ýmsum hugsanlegum virkjunarstöðum sunnanlands fyrir Raforku- málaskrifstofuna, og skrifaði um þær ítarlegar skýrslur. Margar nið- urstöður þessara rannsókna birti hann einnig í ýmsum ritgerðum, og einnig komu þær honum að góðum notum, er hann gerði jarð- fræðikortin af Miðsuðurlandi og Mið-íslandi. Guðmundur gegndi ýmsum öðrum störfum auk þeirra, sem þegar hefur verið getið. Hann kenndi jarðfræði við verkfræðideild Há- skóla íslands 1943—59, er hann var látinn hætta störfum af lítt skilj- anlegum ástæðum. Eftir 1956 var hann öðru hverju stundakennari við Kennaraskólann og Menntaskólann í Reykjavík. Hann átti sæti í landsprófsnefnd miðskóla frá 1946 til dauðadags. Hann var próf- dómari í náttúrufræði við Menntaskólann í Reykjavík frá 1944. Guðmundur starfaði í ýmsurn félögum, og er eitt það félag, sem á honum mest að þakka, en það er Hið íslenzka náttúrufræðifélag. Hann sat í stjórn þess 1948—64, þar af formaður 1959—64. Hann var ritstjóri Náttúrufræðingsins árin 1947 og 1948. t formannstíð hans fjölgaði mjög í félaginu. Má það m. a. þakka, að hann kom á hinum vinsælu þriggja daga fræðsluferðum, og var hann fyrstu árin aðal- leiðsögumaður í ferðunum. Hann mun vart Iiafa átt sér sinn líka á þessu sviði. Hann var einn vinsælasti fyrirlesari, sem fram kom á fræðslusamkomum félagsins. Sitt síðasta erindi á opinberum vett- vangi hélt hann á samkomu félagsins 26. okt. 1971. Honum mæltist vel að vanda, þótt hann væri fársjúkur. Hann kynnti einnig almenn- ingi betur starfsemi félagsins, en áður liafði verið gert. Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga árið 1946. Guðmundur Kjartansson var sérstaklega vel ritfær og svo vel máli farinn, að unun var að hlýða á fyrirlestra hans á fundum eða í t'it- varpi. Hann átti létt með að gera jafnvel hin flóknustu atriði í fræð- um sínum auðskiljanleg jafnt leikum sem lærðum. Guðmundur taldi sig ávallt seinvirkan, og má vel vera að svo hafi verið. En þá ber að hafa í huga, að hann var allra manna vandvirkastur og kast- aði aldrei höndunum til neins, enda er lrvergi að finna hnökra í rit- um hans, hvorki í máli né framsetningu. Slík vandvirkni krefst auð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.