Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 50

Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 50
Thomas Carlyle Lou von Salomé ari að sjá um verk sín, og auk þess er reynt með þeim að sýna samband bróður og syst- ur eins og hún vildi að það væri. Rudolf Steiner sagði henni til í heimspeki skömmu fyrir aldamótin, og hann læt- ur þess getið að hún hafi ver- ið algjörlega ófær um að dæma um og skilja einföldustu hug- myndir bróður síns. í þessum falsbréfum lætur þessi kven- snift bróður sinn segja: „Þú skilur mig betur en aðrir“. Palsbréf frá maí 1888 er gert til þess að sýna afstöðu hans til Gyðinga, og í öðru bréfi sama ár er honum gerð upp mikil aðdáun á Vilhjálmi keisara II, en það var mjög fjarri honum að dá þann mann. í riti hans „Der Antichrist" er sleppt úr einu orði til þess að deyfa ár- ás Nietzsches á keisarann fyr- ir að spyrða saman kristni og hernaðarstefnu. Hið raunrétta samband þeirra systkina sést bezt í bréfi, sem systirin skrif- ar honum um það leyti, þegar margt benti til að frægðar- stjarna hans væri að rísa, en þar eru þessi orð: „Það verð- ur þokkalegur lýður sem trúir á þig“. Annar maður, dr. Erich F. Podach, hefur gefið út síðari verk Nietzsches 1961. Hann álítur að systirin eigi ekki alla sök á fölsununum, og ástæðan sé meðal annars greindarskort- ur; henni hafi að minnsta kosti verið veitt mikil aðstoð af útgefendum Nietzsches og þeim mönnum, sem veittu Nietzsche- safninu forstöðu ásamt henni og eftir hennar dag. Safn þetta var lagt niður sem stofn- un eftir stríðið af austurþýzku stjórninni, en það er þó enn við lýði í Goethe-Schiller safninu í Weimar. Falsanirnar og misskilning- urinn á Nietzsche er löng saga, sem líklega verður aldrei sögð til neinnar hlítar. Nietzsche hafði gert drög að verki, sem nefnt er Viljinn til valda, og í því ætlaði hann „að endur- meta gildi alls.“ Þetta verk í sinni núverandi mynd hefur löngum, fremur öðrum verk- um hans, verið notað af Nietzsche-unnendum og föls- urum til framdráttar sérstæð- um útleggingum þeirra á Nietzsche. Nietzsche sá þessa hættu sjálfur og reyndi að koma í veg fyrir notkun verks- ins í pólitískum tilgangi með athugasemd, sem var hluti af drögum til þess: „Viljinn til valda. Bók sem á að hvetja menn til að hugsa, þá sem njóta slíks . . . Það er auðvitað fráleitara öllu fráleitu, að þessi bók skuli vera rituð á þýzku, svo ekki sé meira sagt. Ég vildi að ég hefði ritað bók- ina á frönsku, svo að hún yrði ekki notuð þýzkri þjóðernis- kennd til framdráttar á neinn hátt. Þjóðverjar okkar tíma eru ekki lengur hugsuðir: áhugi þeirra beinist að öðru, og það sem hefur áhrif á þá er annars eðlis. Þeir myndu auð- veldlega skilja viljann til valda sem einhverskonar meg- in- eða grundvallarreglu . . .“ Og það var þetta sem pólitík- usarnir gerðu úr verkum Nietzsches; þeir misskildu það sem þeir vildu misskilja, og systur hans verður ekki ein- göngu kennt um falsanirnar né heldur um það, að hægt var að misnota Nietzsche í pólitískum tilgangi. Eins og áður segir, verður sú saga lík- lega aldrei sögð til neinnar hlítar, en þó má skilja betur margt í þýzkum bókmennta- stefnum og sögu og tildrögin til þess að verk hans voru fölsuð, ef menn gera sér grein fyrir, hve verk hans eru persónubundin, spretta beinlín- is út af honum sjálfum. Nietzsche hélt því fram, að að- eins hið persónulega, persón- an, væri eilíflega