Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 52
192 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að líta á rústirnar. Þá var svarti hryggurinn sokkinn, en ég sá votta fyrir honum í grunnum polli. Hinar rústirnar litu svipað út og áður, nema hvað allar sprungur voru horfnar. Ég gróf með skóflu í tvo rústakolla. Tæp skólfustunga var niður á klaka. Efst var torf, síðan leirkenndur jarðvegur og mjög glögg skil á milli, þar fyrir neðan næstum glært svell. Ég lijó nokkuð niður í það, en varð engrar breytingar var. Nær ásnum, senr lækurinn rennur yfir, var að mun þurrara. Þar voru liáar, algrónar þúfur, og mér datt í hug, að þar kynni klaki að vera í jörð. Klaka fann ég ekki, heldur grjót. Þá gróf ég í tvær þúfur og kornst að raun um, að í þeinr báðum var allstór steinn um 35 cm undir koili þeirra. Mér láðist að grafa rækilega í kringum þessa steina og kanna, livort þeir væru jarðfastir, en utan þúfnanna fann ég hvergi stein þó að ég stingi 120 cm löngunr teini víða á kaf í jörð. í síðustu viku júlí 1971 fór ég með Ferðafélagi Akureyrar franr Hofsafrétt og leið okkar lá við Stafxrsvötn, sem eru 666 m yfir sjó. Suniran við fremra vatirið var meiri fjöldi nýrra rústa en ég hef séð anirars staðar á jafnlitlu svæði, og flestar spruirgnar. Fláiir er marflöt og virtist vera grunn. Fimrbogi Stefáirsson, bóndi á Þor- steinsstöðum í Tungusveit, sagði mér, að þarna hefðu verið margar og stórar rústir. Þær hefðu allar liorfið, eir þessar risið á nýliðnum kuldaárum. Seint í ágúst 1971 var ég á leið fram á Hveravelli og fór um Efri-Seyðisárdrög. Þau ná að rótum Búrfjalla, eir austair við þau er lágur ás. Eækir, upptök að Seyðisá, koma samair úr suðri og norðri og falla í melgili austur yfir ásinn. Drögin eru flöt og rak- lend, en ekki svo blaut að þau geti kallast flá. Dældir, sumar al- grónar, aðrar nreð leirflagi í botiri, eru þarrra margar og grónir hryggir í kriirg. Þar voru 45—50 cm á klaka, eir klakalaust innan við þá. Á stöku stað utair við þessar þústir famr ég klaka og þá lítið eitt dýpra í jörð. Ég kom fyrst í Efri-Seyðisárdrög sumarið 1966, aftur 1968, og veitti þessum fyrirbrigðum athygli í bæði skiptin. Þau komu mér undarlega fyrir sjónir, því að ég hafði ekki séð slíkt annars staðar, en engiirn getur lýst því, hvernig þai'na var umhorfs fyrir 30—40 árum, hvað þá fyrr, því að þarna fara íraunr- ast aðrir um eir önnunr kafnir gangnamenn. Kolkuflói á Auðkúluheiði var mesta rústaflá, senr ég hef séð. Ég sá hann fyrst vorið 1927 og undraðist hinn nrikla fjölda rústa,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.