Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
159
Guðmundur Kjartansson:
Aldur Búrfellshrauns við Hafnarfjörð”
Skilgreining og nafngift.
Hafnarfjarðarkaupstaður stendur hálfur á jökulsorfinni grágrýtis-
klöpp, hinn helmingurinn í úfnu hrauni. Lækurinn, sem fyrrum
hét fullu nafni Hamarskotslækur, en nú oftast Hafnarfjarðarlækur,
fylgir nákvæmlega mörkum þessara jarðmyndana. Að hafnfirzkri
málvenju er grágrýtissvæðið „fyrir sunnan læk“ en hraunið „fyrir
vestan læk“.
Raunar er grágrýtið, bæði sunnan lækjar í Hafnarfirði og um öll
innnes allt til Kollaíjarðar, einnig hraun að uppruna, en of gamalt
og máð til að heita svo í daglegu máli. Þessum fornu grágrýtishraun-
um er hárrétt lýst í tveimur ljóðlínum í kvæði Arnar Arnarsonar
um Hamarinn í Hafnarfirði:
„Jökulhefluð hamrasteypa,
hafi sorfin, stormi fægð“.
Veit ég þess ekki dærni, að meiri jarðsaga hafi verið réttilega sögð
í svo stuttu máli.
Heimamönnum í Hafnarfirði er tamast að kalla hraunið fyrir
vestan læk bara Hraunið, aðrir nefna það Hafnarfjarðarhraun. En
J>etta er aðeins hluti af allvíðáttumiklu hrauni. Aðrir hlutar Jress
heita hver sínu nafni, t. d. Garðahraun og Gálgahraun norðvestur
og norður frá Hafnarfirði, en í gagnstæða átt er Vífilsstaðahraun,
Urriðakotshraun, Gráhelluhraun og Smyrlabúðarhraun (1. mynd).
Allt er þetta eitt og sama hraunflóð að uppruna, og runnið í einu
1) Guðmundur Iíjartansson vann að grein þessari, þegar liann veiktist liaustið
1971, og var hún vart hálfunnin af hans hálfu. Síðari hluti greinarinnar (frá
kaflanum Aldur Búrfellshrauns) var aðeins til á minnisblöðum að fyrirlestri,
sem hann hélt um þetta efni á fræðslusamkomu Hins íslenzka náttúrufræði-
félags hinn 20. okt. 1971. Jón Jónsson, jarðfræðingur, las handritið yfir ásamt
undirrituðum, sem bjó þaö til prentunar, og var engu breytt í því nema örfá-
um ritvillum. Þorleifur Einarsson.