Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 14
154 N A T T' Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N vitað mikils tíma. Á löngum ritierli kom hann fram með rnörg ný- yrði, sem flest falla svo vel í málið, að erfitt mun þeim, sem ekki þekkja til, að greina þau frá eldri orðunt málsins. Við rannsóknir í náttúrunnar ríki var hann athugull og rýninn, enda fór hann fremur hægt yfir. Guðmundi var margt til lista lagt. Hann var söngmaður góður og teiknari ágætur, svo sem fjöldi teikninga í ritum hans bera ljóst vitni. Guðmundur var tæpur meðalmaður á hæð en samsvaraði sér vel. Hann var ljós yfirlitum og nokkuð fölur. Hann var með afbrigðum kurteis og háttprúður. I vinahópi var hann kát ur. Honum var það mjög fjarri skapi að trana sér fram, og má reyndar segja, að Iiann hafi verið einum of hlédrægur. Hann var með eindæmum hollráður og eiga hinir yngri jarðfræðingar honum margt að þakka. Hann var allra manna ómannglöggastur, en á landslag og örnefni voru fáir honum gleggri. I þjóðmálaskoðunum var hann róttækur, þótt aldrei færi hann hátt með skoðanir sínar. Hann var eindreginn hernámsand- stæðingur, svo sem er um marga, sem þekkja þetta land bezt. Guðmundur kvæntist 2. nóvember 1935 Kristrúnu Steindórsdótt- ur, og lifir hún mann sinn. Kristrún var dóttir Steindórs Björnssonar frá Gröf, efnisvarðar hjá Landsímanum, og konu hans Guðrúnar Guðnadóttur. Þau eignuðust tvö börn, Sólveigu, fædda 21. febrúar 1942, gil'ta Guðjóni Axelssyni, tannlækni, og Kjartan, fæddan 1. október 1958, nú við nám í unglingadeild Laugalækjarskóla í Reykjavík. Útför Guðmundar Kjartanssonar var gerð laugardaginn 22. apríl 1972. Um morguninn var haldin kveðjuathöfn í dómkirkjunni í Reykjavík, og var kirkjan þéttsetin. Kveðjuræðu flutti séra Ólafur Skúlason. Jarðarförin fór fram frá kirkjunni í Hruna síðdegis, og var kirkjan þar fullsetin. Líkræðu flutti séra Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Jarðsett var í kirkjugarðinum í Hruna. í fámennum hópi íslenzkra jarðfræðinga er skarð fyrir skildi, þegar genginn er um aldur fram einn hinn bezt menntaði og mætasti þeirra. Þorleifur Einarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.