Samvinnan - 01.08.1967, Page 19

Samvinnan - 01.08.1967, Page 19
Næst skal hér vikið stuttlega að lesgreinunum. Prófum og kennslu barnaskólanna í þeim greinum hefur Ásgeir Guð- mundsson yfirkennari lýst svo: „Ég er hér kominn að þeirri staðreynd, að kennslan hefur oft og einatt farið fram í próf- um. Börnin hafa lært spurn- ingar og svör úr prófum fyrri ára eins og páfagaukar og hafa litla sem enga þekkingu um annað, sem þó miklu máli skiptir í námsgreininni. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt, að spurningalistar hafa flætt inn á heimilin annað hvort fjölritaðir eða uppskrifaðir af börnunum sjálfum. — — — Spurningarnar eru yfirleitt upptalning minnisatriða, sem svara má með einu eða tveim orðum og örsjaldan heilli setn- ingu.“ Þó þessi orð séu úr framsöguerindi um próf í barnaskólum flutt á fundi í Stéttarfélagi barnakennara í Rvík fyrir rúmlega fimm ár- um, er mér nær að halda, að breytingar í þessum efnum marki ekki djúp spor, hvorki í barna- né gagnfræðaskólum. Foreldrar gætu auðveldlega gert sér nokkra grein fyrir ástandinu, ef áhugi væri fyrir hendi. Flæða spurningalistarn- ir enn yfir heimilin, eða eru þeir horfnir? Er páfagauksað- ferðin enn í öndvegi, eða rök- vísi og skilningur? Reyna mætti til dæmis, hvort barn, sem veit, hvað ræktað er á Spáni, skilur um leið hvers vænta má á Ítalíu í þeim efn- um. Harla fróðlegt er og að glugga í þær kennslubækur, sem börnunum eru fengnar í hendur. Enda þótt smám sam- an séu að koma út nýjar, vel unnar kennslubækur, hafa óbreyttar endurútgáfur óvand- aðra og úreltra bóka haft furðulegan viðgang bæði hjá Ríkisútgáfunni og hinum rót- grónu útgáfufyrirtækjum á þessu sviði. Á seinni árum hef- ur ofhlæði og óhæfa í mynd- skreytingu sumra kennslubóka Ríkisútgáfunnar vakið nokkurt umtal og hefur Sverrir Tómas- son stud mag ritað athyglis- verða grein um það efni í síð- asta tölublað Mímis, blaðs stúdenta í íslenzkum fræðum. Loks skal hér vikið lítillega að þeim greinum, sem auk bók- menntanna gætu helzt örvað sköpunarhæfileika og ímynd- unarafl nemendanna, tilfinn- ingaþroska þeirra yfirleitt. Hér er átt við tónlist og myndlist. Námskráin frá 1960 gerir ráð fyrir fjölþættum tónlistariðk- unum nemenda allt frá 7 ára aldri og til loka skyldunámsins. Því miður er það góða tónlist- aruppeldi aðeins til á pappírn- um en er í raun víðast bundið við hermisönglist einn til tvo tíma í viku og í gagnfræðaskól- unum er það vart til. Dr. Hall- grímur Helgason hefur lýst ástandinu í þessum efnum þannig í grein um músik- menntun íslendinga í Ými, blaði Nemendafélags Tónlist- arskólans ’66: „Á íslandi munu nú vera yfir 300 skólar. Undir- stöðufög eru eðlilega lestur, skrift og reikningur auk ýmissa gagnfræða. En söngur og músik eru yfirleitt utangarðs og alls ekki tekin inn í menntakerfi þjóðarinnar, því síður eink- unnaskyld og prófskyld, ekki einu sinni til jafns við leikfimi. Afleiðingar verða auðsæjar. Lagaforði uppvaxandi kynslóð- ar fer þverrandi, og kunnátta í því alheimsmáli, sem nótna- skriftin er, telst svo til engin. -------Slíkt ástand er smán- arblettur á þjóðfélagi, sem streitist við að verja milljón- um til svokallaðrar æðri tón- listar. Það er svipað því og byrjað væri á að byggja há- skóla handa fólki, sem enga ætti barnaskóla og kynni því naumast að lesa og skrifa." í myndlistarkennslunni eru ný viðhorf að ryðja sér til rúms, en skortur á húsnæði, tækjum og menntuðum kenn- urum háir allri framþróun í þessari grein eins og fleirum. í árslok ’64 voru t. d. 20 skyldu- námsskólar starfandi í Reykja- vík. Helmingur þeirra átti sér- staka teiknistofu. Sex af nýrri skólunum höfðu enga, þeirra á meðal stærsti barna- og gagnfræðaskóli landsins, en allir þeir elztu. Segir það sína sögu um ráðandi viðhorf til uppeldishlutverks skóla okkar. Sé vikið að hinum félagslega þætti í uppeldisstarfi skólanna, er vert að gera sér ljóst, að bæði stjórn þeirra og kennslu- hættirnir eru alls ekki til þess fallnir að rækta félagsþroska. Áberandi er tilhneigingin til að stjórna öllu „ofan frá“, en lítið gert til að auka ábyrgðartil- finningu og lýðræðiskennd nemendanna með meiri áhrif- um þeirra á kosningu embætt- ismanna úr sínum hópi, stjórn félagslífsins og a. m. k. tillögu-

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.