Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 35
Á Finnlandsstöðinni í Petrógrad 16. april 1917. Lenín stígur út úr lestinni, meðan sjóliðalúðrasveit leikur franska þjóðsönginn. Þetta málverk eftir M. Sókólov er frá Stalíns-skeiðinu, enda stendur Stalín að baki Leníns, þó engar heimildir séu fyrir návist hans þar. rússnesku verkamennirnir, hermennirnir og bændurnir, sem trúðu á loforð Leníns um „frið, brauð og land“, þóttust þess fullvissir, að endurkomu hans myndi fylgja nýtt og betra líf fyrir þá. * * * * Samningarnir, sem að lokum leiddu til heimferðar Leníns, kröfðust tímabund- innar og leyndrar samvinnu hins hlut- lausa Svisslands, Þýzkalands, hinnar hlutlausu Svíþjóðar og Rússlands, sem enn átti í styrjöld við Þýzkaland. En hvað réð þeirri sérkennilegu þróun mála á al- þjóðavettvangi, sem gerði Lenín kleift að hverfa aftur og síðan að leiða bolsé- víka til sigurs í nóvember? Svissland og Svíþjóð höfðu komizt hjá beinum áföllum af völdum styrjaldarinn- ar, en bæði þessi lönd óskuðu þó eftir friði. Borgurum þeirra þótti orðið meira en nóg um þær hörmungar, sem styrjöld- in leiddi yfir óbreytta borgara styrjald- arlandanna. Svisslendingum og Svíum þótti báðum sem sjálfstæði sínu og efna- hagslegu öryggi væri ógnað af styrjöld- inni, og sumir Svisslendingar, eins og t. d. utanríkisráðherrann A. Hoffmann, vonuðu að byltingin í Rússlandi myndi geta bundið enda á átökin. í báðum lönd- unum fyrirfundust menn, sem ekki að- eins fögnuðu falli keisarans, heldur höfðu einnig samúð með Lenín, þó að fáir þeirra áttuðu sig til fulls á því, hversu víðtækar og ótilhliðrunarsamar bylting- artilraunir hans voru í raun og veru. Svissneskir og sænskir velunnarar Len- íns komu þó ekki á neinn hátt fram sem fulltrúar ríkisstj órnanna í þessum löndum, og héldu þær áfram að gæta hins strangasta hlutleysis. Þýzkaland óskaði einnig friðar, og sér- staklega á Rússlandsvígstöðvunum. Hin vel skipulagða hernaðarvél Þjóðverja, sem á stundum mætti Rússum með yfir- burðum í hlutfallinu 50 á móti 1, hafði að vísu valdið miklu afhroði í liðsveitum keisarans, en eigi að síður höfðu oft ver- ið fleiri þýzkir hermenn bundnir á Rúss- landsvígstöðvunum en á vesturvígstöðv- unum. Frá stríðsbyrjun höfðu Þjóðverj- ar gert út menn til Rússlands, sem leitað höfðu hófanna um sérstaka friðarsamn- inga, en til þessa án árangurs. Fali rússnesku keisarastjórnarinnar gaf þýzk- um leiðtogum nýjar vonir um sérstaka friðarsamninga við Rússland, en sú von dofnaði þegar leiðtogar rússnesku bráða- birgðastj órnarinnar lýstu yfir ákvörðun sinni um að halda styrjöldinni áfram, þar til endanlegur sigur ynnist. Núna, vorið 1917, þegar bandarísk stríðsyfirlýs- ing gegn Þýzkalandi virtist vera skammt undan, hvatti þýzki sendiherrann í Kaup- mannahöfn, Ulrich greifi von und zu Brockdorff-Rantzau, ríkisstjórn sína til þess að flýta ákvörðun um að leyfa Lenín að hverfa aftur heim til Rússlands um Þýzkaland. Hann segir í bréfi, að Þýzka- land ætti að reyna að „stuðla að sem allra mestri ringulreið í Rússlandi", svo að „innri veikleiki myndi neyða Rúss- land til þess að hætta þátttöku í styrj- öldinni." Það virtist sem Lenín væri flestum öðrum líklegri til að ná þessu marki. Áætlanir hans um að „breyta heims- veldastríðinu í borgarastríð", eins og hann nefndi það, höfðu verið kunnar stjórn Þýzkalandskeisara frá því í september árið 1914. Um mitt árið 1915 höfðu þýzkir stjórnarráðsstarfsmenn gert bráðabirgðaáætlanir um að flytja Lenín aftur heim til Rússlands, í þeim tilgangi að ýta undir hin byltingarsinn- uðu öfl þar í landi, og Þjóðverjar höfðu einnig varið talsverðu fé til þess að kosta áróðursstarfsemi bolsévíka í Rússlandi. Einn af hershöfðingjum Þjóðverja, Max Hoffmann, sem af sumum sagnfræðing- um er talinn hafa verið enn færari her- stjórnandi en sjálfur Ludendorff, lýsti því yfir, að „á sama hátt og ég sendi sprengjur inn yfir skotgrafir óvinarins og nota eiturgas í baráttunni gegn honum, þá hef ég rétt til þess sem andstæðingur hans á vígvellinum að nota vopn áróð- ursins gegn honum á yfirráðasvæðum hans.“ Ludendorff og Vilhjálmur II samþykktu báðir að leyfa Lenín að halda áleiðis til Rússlands um Þýzkaland. Tuttugu árum síðar varð Ludendorff að kannast við það, að hann hefði ekki haft minnstu hugmynd um, hvað Lenín hefði ætlazt fyrir árið 1917. Sama máli gegndi um keisarann, en hann lét sér jafnvel detta í hug að afhenda Lenín og ferða- félögum hans eintak af páskaboðskap sínum til þýzku þjóðarinnar, „sem gæti gert þeim kleift að upplýsa aðra í heima- landi þeirra.“ Einungis örlítill hluti Þjóð- verja hafði áhyggjur af þeim hættum, sem þjóð þeirra kynni fyrr eða síðar að stafa af áætlunum Leníns. Hin „opinberu" viðbrögð af rússneskri hálfu við hinni áætluðu heimkomu Len- íns úr útlegðinni voru enn ekki kunn, þegar hann og ferðafélagar hans hófu ferð sína heim á leið — en það var atriði, sem olli honum nokkrum áhyggjum. Það vakti blandaðar tilfinningar í brjósti bolsévíkaleiðtogans, þegar hann frétti að Þjóðverjar væru fúsir til að leyfa honum að hverfa heim að nýju. Hin væntanlega ferð vakti að vísu til- hlökkun hans, en jafnframt vissi hann, að óvinir hans myndu nota hana gegn honum og telja hana vitnisburð þess, að hann væri einungis útsendari keisar- ans, og að minnsta kosti gætu þeir auð- veldlega borið honum á brýn að hafa átt samstarf við Þjóðverja. Til þess að draga úr þessari hættu forðaðist hann sjálfur 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.