Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 daginn 7. febrúar 1970 var stórstreymt. Þá fór og sarnan við sunnan- verðan Faxaflóa óvenjudjúp loftvægislægð og vestanstormur. Þetta þrennt lagðist allt á eitt að valda miklu sjávarflóði, ásamt foráttu- brimi. Brimið olli talsverðum usla, braut varnargarða, dreifði grjóti langt inn á tún og engjar og flæddi sums staðar inn í hús. Um viku síðar skrapp ég suður á Álftanes að skoða verksummerki og fannst mikið til um. Roskið fólk, sem ég hitti þai', fullyrti, að annað eins sjávarflóð og landbrot hefði ekki orðið þar fyrr á þessari öld. En ekki kom mér þá í hug, að þessar náttúruhamfarir yrðu til þess að koma upp um aldur Búrfellshrauns. Og ég ætlaði alls ekki að sinna þeinr neitt meira. En skömmu síðar hringdi til nrín frú eixr í Hafnar- firði Elísabet Kristjánsdóttir, Skúlaskeiði 20. Hún lýsti fyrir mér miklu umróti sem orðið hefði af völdunr brimsins í flóðinu við hraunströndina norðan Hafnarfjarðar og kvað þar nú ýmislegt konrið í ljós, sem vert væri að jarðfræðingur liti á. Ég þekkti ekkert til Elísa- betar né hennar fólks, en nraður hennar er Sveinn skipasnriður Erí- nrannsson frá Skerseyri, senr er býli þarna á hraunströndinni skammt vestan við vesturbæ Hafnarfjarðar. Ég dáist að athygli og forvitni Elísabetar og get ekki nógsanrlega þakkað henni hugulsenrina að láta nrig vita. Upp úr þessu fór ég að venja komur mínar á hraun- strönd Hafnarfjarðar í þeirri von, að nrér tækizt }rar að gægjast inn undir brún Búrfellshrauns. Sú von var vissulega ákaflega lítil, og fljótlega varð sýnt að ekki dygði nrinna en stórstraumsfjara. Loksins á sumardaginn fyrsta 1970 kom ég þar, þegar saman fór stórstreynri, lágfjara, sléttur sjór og blíðviðri. Þá konr upp um 20 m breið og mjög hallalítil fjara framan við Balaklöpp örlitlu austan við Bala- klett, sem er allra yzta nef Búrfellshrauns við Hafnarfjörð. Þessi ör- nefni eru kennd við býlið Bala, sem tilheyrir Garðahreppi, en stendur rétt utan við mörk Hafnarfjarðarkaupstaðar. Fyrir þessa konru nrína hafði ég talið nokkurn veginn víst, að þetta lága sjávar- berg franr af Bala væri aðeins stallur, sem brinr lrefði klappað í lrraunið, en hraunið næði lengra út. En nú sá ég á nró í fjörunni, fjörumó, þó aðeins á smáblettum. Hann var víðast hulinn sandi, möl og grjóti. Ég tók nú að grafa gryfju fast við fremsta klapparnefið undir Balaklöpp og þar reyndist einnig vera mór undir. Og aðeins í rúmlega skóflustungu-dýpi konr í Ijós að mórinn gekk inn undir hraunklöppina. Ég gróf nú þarna gryfju í nróinn unr einn metra nið- ur, fyrr tókst mér ekki að ganga örugglega úr skugga um, að mórinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.