Samvinnan - 01.10.1967, Side 4

Samvinnan - 01.10.1967, Side 4
heimtumönnum og syndur- um“. Ég held að öllum mönn- um, öllum flokkum og yfirleitt öllum samtökum hafi verið heimilt að standa vörð um ís- lenzkt þjóðerni, ef þeir höfðu kjark og manndóm til, og þurfti þó enginn að óttast um líf eða limi, aðeins að þola hrópyrði heimskra og skamm- sýnna manna. Hafi Jón þökk fyrir grein sína. Guðmundur Hansen ræðir um launakjör háskólamennt- aðra kennara. Hann tekur réttilega fram, að þau séu allt- of lág, en hið sama má nú reyndar segja um öll kennara- laun. Rétt er það einnig, að kjaradómur hefur ekki ávallt, og e. t. v. aldrei, gert þann mun á launum, sem vera ber eftir menntun starfsmanna og ábyrgð þeirra starfa, sem laun- uð eru. En hér hafa bara sam- tök háskólamenntaðra manna gert þá skyssu að hengja bak- ara fyrir smið. B.S.R.B., sem þau einkum stefna geiri sín- um gegn, lagði til að munur- inn yrði meiri en kjaradómur gat fallizt á. Annars er ekki laust við að þessir háskólamenntuðu herr- ar séu stundum nokkuð ein- strengingslegir. Það er að verða alveg úrelt fyrirkomulag að miða allt langskólanám við stúdentspróf. Kennarapróf ætti að veita aðgang að há- skólanámi, a. m. k. þeim deild- um Háskólans sem útskrifa menn til kennslustarfa. Þá stæði kennurum opin leið til betri menntunar og betri launa. Þannig er það líka víða erlendis. Andri ísaksson skrifar um skólarannsóknir á byrjunar- stigi. Um þá grein er ekki margt að segja á þessu stigi málsins og vonandi er þar mjór mikils vísir, sem við fréttum meira af síðar. Langveigamesta og bezt rit- aða greinin er eftir Hörð Berg- mann um uppeldishlutverk skólanna. Það má ef til vill segja, að höfundur kveði sums staðar nokkuð fast að orði og skiptar geti verið skoðanir um einstök atriði. Þó hygg ég höf- undi muni reynast auðvelt að finna flestum orðum sínum stað, enda talar hér maður, sem hefur reynslu og þekkingu á því, sem hann ræðir um. Gagnrýni hans er jákvæð og rökstudd, og höfundur lætur sér ekki nægja að rífa niður, en bendir á úrræði til bóta. Öllu neikvæðari er grein Arn- órs Hannibalssonar, enda sýni- lega meira sótt í bækur en reynslu höfundar, sem mun 1,5 miljón Radionette-útvarps og sjónvarpstæki eru seld í Noregi — og tugir þúsunda hér á landi. Radionette-tækin eru seld í yfir 60 löndum. Þetta eru hin beztu meðmæli með gæðum þeirra. BETRI HLJOMUR - TÆRARI MYNDIR Festival Bordmodell Festival Seksjon Festival Sjalusi Grand Festival Kurer FM de Luxe Kvintett Hi-Fi Stereo Gulvmodell Kvintett Hi-Fi Stereo Seksjon Duett Seksjon Sjónvarpskaupendur athugið: Með einu handtaki er verkinu kippt innan úr öllum Radionette-sjónvarps- tækjum, ef um bilun skyldi vera að ræða, og síðan er hægt að senda það þannig á viðkomandi verk- stæði. — Þetta er mikill kostur fyrir sveitir landsins. — Ekkert hnjask með kassann sjálfan. — Auðveldara og ódýrara í öllu viðhaldi. Útvarpskaupendur athugið: Radionette-útvarpstækin eru með bátabylgju, þekkt fyrir góðan hljómburð og langdrægni, enda byggð fyrir hin erfiðu hlustunarskilyrði Noregs. Traustar verzlanir víða um land selja RADIONETTE. — Árs ábyrgð — Eigið verksiæði. Aðalumboð: EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Vesturgötu 2 •— Sími 16995. GÆÐI OG FEGURÐ - 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.