Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 10
ANDRI ÍSAKSSON: SPJALL UM SKOLARANN- SÚKNIR OG PRÚFGRÁÐUR GAGNFRÆDASTIGSINS (Erindi, flutt á fundi skólastjóra gagnfræðastigsins í Borgarnesi, 19. júní 1967. Erindið er birt hér stytt og með nokkrum breytingum). I. Skólarannsóknir á íslandi. Snemma á síðasta ári ákvað menntamálaráðherra, að stofnað skyldi til fastra skóla- rannsókna á vegum Mennta- málaráðuneytisins. Var undir- rituðum falið að veita rann- sóknunum forstöðu, en ráðu- nautar rannsóknanna voru skipaðir þeir Jóhann S. Hann- esson, skólameistari á Laugar- vatni, og dr. Wolfgang Edel- stein, sem vinnur sitt aðalstarf sem vísindamaður við Skóla- rannsóknastofnun Vestur- Þýzkalands í Berlín. Var verk- efni okkar skýrgreint svo í bréfi, að við skyldum „annast fræðilega rannsókn á íslenzka skólakerfinu, og verði hún undirstaða tillögugerðar um nauðsynlegar breytingar til að samræma skólakerfið breyttum þ.iöðfélagsháttum og nýjum. sjónarmiðum í skóla- og upp- eldismálum." Starfið að þessu mjög svo viðamikla verkefni hófst í iúlí- mánuði 1966. Hefur undirritað- ur lengst af verið einn að verki, en ráðunautar rannsóknanna hafa tekið þátt í starfinu, eftir því sem hentugleikar þeirra og mikið annríki leyfðu. Nýlega hefur verið ráðin föst skrif- stofustúlka að rannsóknunum, og von er til þess, að senn verði leyft að fá sérmenntaðan starfsmann til sérstakra rann- sóknarstarfa. Má því væntan- lega búast við því, að miklir og afar tafsamir byrjunarörðug- leikar séu senn að baki flestir hverjir, og að fastur skriður sé að komast á starfið. Hér verður ekki fjölyrt um nokkra fasta og sjálfsagða þætti starfsins hingað til, eins og t. d. söfnun og könnun ís- lenzkra og erlendra heimilda, starf að skýrslugerð og skrán- ingarformi o. s. frv. Mun aðeins drepið nokkrum orðum á tvo þætti þess starfs, sem þegar hefur verið hafið, þ. e. í fyrsta lagi almenna könnun skóla- kerfisins með opnum og miðuð- um viðtölum við skólamenn, og í öðru lagi vinnu að tilraunum með nýjungar í skólum. Viðtölin voru hafin þegar í ágústmánuði 1966. Hafa nú verið tekin allnákvæm viðtöl við u. þ. b. 20 skólamenn, og hafa þeir verið fulltrúar barna- skóla einkum, en einnig gagn- fræðaskóla, menntaskóla, tæknimenntunar og kennara- menntunar, svo og stjórnar fræðslumála. Viðtöl þessi eru tiltölulega opin, en það merkir fyrst og fremst, að viðmælandinn ræð- ur gangi viðtalsins að allmiklu leyti. Megininngangsspurning- in er jafnan hin sama: hvað viðmælanda finnist helzt at- hugavert við íslenzka skóla- kerfið, hvar breytinga sé þörf og hverra, út frá hans sjónar- miði. Öll viðtölin eru vandlega skráð og síðan sundurgreind efnislega. Hefur verið ákveðið að leggja niðurstöður þeirra til grundvallar við samningu spurningaskrár, sem ætluð er til almennrar og formlegrar yfirlitskönnunar á viðhorfum skólamanna. Upphaflega var í ráði, að spurningaskrá þessi yrði tilbúin fyrir lok síðasta skólaárs, en þegar á miðjum vetri varð ljóst, að sá undir- búningstími yrði of skammur. Var þá afráðið að halda viðtöl- unum áfram enn um sinn, enda virðist meira á þeim að græða en talið hafði verið í fyrstu. Mun spurningaskráin því sennilega ekki verða tilbúin til útsendingar fyrr en um áramót. Undirbúningur skólatilrauna, sem skólarannsóknir skyldu hafa umsjón með, hófst seint í ágústmánuði 1966. Samþykkti menntamálaráðherra í septem- ber álitsgerð rannsóknanna um tilhögun og skilyrði til slíkra tilrauna, og um svipað leyti samþykkti ríkisstjórnin, að verja mætti nokkurri fjárhæð úr ríkissjóði til tilraunagerðar í skólum þegar á skólaárinu 1966 —1967. Þegar hafa verið hafnar þrjár tilraunir, sem skólarann- sóknir eru aðili að og hafa um- sjón með. Eru þær sem hér segir: 1. Tilraun með stærðfræði- kennslu samkvæmt mengja- kenningunni í I. bekk Laugar- nes- og Hvassaleitisskóla í Reykjavík, eða alls sjö bekkjum 7 ára barna. Frumkvæðið að þessari tilraun átti fræðsluráð Reykjavíkur, en daglega yfir- umsjón með framkvæmdum hennar hefur Kristinn Gísla- son kennari. Skólarannsóknir hafa fylgzt allnáið með þessari tilraun. Var t. a. m. lagt könn- unarpróf fyrir öll tilraunabörn- in fyrir réttum mánuði, og þá jafnframt fyrir álíka mörg jafngömul börn úr tveimur öðrum skólum í Reykjavík. Eru niðurstöður þess prófs nú í at- hugun og úrvinnslu. í sambandi við mengjafræði- tilraunina skal þess getið, að nýlega hefur verið tekin ákvörðun um að halda henni áfram allmjög aukinni. Verður í því skyni haldið sérstakt kennaranámskeið næsta haust. 2. Tilraun með dönskukennslu í sex 6. bekkjardeildum þriggja Reykjavíkurskóla, undir stjórn og umsjá Ágústs Sigurðssonar námsstjóra. Öll tilraunabörnin tóku sérstakt próf í vor, og eru niðurstöður þess nú í athugun hjá námsstjóranum, en skóla- rannsóknir munu síðan taka við niðurstöðum hans og at- huga þær nánar, ef ástæða þykir til. 3. Tilraun með enskukennslu beinnar aðferðar í 4. bekk Langholtsskólans í Reykjavík, alls fimm bekkjardeildum. Hef- 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.