Samvinnan - 01.10.1967, Page 22
Lög um friðun Þingvalla — Nr. 59, 7. maí 1928
1. grein. Frá ársbyrjun 1930 skulu Þingvellir við Oxará og
grenndin þar vera friðlýstur helgistaður allra ís-
lendinga.
2. grein. Mörk hins friðhelga lands skulu vera sem hér
segir: a) Að sunnan: Frá hæstu brún Arnarfells í
beina stefnu á Kárastaði, yfir Þingvallavatn og
upp á vestara bakka Almannagjár. b) Að vestan:
Hærri barmur Almannagjár að Armannsfelli. c)
Að norðan: Frá Armannsfelli þvert austur yfir
hraunið að Hlíðargjá. d) Að austan: Eystri bakki
Hlíðargjár og Hrafnagjár ræður takmörkunum
suður á liæstu brún Arnarfells. — Landið innan
ofannefndra marka skal, eftir því sem Þingvalla-
nefnd kveður á og fært kann að reynast, varið
fyrir ágangi af sauðfé og geitum. En skógurinn og
villidýralíf, sem þar kynni að geta þrifizt, skal
vera algerlega friðað. Þó skal nefndin gera ráðstaf-
anir til eyðingar þeim dýrum og fuglum, sem gera
usla á hinu friðlýsta svæði eða vinna búfénaði
héraðsmanna tjón. — Þingvallanefnd ræður veiði
í Þingvallavatni norðan línu þeirrar sem um getur
í a.-lið. — Ekkert jarðrask, húsbyggingar, vegi,
rafleiðslur eða önnur mannvirki má gera á hinu
friðlýsta svæði, eða í landi jarðanna Kárastaða,
Brúsastaða, Svartagils og Gjábakka, nema með
leyfi Þingvallanefndar.
3. grein. Nú takast eigi samningar milli Þingvallanefndar
og ábúenda jarða þeirra, er að nokkru eða öllu
falla undir hið friðlýsta land, og skal þá Þingvalla-
nefnd taka afnotarétt jarðanna eða jarðahlutanna
eignarnámi1) samkvæmt lögum og ábúendum
greitt fyrir afnotaréttinn samkvæmt óvilhallra,
dómkvaddra manna mati. Svo skulu metnar bæt-
ur til Þingvallahrepps fyrir íþynging fjallskila og
rýrnun útsvara, enda náist ekki samningar. —
Heimilt skal Þingvallanefnd að kaupa jörðina
Gjábakka, eða ef ekki nást viðunandi samningar
um verð, að taka jörðina eignarnámi samkvæmt
lögum.
4- grein. Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis
og ævinleg eign íslenzku þjóðarinnar. Það má
aldrei selja eða veðsetja.
5. grein. Þingvallanefnd, skipuð þrem alþingismönnum,
hefir fyrir hönd Alþingis yfirstjórn hins friðlýsta
lands og annarra jarða í ríkiseign, sem til eru
greindar í 2. grein. Þingvallanefnd skal kosin með
hlutfallskosningum í sameinuðu þingi í lok hvers
þings eftir nýafstaðnar kosningar, í fyrsta skipti
á þingi 1928.
6. grein. Þingvallanefnd semur reglugerð um hið friðlýsta
land og meðferð þess, en stjórnarráð staðfestir. I
reglugerð má ákveða að taka gestagjöld á Þing-
völlum og verja því fé upp í kostnað við friðun-
ina. — Þingvallanefnd má ráða umsjónarmann á
Þingvöllum til 5 ára í senn.
7. grein. 011 óhjákvæmileg útgjöld við verndun Þingvalla
samkvæmt lögum þessum greiðast úr ríkissjóði.
8. grein. Brot gegn ákvæðum laga þessara og reglugerða,
sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum,
allt að 1000 kr., eða einföldu fangelsi, allt að 3
mánuðum, ef miklar sakir eru, nema brot sé svo
vaxið, að þyngri refsing liggi við að öðrum lögum.
— Mál út af brotum skulu sæta meðferð almennra
lögreglumála.
HJÖRLEIFUR
SIGURÐSSON:
ÞIN GV ALLAMÁLIÐ
Ég hef verið spurður um
Þingvelli og sumarhúsamálin.
Svar mitt er einfalt. Nú þegar
er búið að reisa alltof marga
bústaði í námunda við þjóð-
garðinn. Á næstu árum ætti
íslenzka ríkið að klófesta bú-
staðina og spildurnar, sem
þrengja að honum. Engu máli
skiptir hvort þær hurfu úr
eigu bændanna fyrir nokkrum
áratugum eða rétt nýlega. Þessi
lönd að austan og vestan —
og suður með vatninu til Arn-
arfells og Heiðabæjar mynda
náttúrulegan ramma um stað-
inn. Þingvellir eru okkur hjart-
fólgnir vegna sögunnar en þó
einkum sakir stórbrotinnar
náttúru. Eitt dagblaða Reykja-
víkur hafði nýlega eftir Eyþóri
Einarssyni náttúrufræðingi, að
enginn staður á þéttbýlasta
landshorninu gæti fremur ver-
ið raunverulegur þjóðgarður,
ef rétt væri á málunum haldið.
