Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 9
8*" SAM
VINNAN
E F N I : HÖFUNDAR:
3 Lesendabréf
10 MENN SEM SETTU SVIP Á ÖLDINA: Franklin D. Roosevelt
16 FRIÐUN ÞINGVALLA 16 Friðun Þingvalla 18 Þingvallahneykslið 20 Gjábakkahneykslið 21 Þingvallanefnd og Gjábakkaland 21 Mannlegt volæði 22 Þingvallamálið 22 Gjábakkahneykslið 24 Þingvallanefnd og þjóðgarðurinn Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður Sigurður Magnússon, fulltrúi Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur Bjarnveig Bjarnadóttir, safnvörður Ragnar Jónsson, forstjóri Hjörleifur Sigurðsson, listmálari Jakobína Sigurðardóttir, rithöfundur s-a-m
28 EINS OG MÉR SÝNIST Gísli J. Ástþórsson
30 ERLEND VÍÐSJÁ: Að unnum sigri stendur ísrael á krossgötum Magnús Torfi Ólafsson
34 Undanfari „októberbyltingarinnar" fyrir 50 árum: Heimför Leníns í „innsigluðu lestinni" Horace W. Dewey
40 Örlög sovézkra gyðinga Elie Wiesel
42 Svört bylting á Haítí Halldór Sigurðsson
45 Þrjú Ijóð í þýðingu Jóhannesar úr Kötlum Nelly Sachs
46 SMÁSAGAN: Ferðamaður Svava Jakobsdóttir
48 BÓKMENNTIR: Nietzsche og þýzkar bókmenntir Siglaugur Brynleifsson
54 LEIKHÚSMÁL: Leikmyndin Gunnar Bjarnason
58 TÓNLIST: C-ið Ragnar Björnsson
60 TRÚMÁL: En arfi höldum vér. Siðbótin 450 ára 31. október Séra Guðmundur Óli Ólafsson
64 KVIKMYNDIR: Um „nútíma" kvikmyndagerð Þorgeir Þorgeirsson
TIL ÁSKRIFENDA
Síðasta hefti Samvinnunnar er nú gengið til þurrðar, endaþótt
upplag þess vasri mun stærra en áður, og hefur upplagið því enn
verið aukið. Að sjálfsögðu er það gleðiefni hve vel ritinu hefur
verið tekið, og ekki síður hitt hve miklar umræður urðu um meg-
inefni þess, skólamálin, í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Ætlunin var
aldrei að leggja fram lausnir þeirra vandamála sem tekin voru fyr-
ir, heldur að vekja um þau almennar umræður sem stuðlað gætu
að heilbrigðari meðferð þeirra og vakið alþjóð til vitundar um
mikilvægi þeirra. Þetta virðist hafa tekizt. Við áttum satt að segja
von á fleiri lesendabréfum en raun varð á; þau sem bárust eru
birt hér að framan. Vonandi verða þau fleirum hvöt til að stinga
niður penna.
Einsog tekið var fram í síðasta hefti Samvinnunnar eiga gamlir
kaupendur kost á að eignast skáldsögu Tarjei Vesaas, Svörtu
hestana, með sérstökum vildarkjörum, og stendur það boð út
nóvember. Eru þeir kaupendur, sem hug hefðu á að eignast sög-
una með þessum kjörum, vinsamlega beðnir að gera ritstjórninni
viðvart bréflega eða símleiðis. Ennfremur eru áskrifendur áminntir
um að gera ritstjórninni strax aðvart um breytt heimilis-
föng.
i síðasta hefti var því heitið, að heimilisþáttur Bryndísar Stein-
þórsdóttur og sérstakur þáttur fyrir ungt fólk yrðu birtir í þessu
hefti. Vegna rúmleysis hefur enn orðið að fresta birtingu þeirra,
en vonandi koma þeir annarhvor eða báðir f næsta hefti.
Innlenda höfunda þessa heftis mun vera óþarft að kynna; þeir
eru flestir þjóðkunnir. Nelly Sachs, sem hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels í fyrra, er þýzkur gyðingur sem varð að flýja undan
grimmdaræði nazista og fann athvarf í Svíþjóð, gerðist sænskur
þegn, en hefur alla tíð ort á þýzka tungu. Hún er nú hálfáttræð.
Horace W. Dewey er bandarískur fræðimaður, prófessor í slavnesk-
um málum og bókmenntum og rússneskri sögu við Michigan-há-
skóla. Elie Wiesel er kynntur inní blaðinu.
September-október 1967 — 61. árg. 8.
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður A. Magnússon.
Blaðamaður: Eysteinn Sigurðsson.
Uppsetning: Teiknistofa Torfi Jónsson, Peter Behrens
Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavik.
Ritstjórnarsími 17080.
Verð: 250 krónur árgangurinn; 50 krónur í lausasölu.
Gerð myndamóta: Prentmyndagerðin Sölvhólsgötu 12.
Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf.
9