Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 15
ur bindum árin 1915 og 1916, og er enn í góðu gengi rúmum fimmtíu árum síð- ar. Þá skrifaði Jónas sína fyrstu blaða- grein þennan vetur. Hún birtist í Ingólfi, og var ritdómur um þýddar bækur, sem þá, eins og enn í dag, gerðu mikla lukku, bæði hjá útgefanda og þeim lesendum er vildu lúta að litlu. Bækur þær sem Jónas tók til meðferðar í þessari fyrstu grein sinni voru m. a. Kapítóla, Valdimar munkur og Kynblendna stúlkan. Þessari grein hefur verið jafnað við grein Jónas- ar Hallgrímssonar um rímnakveðskapinn. Þótt hið erlenda „holtaþokuvæl“ léti lít- ið á sjá og gróðavonin héldi áfram að rit- Þegar hún kom heim beið þeirra ágæt íbúð við Skólavörðustíg. Séra Friðrik Friðriksson gifti þau Guðrúnu og Jónas en annar svaramanna var André Cour- mont. í húsinu við Skólavörðustíg fædd- ust svo dætur þeirra tvær, Auður hinn 1. apríl 1913 og Gerður hinn 10. marz 1916. Segja má að þegar Jónas Jónsson frá Hriflu tók við ritstjórn Skinfaxa, tímarits ungmennafélaganna, árið 1911 hafi stjórnmálasaga hans hafizt. En þrátt fyrir mikinn stjórnmálaeril vék hann ekki frá kennslustarfi. Árið 1918 stofnaði hann Samvinnuskólann og naut þar öfl- Jónas Jónsson og Guðrún með Auði fimm vikna gamla á heimili þeirra hjóna árið 1913. Menn og atburðir þyrptust fram í skemmtilegri frásögn Jónasar Jónsson- ar þessar morgunstundir í Samvinnu- skólanum. Jesús Kristur réð úrslitum um merkilegasta trúboð mannkynssög- unnar með fjallræðunni, Napoleon stýrði feigu liði inn í rússneska vetrarríkið, skotið, þegar Lincoln var myrtur, heyrð- ist um veröld alla, nýlenduveldi Belgíu- manna hrundi í rúst af spillingu eins og fúið hús. Og Jónas kenndi einnig ís- landssöguna með því að bregða upp myndum og setja fram ályktanir. Þræla- hald var afnumið hér á landi átakalaust af því feður okkar til forna gátu ekki hugsað sér börn sín ánauðug, kristni komst á með úrskurði á Alþingi af því að minni hluti þjóðarinnar var siðferðilega sterkari, riki íslenzkrar tungu var heims- veldi á dögum Egils, Ara og Snorra, kvöldvökurnar og þá einkum bókalest- urinn og frásögurnar héldu íslenzkri menningu við daprar aldir, fátækir bændur í Þingeyjarsýslu kringum alda- mót veltu fyrir sér í lágum og lekum torfbæjum hvernig frelsa ætti heiminn og björguðu þess vegna landinu.“ Þessi upptalning Helga veitir sýn inn í kennslustofuna til Jónasar og hvaða aðferðum hann beitti til að vekja nem- endur til umhugsunar. Það er engin furða þótt kennslan yrði mönnum minn- isstæð og þessi vel lifandi og sífrjói kennari yrði mörgum nemandanum átrúnaðargoð. Þeim varð jafnvel ógleym- anlegt að lenda í ónáð hjá honum. stýra útgefendum, varð Jónas strax fræg- ur af ritdómnum. Þessi ritsmíð Jónasar átti vel skilið að verða sú fyrsta á ótrú- lega afrekamiklum rithöfundarferli, einnig fyrir þá sök að Jónas sýndi alla tíð mestan lista- og menningaráhuga allra stjórnmálamanna á fyrri hluta þessar- ar aldar, og raunar alla tíð meðan hann lifði, enda tíður gestur á frumsýningum í leikhúsum og við opnanir málverka- sýninga. Sumarið