Samvinnan - 01.10.1967, Side 27
gæta á Þingvöllum, svo þeir
legSust á eitt um að verja stað-
inn skakkaföllum ef þurfa
þætti, t. d. í sambandi við
hugsanlega hækkun Þingvalla-
vatns af völdum Sogsvirkjun-
ar.
Hér virðist Jónas Jónsson
hafa skipt allrækilega um
skoðun eftir að hann fór að
starfa í Þingvallanefnd, því í
umræðunum um friðunarlög-
in minntist hann á eina bú-
staðinn, sem þá virðist hafa
verið kominn á Þingvelli, bú-
stað Jóns Hermannssonar toll-
stjóra, og sagði:
„Og þó að margt megi segja
um einstakra manna húsið í
Fögrubrekku, þá hefur það þó
unnið það gagn að opna augu
almennings fyrir því hvernig
ekki eigi að byggja í umhverfi
Þingvalla."
Nú standa um 20 ámóta hús
innan þjóðgarðsins, og von er
25 nýrra í friðlýstu nágrenni
hans.
Jónas sagði enn í umræðun-
um 1928: „Það, sem vakir fyr-
ir þeim mönnum, sem ekki vilja
spilla útliti Þingvalla, er það,
að náttúran og hennar lista-
smíði frá örófi alda fái að njóta
sín sem bezt.“
Eigi að síður hefur gæðing-
um Þingvallanefndar verið
heimilað að girða af stór svæði
þjóðgarðsins og stunda þar
allskonar gróðurrækt að eigin
geðþótta, aukþess sem gerð-
ar hafa verið „opinberar" til-
raunir með trjárækt í þjóð-
garðinum.
Annar helzti frummælandi
friðunarlaganna 1928, Bern-
harð Stefánsson, komst svo að
orði í umræðunum: „Annað er
það líka, að hugsa mætti sér
þau mannvirki gerð í nágrenni
Þingvalla, sem ekki ættu
heima á þeim stað. . . . Þess
konar mannvirki, þó góð kunni
að vera í sjálfu sér, eiga ekki
við á þessum fornhelga stað.
Sama er, þó að þau séu ekki
í sjálfri þinghelginni, ef þau
eru í þeirri nálægð, að þau
blasa við frá Þingvöllum, því
að þá eru þau til helgispjalla.
Ef nokkur staður er hér á
landi, þar sem náttúran á að
vera í fullum friði, og án þess
að henni sé raskað af mönnum,
þá eru það Þingvellir."
Hér hygg ég sé kjarninn í
sjónarmiðum þeirra manna
sem af djörfung og framsýni
fengu því til leiðar komið, að
friðunarlögin voru sett og sam-
þykkt, og er hörmulegt til þess
að vita hver verið hefur ferill
þeirrar þingkjörnu nefndar
sem var sérstaklega sett til að
standa vörð um þessar hug-
sj ónir.
í Reykjavíkurbréfi Morgun-
biaðsins 27. ágúst 1967 minnist
forsætisráðherra á Þingvalla-
hneykslið og segir m. a.: „Um
sumarbústaðabyggingar í Gjá-
bakkalandi skilst manni, að
tvennt sé til um, hvort Nátt-
úruverndarráð eða Þingvalla-
nefnd hafi úrslitaráðin, þó að
niðurstaðan hafi orðið sú, að
valdið væri í höndum Þing-
vallanefndar. Eigi að síður hafa
fleiri en einn náttúruvernd-
arráðsmaður lýst megnri
óánægju yfir þessari ráðstöf-
un Þingvallanefndar og talað
um hana sem auðsætt hneyksli.
Hér skal engin afstaða tekin
til þess, hvort þarna hefði átt
að byggja. E. t. v. er það hæpn-
ast að Þingvallanefnd skuli
hafa úrskurðarvaldið."
Það er hárrétt athugað hjá
forsætisráðherra, að úrskurð-
arvald Þingvallanefndar er
„hæpnast" — það er í sann-
leika sagt hneyksli. Hitt láist
hæstvirtum ráðherra að koma
á framfæri við lesendur sína,
að úrslitavaldið er ekki hjá
Þingvallanefnd, heldur hjá
forsætisráðherra íslands —
hann getur stöðvað óráðsíu
Þingvallanefndar hvenær sem
honum þóknast og ber raunar
augljós skylda til þess einsog
nú er komið. Fyrir slíkt fram-
tak mundi hann ávinna sér
þökk yfirgnæfandi meirihluta
íslenzku þjóðarinnar, ef ég er
ekki því glámskyggnari.
Skorist Alþingi og forsætis-
ráðherra undan þeirri skyldu
að taka fram fyrir hendur
Þingvallanefndar, eiga lands-
menn þann kost síðastan að
hefja almenna fjársöfnun og
kaupa tæplega 50 gæðinga
nefndarinnar burt úr helgi-
dómi þjóðarinnar, og er þó
enganveginn víst að sú Þing-
vallanefnd sem nú situr heim-
ili slík kaup. Og hvað er þá
til ráða? s-a-m