Samvinnan - 01.10.1967, Síða 23

Samvinnan - 01.10.1967, Síða 23
staSar Öðrum fremur, ætti alveg sérstaklega að vera und- ir hlífðarlausri smásjá slíks al- menningsálits. Væri slíkt al- menningsálit við fulla heilsu hefði Þingvallanefnd ekki vog- að sér að veita leyfi fyrir bygg- ingu sumarbústaða á nokkrum stað innan hennar umráða- svæðis. Sumarbústaðaásóknin er að verða hrein plága í sumum sveitum. Vafalaust er það mik- ið vandamál þeirra, sem búa í bæjum og þorpum, að fá land- skika í sveit undir sumarbú- staði. Hér í Mývatnssveit hefir verið mikil ásókn um slíka skika, en aðeins einn verið lát- inn af hendi fyrir löngu síðan, þar til í vor. Hér hefir mönnum ekki þótt sumarbústaðir eftir- sóknarverður innflutningur, og mega bændur hér í sveit eiga það, að þeir hafa staðizt bæði venzl og gylliboð í þessu efni. Mér virðist að Þingvallanefnd ætti ekki að vera ofraun að standa til jafns við kotbændur í Mývatnssveit, þar sem hún tekur ákvarðanir í nafni þjóð- arinnar og með þjóðina að baki, ef ákvarðanir hennar dæmast réttmætar af heil- brigðu almenningsáliti og framtíðinni. Ég fæ ekki séð, að ásókn Reykvíkinga á sum- arbústaðaland í grennd við þjóðgarð íslendinga geti staf- að af öðru en skammsýni og hégómaskap. Og ef ráðamenn þjóðarinnar leysa vanda þeirra, sem vantar land undir srnnar- bústaði, með því að leggja und- ir þá þennan sameignarskika okkar, sýnist mér að einhver verði að benda á ný úrræði og óumdeilanlegri. Mér skilst að eitt helzta ráð forráðamanna okkar til lausn- ar á vanda landbúnaðar sé það, að ríkið kaupi jarðir af uppflosnandi kotungum, eink- um á afskekktum stöðum. Því ekki að selja eða leigja þess- um landhungruðu borgarbú- um hinar væntanlegu ríkis- jarðir undir sumarbústaði? Á þessu ári hlýtur að losna þó nokkur fjöldi slíkra jarða. Og skyldi ekki vera munur á, að hafast við og njóta náttúrunn- ar á slíkum friðsælum eyði- stað á einhverjum útskanka landsins, en í „hjartastað þjóð- arinnar" á Þingvöllum? Nóg er fegurðin og fjölbreytnin í landslagi á íslandi, um það ber öllum saman. Og frelsið, blessað frelsið, hvar skyldi náttúran bjóða upp á annað eins frelsi og þar sem hún hef- ir (með hjálp samfélagsins) hrist af sér síðasta erjandann og breiðir hraðhent úr órækt Gjábakka-gæðingar Þingvallanefndar 1. Jón H. Magnússon forstjóri (tengdasonur Harðar Bjarnasonar) 2. Gunnar Möller hæstaréttarlögmaður 3. Páll Þorgeirsson heildsali 4. Bárður Daníelsson arkitekt 5. Fjölskylda Óskars Gíslasonar (sem er látinn) 6. Fanney Pétursdóttir o. jl. 7. Elísabet Guðmundsdóttir o. fl. 8. Öli Barðdal seglasaumari 9. Pétur Sigurðsson alþingismaður 10. Ulfur Sigurmundsson hagfræðingur 11. Gunnar G. Schram deildarstjóri 12. Aðalsteinn Norberg ritsímastjóri 13. Már Elísson fiskimálastjóri 14. Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómari 15. Jón Kjartansson forstjóri 16. Kristján Jóhannsson, Njálsgötu 59 17. Aðalsteinn Júlíusson vitamálastjóri 18. Aðalsteinn Eiriksson námsstjóri 19. Sigurður Olafsson afgreiðslumaður 20. Vilhjálmur Þórðarson bílstjóri 21. Asgeir Hallsson framkvæmdastjóri 22. Sigurmundur Gíslason deildarstjóri 23. Halldór Guðmundsson húsasmíðameistari, Hafnarfirði 24. Gunnar Ingibergsson innanhússarkítekt 25. Jón Bergsson heildsali Fjórir efstu bústaðirnir eiga að standa norðan við veginn yfir Lyngdalsheiði, en hinir sunnan við hann. Skáletruðu bústaðirnir eru þegar risnir af grunni. Eigendur sumarbústaða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum, taldir frá Valhöll suður með Þingvallavatni vestanverðu: 1. Sigurður Kristjánsson fyrrv. alþingismaður 2. „Konungshúsið“, nú bústaður forsætisráðherra 3. Lárus Fjeldsted hæstaréttarlögmaður 4. Jón Arason yfirþjónn (áður Jón Hermannsson tollstjóri og hans fólk) 5. Fjölskylda Steindórs Finarssonar leigubílaeiganda 6. Friðrik Björnsson læknir og Guðm. Björnsson verzl.m (,,i\Iunkasteinn“) 7. Jónas Guðmundsson (frá Rafnkelsstöðum) skrifst.stj. (áður Bjarni Jónsson frá Galtafelli) 8. Guðjón Guðjónsson verzlunarstjóri lijá Sláturfélagi Suðurlands 9. Aslaug Sívertsen (ekkja Helga Sívertsens) 10. Ragnhiidur Pála Ófeigsdóttir (áður Ófeigur Ófeigsson læknir) 11. Þorsteinn Scheving-Thorsteinsson f. lyfsali (áður dr. Alexander Jóhannesson) 12. Vilhjálmur Þór bankastjóri 13. Agnar Biering lögfræðingur (áður Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjar- stjórnar Reykjavíkur. 14. Árni G. Eylands fyrrv. ráðunautur (,,Brattahlíð“) 15. Jón Sigurðsson formaður Sjómannasambands Islands 16. Fjölskylda Jóhanns Þ. Jósefssonar fyrrv. ráðherra 17. Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri 18. Jón S. Ólafsson fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu 19. Fjölskylda Jóns Loftssonar forstjóra 20. Fjölskylda Ólafs Thors ráðherra 21. Kristján G. Gíslason heildsali (áður Garðar Gíslason) Vafi mun leika á hvort óbyggð lóð Haraldar Guðmundssonar fyrrum sendiherra og sumarbústaður Halls Ilallssonar tannlæknis norðanvert í Rauðukusunesi liggi innan þjóðgarðsins. Bústaðir Hjálmars Vilhjálmssonar og Jóns S. Ólafssonar (nr. 17 og 18) eru nú í byggingu, en þeir fengu báðir bréf frá Þingvallanefnd á liðnu ári, þar sem þeim var gert að reisa bústaði á lóð, sem þeir höfðu fengið eftir Ólaf Lárusson prófessor, innan árs — eða missa hana að öðrurn kosti. 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.