Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 28
] 68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Mynd 4. Veggir hrauntraðarinnar Búrfellsgjár eru gerðir úr þunnum hraun- skánum. — Fig. 4. Thc walls uf ihe lava river Búrfellsgjá are made of thin lava layers. (Ljósm. Guðmundur Kjartansson). hitt, að hraunrennslið fer allt í einu í annan farveg. Hið síðarnefnda á við um Búrfeflsgjá: Meðan enn hélzt allmikið hraungos og kvikan beljaði út um skarðið í vesturbarm gígsins tif Búrfellsgjár, brast gat á suðurvegg hans niðri við rætur. Hrauntjörnin, sem franr til þessa hafði fyllt gíginn upp á barma, fékk þar nýja útrás, sem var fáeinum tugum metra lægri en hin fyrri. Yfirborð tjarnarinnar lækkaði að sama skapi, og síðan rann aklrei hraun til Búrfeflsgjár né annars staðar yfir gígbarminn. Hraunáin í Búrfellsgjá var þar með stemmd að ósi. Kvikan, sem þar var fyrir, rann burt undan hallanum, svo að „gjáin“ tæmdist að meira eða minna leyti. Hraunrennsli undan suðurbarmi Búrfellsgigs. — Kringlóttagjd. Það sem eftir var gossins kom hraunið allt út undan suðurbarmi gígsins. Það hraun, sem við skulum hér kalla „suðurhraunið", varð raunar mjög lítið að vöxtum hjá því sem áður hafði runnið vestur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.