Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 36
176 NÁTT ÚRUF RÆÐINGURINN heitir Eskines (eða Eskineseyri, sem er óheppilegt nafn á hraun- tanga) og skilur Lambhúsatjörn frá Arnarnesvogi, en þau eru bæði vogar inn úr Skerjafirði. Eram undan Eskinesi er nú aðeins 1—2 m dýpi niður á hraunlausan botn um stórstraumsfjöru. Eskines er sú tota Búrfellshrauns sem lengst hefur runnið frá upptökum, um 12 km veg, mælt eftir miðri Búrfellsgjá og miðlínu hraunsins í framhaldi af henni. En er þetta gerðist var sjávarborð nokkru lægra en nú, og hefur hrauntotan vaíalítið staðnæmst þarna ofan sjávar- máls, líklega í grunnu lækjargili. Suðurjaðar Búrfellshrauns á láglendinu er miklu hlykkjóttari en norðurjaðarinn. Suður úr mótum Vífilsstaða- og Hafnarfjarðai- hraunsins teygðist hraunsepi suðsuðaustur inn í dalskvompu, þar sem nú er Urriðavatn, milli Urriðakotsholts að austan og Setbergs- liamars að vestan. Við það stíflaðist upp vatnið innst í dalnum og liggur nú líkt skeifu að lögun utan um enda hrauntotunnar. — Vestan við Setbergshamar teygðist þó breiðaia barð úr Hafnar- fjarðarhrauni enn lengra suður. I>ar nær það saman við mjóa hraun- tauminn, sem áður í sama gosi hafði runnið sunnan um Lækjar- botna í framhaldi af Gráhelluhrauni, eins og fyrr var frá sagt. Á hraunmótunum við Hafnarfjarðarlæk neðan við Setbergstúnið má sjá, að hraunið, sem koin að norðan, liggur ofan á því, sem kom að sunnan. Um leið og þessar tvær álmur Búrfellshrauns mættust, lokaðist hringurinn um stórt hraunlaust svæði, sem nær samlellt yfir alla Setbergshlíð, Svínliolt, Urriðakotsholt og norður fyrir Set- bergshamar. Sennilegt verður að teljast, að svæðinu norðan og vestan Hafnar- fjarðarlækjar, þar sem hálfur Hafnarfjarðarbær stendur nú, hafi fjörðurinn lyrrum skorizt lengra inn, en sá hluti hans fyllzt af hrauni í Búrfellsgosinu. Nú er óslitin hraunströnd, um 2J/2 km löng, frá fjarðarbotninum út fyrir Balaklett á norðurströnd fjarðarins. Bala- klettur er laust fyrir utan mörk Hafnarfjarðarkaupstaðar og því í Garðahreppi. Hann er allra vestasta tota Búrfellshrauns og nær litlu skemmra en Eskines frá upptökum þess. Hjá Balakletti snar- beygir hraunjaðarinn á land upp til norðausturs, en síðar norð- vestur, og liggur hár og glöggur um þvert Álftanes til Lambhúsa- tjarnar — og hefur hann þá verið rakinn í aðaldráttum umhverfis allt Búrfellshraun. Vesturbær Hafnarfjarðar stendur í aflíðandi brekku í Hafnar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.