óumbreytan- leg, og hann sá einnig fyrir hvað myndi gerast, ef verk hans yrðu tekin sem kennisetn- ingar, óbundnar af kveikju þeirra, eigin persónuleika, og án skilnings á tilorðningu þeirra og persónulegri þörf. Hann verður aðeins skilinn á sama hátt og hann skildi og gagnrýndi sjálfskipaða leið- toga mannanna. Gott dæmi um þessa hlið Nietzsches sem gagn- rýnanda er eftirfarandi útlist- un á Carlyle. Hann rekur hug- myndir hans til persónunnar, eins og hann segir, „verkin til þess sem framkvæmir þau, hugmyndirnar til þess sem þarfnast þeirra, og hugsunar- mátann til þeirrar kveikju sem krefst hans.“ Nauðsynin, þörf- in, skapið er kveikja allra góðra verka: „Ég hef verið að lesa ævisögu Thomasar Carlyles, sem hann skrifar ómeðvitað — Carlyle, maður voldugra orða og ákveðinna skoðana, ræðusnill- ingur af nauðsyn, uppæstur af trúarþörf og vissunni um að geta ekki trúað (hann er ágætt dæmi um rómantíkerann í því efni). Trúarþrá er ekki sönn- un trúar, fremur hið gagn- stæða. Ef maður er trúaður, getur maður leyft sér efagirni: öryggi manns er slíkt, vissan slík og stefnufestan það sterk, aö maður hefur ráð á því að efast. Carlyle yfirgnæfir eitt- hvað í sjálfum sér með ofsa- legri trú sinni á trúarhetjur og andúðinni á þeim, sem eru ekki eins einfaldir í sinni trú: hann þarfnast hávaða. Hann hrærist í stöðugum og áköfum óheiðarleika gagnvart sjálfum sér, það er einkenni hans og það er þetta sem gerir hann athyglisverðan. Hann er álit- inn heiðarleikinn sjálfur á Eng- landi . . . Það er mjög enskt og mjög skiljanlegt, þegar þess er minnzt að Englendingar hafa fullkomnað hræsnina. Þegar allt kemur heim, þá er Carlyle afneitari sem setur allt sitt í að vera það ekki“. Þessi athugun á Carlyle er jafnframt athugun á Nietzsche sjálfum; hver hefur lofsungið hetjuna meir en hann sjálfur? Nietzsche var meira skáld en heimspekingur að því leyti að hann varaði menn við að trúa kenningum sínum og athugun- um. Reynsla hans og kenning- ar voru honum bundnar, menn gátu notið þeirra og skilið þær, en reynsla hvers manns er ein- stök og getur ekki orðið öðr- um tilefni til trúar á þær kenn- ingar, sem leiddar eru af reynslunni. Nietzsche aðvar- ar lesendur sína hvað eftir annað. Hann segir í Zara- thustra: „Þér höfðuð ekki leit- að, þá funduð þér mig; það er leið hinna trúuðu. Því er trú lítils verð. Týnið mér og finn- ið sjálfa yður. Þegar þér haf- ið allir afneitað mér, þá mun ég koma til yðar.“ Skömmu áður en Nietzsche veiklaðist skrifar hann í bréfi: „Ég æski þess ekki að verða mönnum spámaður, né verða í augum manna villidýr eða sið- ferðilegur óskapnaður. Bókin (Ecce Homo) gæti áorkað því, að mér sjálfum yrði ekki rugl- að saman við skugga rninn." En eins og svo margt annað sem Nietzsche óskaði, náði þetta ekki fram að ganga. Bar- átta Nietzsches við skuggann sinn varð slík, að hann gleymdi eigin aðvörunum. Nietzsche nefnir heiðarleikann gagnvart sjálfum sér æðstu dyggð, „en hve sáran sannleika eru menn færir að bera, hve mikinn sannleika þola menn að horf- ast í augu við?“ spyr hann í Ecce Homo. Lærisveinar hans þoldu að minnsta kosti mjög takmarkaða byrði. 1882 var örlagaár í lífi Nietzsches; það ár kynntist hann konu, sem olli því, að hann gat hugsað sér að hverfa úr einveru sinni til þess að bindast henni. Þessi kona hét Lou Salomé. Rógur og baknag 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.