Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 34
174
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
stallinn í grágrýtismynduninni rnilli Smyrlabúðar og Hjalla, hefur
naumast komizt þá leið fyrr en eftir að mikil uppfylling var orðin
af hrauni suðaustan við stallinn. En þó fór svo áður en lauk, að
langmestur hluti þess hrauns sem upp kom í öllu Búrfellsgosinu
rann þessa leið.
Norður af hraunlausu eyjunni með Smyrlabúð, Sléttuhlíð og
fleiri grágrýtisholtum þar á milli verður rnikil breidd á nyrðri hraun-
álmunni, og lieitir þar Smyrlabúðarhraun. Frá því hefur hraun-
kvísl fossað vestur af slakka milli Sléttulilíðar og Setbergshlíðar. Þar
fyrir neðan hefur hún breiðst yfir norðurenda „Kaldárhraunsins",
svo að nú verður ekki séð hversu langt það nær, og síðan myndað
alla þá hraunbreiðu, sem nú heitir Gráhelluhraun og runnið hefur
norðvestur með Setbergshlíð.
Norðvesturendi Gráhelluhrauns dregst saman í odda vestan undir
Svínholti. Þar sprettur Hafnarfjarðarlækur upp undan hrauninu,
og heita þar Lækjarbotnar. Sú uppspretta var vatnsból Hafnarfjarð-
arkaupstaðar til skamms tíma, en nú er vatnið leitt þangað úr Kald-
árbotnum. En hraunkvíslin endar ekki með öllu í Lækjarbotn-
um. Mjór hraunstraumur liggur þaðan áfram niður með læknurn
og allt niður í Hafnarijarðarkaupstað, en hverfur þar undir Hafnar-
fjarðarhraun, sem síðar rann í sama gosi.
Eyrsta spölinn niður frá Lækjarbotnum hefur þessi hrauntaumur
runnið eltir þröngu gili og fyllt það því nær upp á barma. Það er
aðeins um 50—60 m breitt, en um dýpt þess og þykkt hraunsins
verður nú ekkert sagt. Á einum stað skagar vestri gilbarmurinn
sem lágur þverhníptur klettur upp yfir hraunjaðarinn. Sá klettur
er úr vel hörðu þursabergi sem þarna virðist undirlag Hafnarfjarðar-
grágrýtisins. En gegnt honum austan við hrauntauminn eru grá-
grýtisklappir. Þarna hefur gilið bersýnilega grafizt í hart berg. Vænt-
anlega er það verk Kaldár hinnar fornu, er hún rann þessa leið til
sjávar.
Eins og þegar er sagt, eru Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun og
mjói hraunstraumurinn niður frá Lækjarbotmun aðeins affallskvísl
úr stærstu álmu Búrfellshrauns. Meginhraunflóðið rann í beina
stefnu norðvestur með Vífilsstaðahlíð og heitir á þeim kafla Urriða-
kotshraun. Þá leið liggur og hrauntröðin Selgjá, sem er óslitið fram-
hald af Búrfellsgjá, en fer grynnkandi og hverfur með öllu sunnar-
lega í Urriðakotshrauni. Um það bil virðast rennslishættir hraun-