Samvinnan - 01.10.1967, Side 19

Samvinnan - 01.10.1967, Side 19
Samþykkt Ferðamálaráðs Á 87. fundi Ferðamálaráðs 5. júlí 1966 var einróma samþykkt eftirfarandi tillaga frá Sigurði Magnússyni: „Ferðamálaráð telur, að Alþingi hafi sett lög nr. 59 frá 7. maí 1928 um friðun Þingvalla til varðveizlu hinnar óspilltu náttúru þjóðgarðsins af ágangi manna og dýra og þjóðinni allri til tryggingar því að almenningur ætti rétt til frjálsra ferða, um hið friðlýsta land. Nú er það alkunna, að sú nefnd, sem sett var til þess að gæta framkvæmdar laganna, hins sameiginlega réttar allra borgara landsins, hefur að undanförnu heimilað einstökum mönnum að reisa sumarbústaði á landinu, og að rökstuddur grunur leikur nú á, að enn sé í ráði að taka skika af þessu þjóðlandi og fá þá sérstökum mönnum til umráða. Þar sem hér virðist um gróft trúnaðarbrot að ræða og ráðstafanir sem hljóta að leiða til takmörkunar á ferðafrelsi borgaranna um hið sameiginlega land þeirra, enda heimildarlaust með öllu og ólögmætt að því er virðist, þá leyfir Ferðamálaráð sér að skora á hlutaðeigandi stjórnarvöld að láta hið fyrsta rífa alla þá sumarbústaði, sem nú er búið að leyfa einstökum mönnum að reisa innan þjóðgarðssvæðisins, og stöðva allar þær aðgerðir Þingvallanefndar, sem líklegar eru til að sjDÍlla þeim verðmætum þjóðarinnar, sem henni var á sín- um tíma falið að gæta.“ ir hafa verið gerðar gegn valda- níðslu hennar. Annað er það ekki. Flestir hafa látið sér nægja að hrista höfuð og segja: Er þetta ekki svona á öllum sviðum hjá þessum háu herr- um? Afstaða fólks er í þessum efnum svipuð og til eldgosa eða annarra náttúruhamfara, ein- hverrar þeirrar óviðráðanlegu bölvunar, sem gerir manneskj- una svo óhugnanlega smáa í öllu sínu yfirþyrmanlega um- komuleysi — valdníðslan virð- ist í vitund fólksins vera orð- in því að náttúrulögmáli. Áður en ég vík til þess að fara nokkrum orðum um þetta háskalega fyrirbæri — sinnu- leysið, sofandaháttinn — þá smánarþögn, sem ríkt hefir í stað þeirrar réttlátu reiði, sem sveifla átti svipunni yfir víxl- urum musterisins, þá verður ekki hjá því komizt, málinu til skýringar, að minna á, að í fyrra var gerð á Alþingi veik en vesældarleg tilraun í þá átt að fá þingið til að halda uppi þeim lögum, er það sjálft hafði sett. Endalok hennar urðu þau, að einn þingmaður mun hafa fengið leyfi til að kíkja á lista yfir nöfn þeirra 30 útvaldra, sem í ráði var þá að hygla með lóðum á Þingvöllum, en um þau þagði hann grandvarlega. Alþingi lét sér sæma að setja kíki fyrir blint auga í stað þess að gera ráðstafanir til þess að haldið yrði uppi þeim lögum, sem það sjálft hafði sett. Eftir þessu höfði hélt svo Þingvalla- limurinn áfram að stíga sinn lóðadans. Og í stað þess að hneykslast á framferði þings- ins og nefndarinnar er nú meginkapp á það lagt, að öskr- in frá Mývatnsgúrnum yfir- gnæfi hamarshögg þeirra, sem eru að byggja á nýju Þingvalla- lóðunum. Látum það nú vera þó að við — fákænn almúginn — freistumst til smáyfirsjóna, svo sem hagræðingar á skatta- framtölum, brennivínskaupa að næturlagi og Jörfagleði í Haukadal. Auðvitað þorir hér enginn að mæla bersyndugum bót. En þó að okkur sé lítill- ar afbötunar von, þá væri hún þó enn minni þeim skattstjóra, sem skipulegði skattsvik, um- boðsmanni hátemplars, sem stundaði sprúttsölu, biskupi, er hefði pútnahús í Hallgríms- kirkju. Ég dreg svipaða marka- línu milli okkar kjósendanna og hins háa Alþingis. Ég geri aðrar og meiri kröfur til þess en einhverrar óábyrgrar kjafta- samkundu. Ég krefst því til handa þeirrar sjálfsvirðingar, að það láti sig einhverju skipta, hvort lög þess eru í heiðri höfð eða fótum troðin. Þess vegna ollu viðbrögð — eða réttara sagt viðbragðsleysi — þess í Þingvallamálinu mér miklum vonbrigðum. Þegar þetta er skrifað hefir Þingvallanefnd nýlega lýst yfir því, að fleiri lóðum en þessum 30 verði ekki úthlutað „að sinni“, og er það nokkur vís- bending