En hvað er þjóðgarður? Frið-
lýst svæði, óspilltur náttúru-
partur, sem almenningur get-
ur notið í ríkum mæli og hlúð
að með nærgætni og virðing.
Vitaskuld eiga ekki neinir ein-
staklingar rétt á að hreiðra
um sig til langframa á slíkum
stöðum eða slá um þá hring,
eins og nú er að gerast. Þurf-
um við að deila um jafn sjálf-
sagðan hlut? En ef einhver
skyldi vilja byggja á Þingvöll-
um í nánustu framtíð, þá vant-
ar góða og vandaða skála und-
ir gistingu, veitingar og
fræðslunámskeið. Skálana hygg
ég að ætti að gjöra úr timbri
frekar en steini — en treysti
mér ekki til að rökstyðja þá
hugdettu að sinni. Hitt er samt
mikilvægast að forðast ágang
rómantískrar endurreisnar.
Mannvirki fortíðarinnar eru
horfin og koma aldrei aftur.
Við minnumst þeirra bezt með
því að trúa á tækni og list
samtíðarinnar. Þingvellir eru
tengdir myndlist íslands á þess-
ari öld — ef til vill traustari
böndum en nokkur staður
annar. Við hugsum til mál-
verka Þórarins Þorlákssonar,
Ásgríms Jónssonar, Jóns Stef-
ánssonar og Jóhannesar Kjar-
vals og allra hinna, bæði leikra
og lærðra. Hver er sá í dag,
hverjir eru þeir, sem vilja
þrengja kosti þeirra og okkar
til að sækja fyrirmynd til nátt-
úru Þingvalla — uppörvun,
þrótt og fastari trú á lífið og
landið?
Hjörleifur Sigurðsson.
JAKOBÍNA
SIGURÐARDÓTTIR:
GJÁBAKKA-
HNEYKSLIÐ
Hneyksli? Er hægt að
hneyksla nokkurn mann á ís-
landi á okkar dögum? Einu
sinni var eitthvað til, sem
nefnt var almenningsálit. Allir
virtust hafa af því talsverðan
beyg, allt frá óspilltum jung-
frúm upp til heimsborgara.
Nefndir og ráð voru ekki und-
anþegin aga almenningsálits-
ins, æðstu stjórnarvöld ekki
heldur. Á þeim tímum var
hneyksli alvarlegur hlutur,
misferli var varla til, nema í
munni góðviljaðra kvenna, sem
vildu milda refsingu hins
fallna, minnugar þess að öllum
getur orðið á, eins og þá var
sagt. Saknæmi hins dæmda
verknaðar rýrnaði í engu við
þá umtalsmildun; hneykslið
var hneyksli eftir sem áður og
almenningsálitið hinn æðsti
dómstóll allra mála. Á síðari
tímum hefir þetta breytzt.
Stjórnarvöld okkar hafa hvað
eftir annað löðrungað almenn-
ingsálitið svo rækilega, að
heita má að það sé í dag álíka
áhrifamikið innan þjóðarfjöl-
skyldunnar sem tannlaust og
sljótt gamalmenni á elliheimili
innan einkafjölskyldunnar.
Hvað eftir annað hefir almenn-
ingur myndað sér álit um mik-
ilvæg mál, borið það álit fram
sem vilja yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðarinnar, svo ekki
hefir verið um villzt, og feng-
ið svo ákveðna hundsun að
jaðrar við kjaftshögg með
tannbrotum og tilheyrandi.
Stærst þessara mála eru inn-
ganga okkar í hernaðarbanda-
lag, landhelgismálið, stóriðju-
málið og dátasjónvarpsmálið,
sem nú hefir fengið sýndar-
lausn. Meðal þeirra mála, sem
almenningur hefir mótað sér
um ákveðnar skoðanir, er frið-
un og varðveizla Þingvalla. Og
ekki skortir á það, að margt
fallegt hefir verið ritað og rætt
um Þingvelli, þennan „helgi-
dóm þjóðarinnar". Og torfund-
inn mun sá íslendingur, sem
ekki ber annan hug til Þing-
valla en annarra sögustaða
okkar. Af þeirri ástæðu ætti að
vera auðvelt að móta almenn-
ingsálit, sem forbyði svo ákveð-
ið alla misnotkun þessa stað-
ar, að hver verknaður í þá átt
dæmdist helgispjöll, hvort held-
ur er framinn af einstakling-
um, félögum, nefndum, ráð-
um eða ráðherrum. Nefnd, sem
ber heitið Þingvallanefnd og er
trúað fyrir vörzlu þessa helgi-
J) Lög nr. 61, 14. nóv. 1917.