Samvinnan - 01.10.1967, Side 59

Samvinnan - 01.10.1967, Side 59
skyldur á herðar, því þessi góða og þjálfaða rödd er ennþá aðeins efni. En það er eins með þetta efni og önnur — það má einnig misnota það. Og hversu oft greina áheyrendur, og jafnvel flytj- endur, ekki sundur tóngæði og listsköpun. Það gerðist á Ítalíu og víðar og gerist enn í dag. Við greinum milli hagyrðings og skálds. Við greinum áhugamennsku frá atvinnumennsku. Áhuga- maðurinn þarf ekki að hafa siðri hæfileika en atvinnumaðurinn, en hann vantar þekkinguna til þess að skapa uppistöður og form. Ég veit vel að þessa upptalningu mína má hártoga, en ég á vitan- lega við „quaUfication" en ekki laun. Form minntist ég á. Ekki ætla ég mér að fara út í skilgrein- ingar á formi, atriði sem margir ekki vilja heyra minnzt á og sem endalaust mætti ræða og rekja án þess nokkurn tíma að komast fyrir endann á öllum hugsanlegum formtilbrigðum. Fjar- stætt væri að halda því fram, að form væri (tón)list. En jafn fráleitt væri að halda fram, að list gæti verið án forms. E. t. v. er ekki veigamikið atriði að áheyrandinn skilji form þess lista- verks sem hann heyrir. En nauðsynlegt er að listamaðurinn geri sér grein fyrir því formi, sem hann er að fylla út, ef áheyrandinn á að hafa möguleika til þess að skynja, án þess að þurfa að skilja. En skilningur er alls ekki nauðsynlegur til þess að njóta. Og þar sem ég var beðinn að skrifa um óperu vil ég í framhaldi af þessu leyfa mér að ræða aðeins um eina tegund forms, það er — jafnvaegi í hlutverkaskipan. Það er stundum talað um, að sin- foníuhljómsveitin okkar sé of fátæk af strengjahljóðfærum. Það er alveg rétt, strengirnir eru of fáir, þegar vega þarf upp á móti blásaradeildinni allri. tJtkoman verður óhjákvæmilega jafnvægisleysi í samhljómi. Þetta veit hver meðlimur hljóm- sveitarinnar, en ekki er víst að allir áheyrendur átti sig á, hvað er að, og kenna e. t. v. einfaldlega blásurunum um, þeir hafi spilað of sterkt. Hlutverkaskipan í óperunni þarf að hafa nákvæmlega sama jafnvægi. Tveir tenórar hafa lítið sameiginlegt annað en nafnið. Léttur Ijóðrænn tenór ætti t. d. auðveldara með að syngja hlut- verk hertogans í „Trubadornum" heldur en sú tenór-týpa, sem ætlazt er til að syngi þetta hlutverk. En aðalatriðið er, að þessum ljóðræna tenór er ómögulegt að skila hlutverkinu með þeim ein- kennum, sem hlutverkið á að sýna. Við gætum einnig fundið tenór, sem ekki þyrfti að eiga í erfiðleikum (raddl.) með Flórest- an. Við getum þá haldið áfram með „Fidelio", og skipað lýrískan (ekki buffo) tenór í Jaquino, gert einnig örlítið meir úr hlut Marzeline og sett þar lýrískan dramatískan sópran. Bass-buffo gætum við þá skipað í Rocco og náð í sópran, sem engar áhyggj- ur þyrfti að hafa af aríu Leonoru. Með þessa skipan mála gætum við áhyggjulaus farið upp með óperuna, enginn mundi springa en — fáir mundu hrífast. Við gætum einnig ætlað okkur að gera vel við ýmsar óperur, sem kenndar eru við „buffa“ eða „comique", og skipað „stór“-söngvurum í hlutverkin og furðað okkur síðan á því, hvers vegna aðsóknin fellur niður. Þessi atriði, sem ég hef talið hér upp, eru ef til vill af grófara taginu, en þó ekki grófari en svo, að þau eiga sér stað. Við erum að reyna að byggja upp tón- listarlíf og tónlistarsmekk í landi „sem kallast má vanþróað í tónlistarlegu tilliti" (Jón Leifs). Enginn efast um hversu nauð- synlegt er að skipa rétt í hlutverk þessa verks og allir vita hve auðvelt er að nota slíka vanþróaða aðstöðu til þess að skipa í hlut- verkin eftir blóðböndum, persónulegri vináttu, stjórnmála-sam- rekkjan og öðrum elskulegheitum. Slík hlutverkaskipan heppnast í fáum tilfellum og sýningin á á hættu að verða meiri sýndar- mennska en innri „harmoni". Beztu sýningarnar eru ekki endi- lega þær sem skipaðar eru „topp-söngvurum“, að viðbættum heimsfrægum söngvara í aðal-hlutverkinu, síður en svo. Eftir- minnilegustu sýningarnar sem við sjáum eru með e. t. v. „meðal“- söngvurum, þar sem engin sýndarmennska er höfð í frammi og undirbúningur allur var gerður af sannri þekkingu. Því verður mér á að hafa svo mörg orð um þetta, að okkur íslendingum hættir til að vilja reyna að byggja upp íslenzkt tónlistarlíf á þess- ari sýndarmennsku og vafasamri hlutverkaskipan. Við erum að öllum líkindum að verða heimsfrægir fyrir okkar óviðjafnanlega uppruna og efnilega og hæfileikaríka unga fólk, á flestum sviðum lista og annarrar menntunar. En hvers vegna i ósköpunum töpum við þó alltaf í leikjum við útlendinga? Svarið er raunar ofur ein- falt. Við höfum átt, t. d. efnilega hljóðfæraleikara, sem sómt hefðu sér í hvaða hljómleikahúsi sem er, ef við hefðum kunnað að raða rétt í hlutverkin. Þessir efnilegu hljóðfæraleikarar þurftu nefnilega meira en glæsileg prófskírteini, þeir þurftu tækifæri, og það mörg, til þess að koma fram fyrir áheyrendur með hæfileika sína og veikleika. Þetta var sá skóli, sem þeir þörfnuðust. Tón- listarfélagið hefur t. d. árum saman staðið fyrir slíkum skóla útlendingum til handa. Vitanlega er okkur nauðsyn að bjóða heim erlendum gestum, en íslenzkt tónlistarlíf byggjum við aldrei upp með því að skipa nær eingöngu útlendinga í þau hlutverk, sem íslenzkir þörfnuðust fyrir sína eigin uppbyggingu. Tónlistar- félagið hafði aðstöðu til þess að vinna þarna þarft verk íslenzk- um tónlistarmönnum til handa, en valdi aðra leið. Vandalaust er það ekki að skipa rétt í öll þessi hlutverk, og þó er það, sem ég hér hef nefnt, aðeins einn taktur af þúsundum, sem fylla blöð „partitúrsins", en á þennan partitúr þurfum við að vera læs. Það er hægt að sýnast um nokkurn tíma, líkt og átti sér stað á ítalíu, en slíkar skrautfjaðrir falla undantekningarlaust. Þar var látið undan óþroskuðum smekk og eftir stóð bygging, sem engin veður þoldi. Þegar við byrjum að skipuleggja óperuflutning á okkar heita landi skulum við fara að á líkan hátt og gömlu meistarasöngvar- arnir. Byggjum fyrst þá grind, sem okkar aðstæðum hentar, og byrj- um síðan að hlaða utan á grindina, á þann endann, sem aö jörð- inni snýr. Eða eins og söngkennarinn segir við nemandann: Byggjum fyrst upp miðsviðið, þá verður c-ið fræga auðvelt. 59

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.