Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 56

Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 56
umgjörð um leikinn, aS nú er leikmyndin orðin hluti af leiknum. Flekar og baktjöld, þessar gömlu aðferðir, hafa á sinni löngu leið til nútímaleik- hússins tekið miklum breyting- um. Hörmuleg endalok biðu Teatro Farnese. Þann 13. maí 1944 hitti sprengja bygginguna og breytti hinu fagra og merki- lega leikhúsi í rúst, en sem betur fer voru til teikningar og myndir af leikhúsinu, og hefur það nú verið endurbyggt í sinni upprunalegu mynd. í Englandi átti sér stað ein- stæð þróun í sögu leiklistarinn- ar á árunum 1570—1620. Á þeim árum voru fjöldamörg leikhús reist, og fram á sjónar- sviðið komu mörg leikskáld, og var William Shakespeare þeirra fremstur. í fyrstu voru krárplássin not- uð sem einskonar leikhús, en árið 1574 reisir James Burbages, frægur leikari og leikhúsmað- ur, fyrsta leikhúsið í London og var það jafnframt fyrsta leikhúsið í Englandi. Þetta leikhús, er hann nefndi The Theatre, og þau sem á eftir komu voru byggð í stíl við krárplássið. TJm leiktjöld var ekki að ræða í þessum lelkhúsum Shakesueare-tímans, i mesta lagi hefur baksviðstjaldið verið notað til þeirra hluta; á það hafa verið málaðar fábreyti- legar myndir, sem fylgdu atrið- um leiksins. Þó leiktjöld og annar útbún- aður við leiksýningar þessar hafi verið frumstæður, gegndi öðru máli um búninga leikar- anna. Þeir voru íburðarmiklir, en voru þó ekki tákn stíls ákveðins tímabils eins og nú tíðkast, heldur voru leikaramlr allir klæddir að tízku þeirra tíma Englendinga, hvar í heiminum sem leikrltlð áttl að gerast og hvenær. Leikhús hinnar frönsku klassíkur voru fyrst og fremst leikhús orðsins, hinnar mótuðu lióðlínu, hins fagra unplesturs. Leikendurnir líktust elnna helzt styttum. sem túlkuðu eða Jéku fyrst og fremst með rödd- inni, menn sóttu leikhús til að heyra. Þetta hefur breytzt. samtíðin lifjr fyrst og fremst í gegnum a.ugað eða með öðrum orðum hið séða skiptir mestu máli, evrað er líka takmarkaðra. Til að njóta hins t.a.laða orðs verður tungumálið að skillast: a.ftnr á mót.i er augað engu tungumáli háð. látbragðsleikur eða svipbrigði skillast alstaðar. Sá sem átti hvað mestan þátt í því að breyta leikhúsinu úr því að vera nær eingöngu leik- hús orðsins í það að vera engu minna leikhús augans var hinn frægi austurríski leikhúsmaður Max Reinhardt (1873—1943). Reinhardt lagði ríka áherzlu á leikmyndina og alla sam- vinnu leikstjórans og leik- myndateiknarans, en þá kallaði hann höfunda verksins næst á eftir leikritaskáldinu. í dag gegnir leikmyndin veigamiklu hlutverki í leiksýn- ingunni; hún gegnir ekki leng- ur aðeins því hlutverki að vera skrautleg umgjörð; hún þjónar ekki heldur einvörðungu því hlutverki að falla á hentugan hátt að verkinu. Nú er leikmyndin eitt af hin- um skapandi öflum í leiknum, og leikmyndlistin gengur í gegnum stöðug skipti milli hins ritaða orðs og þeirrar mikil- vægu þýðingar, er sviðið hefur. Nútímaleiksvið krefst nýj- ustu tækni og á rétt á henni; því er hverjum leikmynda- teiknara nauðsynlegt að læra að hagnýta sér hana. Það er nauðsynlegt að þessi nýja tækni komi að góðum not- um, en ávallt verður að hafa í huga, að það er t. d. bæði hægt að deyða og lækna með raf- magni, eða með öðrum orðum, það er nauðsynlegt að hafa vald yfir tækninni. Við sköpun leikmyndar ber að taka tillit til margra hluta. Að sjálfsögðu skal leikritið lesið vandlega, hlustað á tón- list og horft á dans ef slíku er fyrir að fara í verkinu; öll atriði skulu könnuð, stór og smá, þannig að leikmyndin skapi rétt andrúmsloft í formi, litum og allri tilhögun og falli að þörfum leiksins, magni áhrif hans og undirstriki innihald hans. Gæta skal þess að öll leik- myndin sjáist og njóti sín úr áhorfendasalnum, og það er þýðingarmikið atriði að öllu sé komið þannig fyrir að skipting- ar taki sem skemmstan tíma. Þegar smíði og málun leik- tjalda er lokið og þeim hefur verið komið fyrir á sviðinu, er þýðingarmikill þáttur eftir til að skapa leikmyndinni sitt rétta útlit, en það er lýsingin. Lýsing er afar persónulegt atriði, jafnpersónulegt og litir varðandi leikmyndina, og þar af leiðandi er ekki hægt að gefa neinar ákveðnar formúlur fyrir slíku, heldur verður hver leikmyndateiknari að ákveða lýsinguna í samráði við leik- stjórann. Aö lokum skal hér minnzt á einn fremsta leikmyndateikn- Leikmynd Svoboda fyrir „Eigendur lyklanna" eftir Milan Kundera. ■ v jf •) mKmSf ,.rSr. - ' Leikmyndir eftir Svoboda fyrir „Ævintýri Hoffmanns“ eftir Offeribach. Leikmynd Svoboda fyrir óperuna „II Trovadore" eftir Verdi. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.