þess, að henni sjálfri þyki nú að þessu sinni mæl- irinn svo fullur orðinn, sem þær fyrirhuguðu fötur verða, er hún ætlar rúm í smáhúsum þeim, sem hún hrósar sér nú af að rísa muni fyrir hennar tilstilli að Þingvelli við Öxará. En þó að þetta verði sögulok þeirrar Þingvallanefndar, sem nú situr þar, þá er það alveg áreiðanlegt, að með sama hug- arfari og því, sem nú einkenn- ir afstöðu íslendinga til Þing- valla, þá munum við eignast nýjar Þingvallanefndir, nýja „sumarbústaðaeigendur", nýtt „Grímsstaðaholt“ á Þingvöll- um. Þess vegna er okkur lífs- nauðsyn að læra nú að skamm- ast okkar, og taka til við að ástunda alla þá fjóra höfuð- þætti þeirrar einlægu iðrun- ar, sem svo skynsamlega var skilgreind í Helgakveri, en þar er sá síðastur, en ekki síztur, er varðar hinn fasta ásetning um syndarinnar aflagning. En víkjum nú aftur til hins, sem áður var á minnt: sofanda- háttarins, doðans og tómlæt- isins, sem ég tel nú hið ískyggi- legasta af öllu í þessu and- styggilega máli. Jafnrétti allra borgara er ein meginstoð lýðræðisins. Full- vissa hvers einasta manns um það, að allir séu jafnir að lög- um, er grundvöllur þess, að um eiginlegt lýðræði geti verið að ræða. í hópi hinna almennu kjós- enda eru þeir einir sannir lýð- ræðissinnar, sem fylgjast af athygli með allri framvindu mála og fella þá dóma með tillögum sínum og atkvæðum, sem vel eru studdir rökum. Raunverulegir lýðræðissinnar í hópi forystumanna eru þeir einir, sem skammta sér ekki meiri hlut eða annan en þann, sem þeim ber að réttum lögum, ganga sjálfir á undan með góðu fordæmi um að hafa í heiðri þær reglur, er þeir setja öðrum til eftirbreytni. Allir sem víkja af þessum vegi eru lýðræðinu háskasam- legir, hversu mjög sem þeir kunna að lofa það í orði, og því lengra sem þeir ganga frá sínum samferðamönnum á braut sérhyggju og eiginhags- muna eða á hinn bóginn tóm- lætis og andvaraleysis, því auð- veldari mun vegurinn þeim, sem þurfa ekki framar að hafa á því neitt yfirskyn, að þeir ætli sér meiri hlut en öðrum og taki hann — með sviptingu almennra mannréttinda ef og þegar þeim þykir bezt henta. Sumum mun e. t. v. þykja, að hér sé langt seilzt til lok- unnar með því að minna á Grikkland, en þó tel ég það rétt, þar sem sagan þaðan er nýjust og lærdómar hennar einna augljósastir. Ég hef ekki sterka trú á, að grískur al- menningur láti sig aðgerðir fasistastjórnarinnar miklu skipta. Hvers vegna? Sökum þess, að spilling hinna svo- nefndu lýðræðisafla þar í landi var orðin svo geigvænleg, að með tilkomu fasistanna sagði margur: Jæja, þeim fækkar þá bara sem stela. Það eru þess vegna ekki grísku herforingjarnir, sem bera meginábyrgð þeirrar and- styggðar, sem fasistastjórn í Grikklandi hlýtur að vera hverjum þeim manni, sem lýð- ræðinu ann. Það er spilling lýð- ræðisaflanna þar í landi — spilling hið efra, sem grund- vallaðist hið neðra á pólitísku sinnuleysi almennings, sof- andahætti, kísilgúrþrasi. Hún er orsökin. Hitt er rökrétt af- leiðing hennar. Upphaf þessa er oft það, að valdhafarnir láta það verða miklu þægilegra að þegja en gagnrýna, leggja undir sig blöðin, torvelda mönnum að tjá sig. Næsta skref er, að þeir láta það beinlínis verða hættu- legt að gagnrýna. Það verður ekki auðvelt að fá lán í banka, atvinna gerist ótrygg. Þess vegna er hyggilegast að sjá hvorki né heyra, stinga hausn- um í sandinn — og þegja. Það er þessi sauðarhaus al- mennings í Þingvallamálinu, sem mér þykir óhugnanlegast- ur af öllu því, sem þar er ógeð- fellt. Ég óttast einnig að hann sé váboði íslenzku lýðræði. Þess vegna tel ég hann hættulegan. Hver heilskyggn maður veit, að það er rétt, sem staðhæft var í ályktuninni 5. júlí 1966: Þingvallanefnd hefir framið „gróft trúnaðarbrot." Á hverjum? Okkur öllum. Hvar? Á sögufrægustu slóðum þjóð- arinnar — mesta helgistað hennar. „Vituð ér enn — eða hvat“? Sigurður Magnússon. 19

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.