Samvinnan - 01.08.1967, Síða 10

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 10
ANDRI ÍSAKSSON: SPJALL UM SKOLARANN- SÚKNIR OG PRÚFGRÁÐUR GAGNFRÆDASTIGSINS (Erindi, flutt á fundi skólastjóra gagnfræðastigsins í Borgarnesi, 19. júní 1967. Erindið er birt hér stytt og með nokkrum breytingum). I. Skólarannsóknir á íslandi. Snemma á síðasta ári ákvað menntamálaráðherra, að stofnað skyldi til fastra skóla- rannsókna á vegum Mennta- málaráðuneytisins. Var undir- rituðum falið að veita rann- sóknunum forstöðu, en ráðu- nautar rannsóknanna voru skipaðir þeir Jóhann S. Hann- esson, skólameistari á Laugar- vatni, og dr. Wolfgang Edel- stein, sem vinnur sitt aðalstarf sem vísindamaður við Skóla- rannsóknastofnun Vestur- Þýzkalands í Berlín. Var verk- efni okkar skýrgreint svo í bréfi, að við skyldum „annast fræðilega rannsókn á íslenzka skólakerfinu, og verði hún undirstaða tillögugerðar um nauðsynlegar breytingar til að samræma skólakerfið breyttum þ.iöðfélagsháttum og nýjum. sjónarmiðum í skóla- og upp- eldismálum." Starfið að þessu mjög svo viðamikla verkefni hófst í iúlí- mánuði 1966. Hefur undirritað- ur lengst af verið einn að verki, en ráðunautar rannsóknanna hafa tekið þátt í starfinu, eftir því sem hentugleikar þeirra og mikið annríki leyfðu. Nýlega hefur verið ráðin föst skrif- stofustúlka að rannsóknunum, og von er til þess, að senn verði leyft að fá sérmenntaðan starfsmann til sérstakra rann- sóknarstarfa. Má því væntan- lega búast við því, að miklir og afar tafsamir byrjunarörðug- leikar séu senn að baki flestir hverjir, og að fastur skriður sé að komast á starfið. Hér verður ekki fjölyrt um nokkra fasta og sjálfsagða þætti starfsins hingað til, eins og t. d. söfnun og könnun ís- lenzkra og erlendra heimilda, starf að skýrslugerð og skrán- ingarformi o. s. frv. Mun aðeins drepið nokkrum orðum á tvo þætti þess starfs, sem þegar hefur verið hafið, þ. e. í fyrsta lagi almenna könnun skóla- kerfisins með opnum og miðuð- um viðtölum við skólamenn, og í öðru lagi vinnu að tilraunum með nýjungar í skólum. Viðtölin voru hafin þegar í ágústmánuði 1966. Hafa nú verið tekin allnákvæm viðtöl við u. þ. b. 20 skólamenn, og hafa þeir verið fulltrúar barna- skóla einkum, en einnig gagn- fræðaskóla, menntaskóla, tæknimenntunar og kennara- menntunar, svo og stjórnar fræðslumála. Viðtöl þessi eru tiltölulega opin, en það merkir fyrst og fremst, að viðmælandinn ræð- ur gangi viðtalsins að allmiklu leyti. Megininngangsspurning- in er jafnan hin sama: hvað viðmælanda finnist helzt at- hugavert við íslenzka skóla- kerfið, hvar breytinga sé þörf og hverra, út frá hans sjónar- miði. Öll viðtölin eru vandlega skráð og síðan sundurgreind efnislega. Hefur verið ákveðið að leggja niðurstöður þeirra til grundvallar við samningu spurningaskrár, sem ætluð er til almennrar og formlegrar yfirlitskönnunar á viðhorfum skólamanna. Upphaflega var í ráði, að spurningaskrá þessi yrði tilbúin fyrir lok síðasta skólaárs, en þegar á miðjum vetri varð ljóst, að sá undir- búningstími yrði of skammur. Var þá afráðið að halda viðtöl- unum áfram enn um sinn, enda virðist meira á þeim að græða en talið hafði verið í fyrstu. Mun spurningaskráin því sennilega ekki verða tilbúin til útsendingar fyrr en um áramót. Undirbúningur skólatilrauna, sem skólarannsóknir skyldu hafa umsjón með, hófst seint í ágústmánuði 1966. Samþykkti menntamálaráðherra í septem- ber álitsgerð rannsóknanna um tilhögun og skilyrði til slíkra tilrauna, og um svipað leyti samþykkti ríkisstjórnin, að verja mætti nokkurri fjárhæð úr ríkissjóði til tilraunagerðar í skólum þegar á skólaárinu 1966 —1967. Þegar hafa verið hafnar þrjár tilraunir, sem skólarann- sóknir eru aðili að og hafa um- sjón með. Eru þær sem hér segir: 1. Tilraun með stærðfræði- kennslu samkvæmt mengja- kenningunni í I. bekk Laugar- nes- og Hvassaleitisskóla í Reykjavík, eða alls sjö bekkjum 7 ára barna. Frumkvæðið að þessari tilraun átti fræðsluráð Reykjavíkur, en daglega yfir- umsjón með framkvæmdum hennar hefur Kristinn Gísla- son kennari. Skólarannsóknir hafa fylgzt allnáið með þessari tilraun. Var t. a. m. lagt könn- unarpróf fyrir öll tilraunabörn- in fyrir réttum mánuði, og þá jafnframt fyrir álíka mörg jafngömul börn úr tveimur öðrum skólum í Reykjavík. Eru niðurstöður þess prófs nú í at- hugun og úrvinnslu. í sambandi við mengjafræði- tilraunina skal þess getið, að nýlega hefur verið tekin ákvörðun um að halda henni áfram allmjög aukinni. Verður í því skyni haldið sérstakt kennaranámskeið næsta haust. 2. Tilraun með dönskukennslu í sex 6. bekkjardeildum þriggja Reykjavíkurskóla, undir stjórn og umsjá Ágústs Sigurðssonar námsstjóra. Öll tilraunabörnin tóku sérstakt próf í vor, og eru niðurstöður þess nú í athugun hjá námsstjóranum, en skóla- rannsóknir munu síðan taka við niðurstöðum hans og at- huga þær nánar, ef ástæða þykir til. 3. Tilraun með enskukennslu beinnar aðferðar í 4. bekk Langholtsskólans í Reykjavík, alls fimm bekkjardeildum. Hef- 10

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.