Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 30
170 N Á T T Ú R U F RÆÐINGURJNN óglöggur. Halli og storknunarmynstur þessarar hraunálmu benda lielzt til, að luin sé ekki frá Búrfelli komin, heldur öðrum eldstiiðv- um ókunnum í suðaustri, og yngri en Búrfellshraunið. Aldursmun- ur getur þó vart verið mikill, því að í misgengisstallinum um Helga- dal hefur þetta hraun haggazt jafnt Búrfellshrauni, en önnur liraun í nágrenninu, sem eru ótvírætt yngri en Búrfellshraun, slétta yfir misgengisstallana óhögguð — eða a. m. k. óbrotin. Jón Jónsson hallast að þeirri skoðun, að þessi hraunálma sé annað hraun og yngra en Búrfellshraun. Ég verð einnig að telja það sennilegt, en þykir þó hitt koma til mála, að hún sé allra síðasta rennslið í Búr- fellsgosinu, komið úr hráuntjörninni í Kringlóttugjá. Hja l larn isgengi ð Auk misgengissprungunnar, sem þegar er getið og klýfur sjálft Búrfell, verður önnur slík brotlöm, nokkurn veginn samsíða hinni fyrri og sízt minni í sniðum, á leið Búrfellshrauns um lj4 km norðar og vestar. betta er sú misgengissprunga, sem Poivaldur Thoroddseu lýsir rétt, en nefnir ranglega „Búrfellsgjá". En Jón Jónsson (1965) nefnir hana Hjallamisgengið, og er jrað réttnefni, því að Hjallarnir sunnan og austan við Vífilsstaðahlíð eru sjálfur misgengisstallurinn þar sem hann er hæstur. Þeir eru allskörp brúu, allt að 60 m há og nærri 5 km á lengd frá suðurhorni Vífilsstaða- hlíðar langleiðina norðaustur að Elliðavatni. Bi'ekkan veit gegn suðaustri. Brún hennar er víðast klettabelti en urðarbrekka undir, víðast gróin grasi og kjarri. Á köflum er meginsprungan tvískipt og stallarnir tveir hvor upp af öðrum. Hinn misgengni berggrunn- ur er þarna allur úr grágrýti bæði uppi á Hjöllunum og við rætur þeirra. Frá suðurenda Vífilsstaðahlíðar heldur Hjallamisgengið áfram með lítið eitt suðlægri stefnu þvert yfir Búrfellshraun og kernur að Kaldá laust vestan við Kaldársel. Misgengið er glöggt alla þessa leið, en stallurinn miklu lægri í Búrfellshrauni en í Hjallagrá- grýtinu. I ungu hraununum sunnan við Kaldá vottar ekkert fyrir misgenginu. En handan þeirra hrauna taka aftur við fornleg hraun (óskyld Búrfellshrauni) með misgengissprungum, t. d. Sauðabrekku- gjá, sem að stefnunni til geta verið framhald Hjallamisgengisins. Fast vestan við aðalmisgengisstallinn um þvert Búrfellshraun

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.