Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 44

Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 44
varð ég að fara fótgangandi á staðinn: bílstjórinn minn nam staðar tveim húsasamstæðum þaðan og neitaði að aka nær.) Þjóðkjörnu þingmennirnir valda engum örðugleikum. Tveir þeirra bjuggu á sama hóteli og ég. Kvöld nokkurt sátum við og spjölluðum um daginn og veginn. Ég spurði, hvað þingfulltrúar væru eiginlega margir. Þeir horfðu báðir fast á mig, sviplausir. Ég endurtók spurninguna. Hinn eldri hallaði sér alvarlegur að mér: „Sannast að segja hef ég engan áhuga á stjórnmálum!" Mér reyndist ógerningur að fá bílstjóra til að aka mér til þess bæjarhverfis, þar sem hið alræmda pólitíska fangelsi Fort Dimanche er. Ógnarstjórnin hefur gegnsýrt allt þjóðfélagið, ekki aðeins í höfuðborginni, heldur líka virtist mér úti á landi. Með tilstyrk herliðsins og ekki sízt með hinum ógnvekjandi og ætíð nálægu Tontons Macoutes hefur „Friðflytjandinn Francois Duva- lier“ fest sig svo í sessi, að ekkert virðist geta ógnað völdum hans nema þá hreinlega yfirstéttarbylting. Tontons Macoutes er kreólska, sem er blanda af frönsku og afrísku, og þýðir „leppa- lúðar.“ Haítí er þéttbýlasta land á vesturhveli jarðar — þéttbýlli en Danmörk. Undir stjórn Duvaliers hefur hagþróunin ekki aðeins stöðvazt; framleiðnin hefur raunverulega minnkað verulega. Útflutningságóði er aðeins fjórðungur þess sem hann var á 18. öld. Það er langfátækasta land í öllum hinum vestræna heimi, og iðnvæðing er þar minnst (iðnverkamenn eru um 11.000). Sjúkdómsskýrslurnar, meðalaldurinn (32 ár) og ólæsið (um 90%) eru algjört einsdæmi í rómönsku Ameríku. Hungursneyð er landlæg og spilling gífurleg, jafnt meðal lágra sem hárra. En Duvalier hefur gert sína svörtu byltingu. Blökkumaður sit- ur á ný á valdastóli. Hin sex „dagblöð" höfuðborgarinnar skrifa öll nákvæmlega það sama: smeðjulegar fregnir um „Elskaðan leiðtoga þjóðarinnar, Hans Hágöfgi, æruverðugan dr. Francois Duvalier, Président á Vie de la République" og um l’Homme Noir, blökkumanninn. „Kákasíski maðurinn hefur ríkt nógu lengi,“ er sagt, „nú er komið að blökkumanninum að taka sér sæti við hlið hans!“ Þegar talað er um „kraftaverk blökkumannsins," verkar það gjarna sem grátt gaman, en verður ekki misskilið. Undir stjörn Duvaliers hefur Haítí tengzt Afríku sterkari böndum en rómönsku Ameríku. Hann sendir fulltrúa þjóðar- innar á hátíðir í Afríku, einkum í lýðveldinu Senegal, þar sem forsetinn, Léopold Sédar Senghor hefur gerzt talsmaður négritude (hugmyndafræði sem leggur megináherzlu á andleg verðmæti og samfélag svörtu Afríku). Á síðasta ári var tekið á móti Haile Selassie keisara með mikilli viðhöfn í Port-au-Prince. Kaþólska kirkjan er undirokuð á Haítí, og fyrir fáum árum var biskupum hennar vísað úr landi. Prestastéttina skipuðu einvörðungu hvítir útlendingar. Afturámóti hefur Duvalier hneigzt að vodou, afrískri guðadýrkun, sem kirkjunni tókst aldrei að uppræta. Papa Doc lítur á sig sem æðstaprest vodous- ins. Margir almúgamenn á Haítí eru sannfærðir um, að forset- inn sé svo heppinn að eiga maldioque, hið illa auga sem getur grandað fjandmanni, sé því aðeins beint að honum. Maldioque hefur jafnvel hæft sjálf Bandaríkin. Þvert ofaní það sem Graham Greene og fleiri, sem heimsótt hafa Haítí, telja sig geta ályktað af kynlegri stjórn Duvaliers, er stjórnin í Washington sannarlega ekki ánægð með Haítí. Bandaríkja- menn hafa raunverulega aldrei getað sætt sig við negralýð- veldið Haítí, og þetta vantraust — eða réttara sagt fyrirlitn- ing — hefur fengið stuðning spænsku- og portúgölskumælandi manna í Vesturálfu, enda eru negrarnir taldir til lægstu stéttar manna í þeim ríkjum. Negrauppreisnin á Haítí mætti því helzt ekki verða fordæmi . . . Haítí hafði verið sjálfstætt ríki í 60 ár, áður en stjórnin í Washington viðurkenndi það árið 1864. Árið 1963 reyndi John F.. Kennedy forseti að steypa stjórn Duvaliers með því að senda flotadeild inná höfnina í Port-au-Prince til að hræða Papa Doc á flótta. Þetta mistókst. Síðan hafa Haítíbúar verið sannfærðir um, að það hafi verið maldioque Papa Docs, sem drap Kennedy 22. nóvember. Talan 22 er máttugasta tala vodou-trúarinnar. Duvalier hefur hefnt sín á Bandaríkjamönnum. Aðalgatan í höfuðborginni heitir nú Avenue John Brown. John Brown var ofstækisfulli Norðurríkjamaðurinn, sem reyndi að æsa þrælana í Norður-Ameríku til uppreisnar við Harpers Ferry 1859. Hann var borinn ofurliði og strax tekinn af lífi fyrir „landráð." * * * Stjórn Papa Docs er byggð á kynþáttastefnu — sögulega grund- völluðu hatri á hvíta kynstofninum og öllum verkum hans. Duvalier er Malcolm X Karíbahafs, en hann verður tæpast nokkurn tíma John Brown negranna í rómönsku Ameríku — jafnvel þó örlög hans gætu orðið jafngrimmileg. Því að hin svarta bylting Papa Docs hefur snúizt uppí tilgangslausa einræðisstjórn. Dr. Francois Duvalier hefur aðeins tekizt að sýna það sem saga Haítí undangengna hálfa aðra öld hafði áður gefið vísbend- ingu um: að hvíti maðurinn var skúrkur, en að lífskjör í þeim löndum, sem áfram voru undir evrópskri stjórn þar til fyrir fá- um árum, voru betri — og skilyrði til þjóðlegs sjálfstæðis betri — en á þeirri Haítí, sem hélt hinn 14. apríl 1967 uppá sextugs- afmæli Duvaliers undir yfirumsjá maldioques og Tontons Macoutes. Þýð. HP. Forsetahöllin i Port-au-Prince. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.