Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 53

Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 53
Meðal leikenda var sú nafn- kennda Gisela May sem þessa stundina nýtur hvað mestra vinsælda fyrir Brecht-söngva, bæði á hljómplötum og í hlj ómleikasölum. Kannski var sérstæðasti við- burður vikunnar gestasýning Þjóðleikhússins í Weimar á Faust eftir Goethe í Volks- búhne. Voru báðir hlutar verks- ins sýndir þar, sitt kvöldið hvor, en ég sá einungis fyrri hlutann í fjögurra tíma sýn- ingu undir leikstjórn Fritz Bennewitz með Wolfgang Dehler í titilhlutverkinu. Ekki verður sagt að margorður ljóðaleikur Goethes sé beinlín- is sniðinn fyrir leikhús, enda var sýningin heldur daufleg framanaf, en leikmynd Franz Havemanns var ákaflega frum- legt og margbrotið tréverk, margra mannhæða hátt, með allskyns tröppum og stigum á hreyfanlegu hringsviði, og léði það sýningunni víða óvænt líf, ekki sízt þar sem hún náði hámarki á Valborgarmessunótt í mögnuðu dansatriði með miklum Ijósagangi og tryllings- legu látæði, svo að óhugnað- inum þyrmdi yfir mann. „Ein- asti nektardans sem leyfður er hér austan tjalds,“ sagði ein- hver eftir það atriði. Auk framangreindra átta sýninga, skemmtilegs eftirmid- dags með frönsku „söngfim- leikamönnunum" Les fréres Jacques og einstaklega lifandi barnatónleika í Theater der Freundschaft, sótti ég æfingar á tveimur nýjum verkum í Deutsches Theater eftir unga innlenda höfunda. Ég sá loka- æfingu á Ein Lorbass (Ónytj- ungur) eftir Horst Salomon undir leikstjórn Bessons. Verk- ið er ákaflega lágfleygt hvers- dagsdrama í sósíal-realískum stíl um vanda þeirra sem lenda í að skemma skurðgröfu í eigu ríkisins, en höfundur og leik- stjóri hafa kryddað það ýms- um fyndnum athugasemdum og tiltækjum (nota m. a. sax- nesku) sem leikhúsgestum þótti augsýnilega fengur að í þessu hversdagsgráa umhverfi — og sumsstaðar brá fyrir hvassri ádeilu á vissar mann- gerðir í þjónustu Flokksins. Hitt verkið var Prozess in Núrnberg eftir Rolf Schneider undir leikstjórn Wolfgangs Heinz. Þetta verk fannst mér miklu áhugaverðara og mun betur unnið: Fimm sökudólg- anna í Núrnberg eru fulltrúar og talsmenn þeirra 24 nazista- forkólfa sem dregnir voru fyr- ir rétt: Hermann Göring rík- ismarskálkur og hægri hönd Hitlers, Wilhelm Keitel yfir- maður herráðsins, Julius Streicher hugmyndafræðingur og gyðingahatari, Albert Speer vígbúnaðarráðherra Hitlers og Hjalmar Schact fjármálasnill- ingur og baktjaldamaður. Fresta varð frumsýningu vegna veikinda eins aðalleikarans, en það sem ég sá af leikritinu vakti vissulega áhuga og eftir- væntingu, endaþótt slík verk séu orðin næsta algeng í seinni tíð (Miller, Weiss o. fl.). Rolf Schneider er ungur og viðkunn- anlegur maður og hefur átt talsverðu gengi að fagna vest- an tjalds. Fyrir utan þessi tvö ungu leikskáld eiga Austur-Þjóðverj- ar þrjú önnur sem þykja um- talsverð, en ég átti þess engan kost að kynna mér verk þeirra. Þeir eru Helmut Baierl, Hein- er Múller og Peter Hacks. Tveir þeir síðasttöldu verða fertug- ir á næsta ári og hafa báðir getið sér alþjóðlega frægð. Með- al verka Múllers má nefna Spartakus (1959), Klettwitzer Bericht (1959), Die lustigen Weiber von Sternberg (1960) og Die Umsiedlerin (1960). Hacks er frá Múnchen og því „flóttamaður“ að vestan. Hann er almennt talinn bezta og skemmtilegasta leikskáld Aust- ur-Þjóðverja, en hefur átt í útistöðum við yfirvöldin. Leik- rit hans, Die Sorgen und die Macht, sem er stæling á Frið- inum eftir Aristófanes, var bannað skömmu eftir frum- sýninguna 1962. Af öðrum verk- um hans má nefna Eröffnung des indischen Zeitaiters (1955, epískt leikrit um Kólumbus), Die Schlacht bei Lobositz (1955), Das Volksbuch vom Herzog Ernst (1955), Der MúII- er von Sans Souci (1958, um Friðrik mikla) og Briketts (1959). Endaþótt Austur-Þjóðverjar finni sárast til þess sjálfir hve einhæfur kostur þeim er til- reiddur í leikhúsunum, gera þeir sér fullljóst að þeir kom- ast hvergi nær sannleikanum um mannlífið en einmitt á leik- sviðum sínum. Bókakostur er jafnvel enn takmarkaðri en leikritavalið og kvikmyndir þaðanaf verri, en lestina reka að sjálfsögðu blöðin, sem eru algerlega skorðuð við opinber sjónarmið. Áhugi á bókmennt- um og leiklist er hinsvegar hvergi meiri en í löndum Aust- ur-Evrópu, sem vitanlega staf- ar af því algilda lögmáli að skortur skapar hungur. s-a-m „Hall of Healing“ eftir Sean O’Casey. „Purple Dust" eftir Sean O’Casey. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.