eftir þessa frækilegu aðför að dellubókmenntunum dvaldi Jónas á heimaslóðum og hjálpaði bróður sínum við heyskap. Sú gifta var yfir þeirri dvöl, að þarna um sumarið kynntist hann verð- andi lifsförunauti sínum, Guðrúnu Stef- ánsdóttur. Hún var fædd 5. október 1885 og var því næstum jafnaldra Jónasi. Stóðu sterkar ættir að Guðrúnu. Hún hafði brotizt til mennta og m. a. numið mjólkurfræði og stýrði mjólkurbúi Ljós- vetninga er þau Jónas kynntust. Guðrún hafði mikið yndi af hestum, og sleppti ógjarnan tækifærum til að fara á hest- bak á fullorðinsárum. Vorið 1911 sigldu þau Jónas og Guðrún. Dvaldi Jónas sumarlangt í París, en Guðrún skoðaði London. Meðan á Parísardvölinni stóð kynntist Jónas manni að nafni André Courmont, er síðar var langdvölum á ís- landi. Tókst mikil vinátta með þeim Courmont og Jónasi og stóð meðan báðir lifðu. Hefur verið haft á orði, að engan vin hafi Jónas átt eins nákominn og þennan franska íslending. Um haustið sneri Jónas heim til kennslu, en Guðrún þá boð til Parísar og var þar vetrarlangt. ugs stuðnings Hallgríms Kristinssonar og annarra samvinnumanna. Hófst skól- inn haustið eftir í hinu nýja húsi Sam- bandsins við Sölvhólsgötu. Skólinn var á þriðju hæð. Þar var einnig íbúð Jón- asar og Guðrúnar, en Jónas hafði hætt störfum við Kennaraskólann og tekið að sér stjórn hins nýja skóla. Þarna í Sam- bandshúsinu stóð náið sambýli í hart- nær tuttugu og fimm ár, eins konar opið hús við alfaraveg. Hvíldi hússtjórnin mjög á Guðrúnu, enda hafði maður hennar við margt að sýsla. Allir þeir sem stunduðu nám í Sam- vinnuskólanum á þessum árum eiga miklar minningar þaðan, og einkum eru þær bundnar kennslustundum hjá Jón- asi. Gat kennslan tekið óvænta stefnu af ýmsu tilefni. Ef síðbúnir nemendur ætluðu að flýta fyrir sér með því að bera yfirhöfn með sér inn í kennslustofuna, fékk allur hópurinn nokkra tilsögn í kurteisisvenjum og umgengnisháttum ásamt lýsingu á sjóbúðalífi, en allt var það sagt með þeim hætti að nemendur tímdu ekki að missa af einu orði. Einn af nemendum Jónasar, Helgi Sæmunds- son, lýsir kennslunni á eftirfarandi hátt í minningargrein um sinn gamla skóla- stjóra í Alþýðublaðinu: „Jónas hafði þann hátt á að hlýða yfir í orði kveðnu, en það var aðeins aðferð til að ná sambandi við nemendur. Hann þóttist fylgja bók, en kom eins víða við og honum datt í hug hverju sinni. Samt raðaðist kennslan í skipulegt samhengi og nægði sumum nemendum til lífsskoð- unar. IV. Hvergi hefur sannazt betur máltækið veldur hver á heldur en á tímariti ung- mennafélagshreyfingarinnar þegar Jón- as Jónsson frá Hriflu tók við ritstjórn þess haustið 1911. Skinfaxi hafði komið út um stund. Honum hafði verið ritstýrt af ágætum mönnum og ritið hafði hlot- ið töluverða útbreiðslu. Naut Jónas þessa þegar hann hóf að skrifa í blaðið. Strax í fyrstu greininni sem nýi ritstjórinn skrifaði segir hann siðum gamalla þjóð- félagshátta stríð á hendur. Nú er það ekki lengur alvaldið sem ræður fram- vindunni heldur skal hún vera mann- anna verk. í grein þessari segir hann að engin uppgötvun 19. aldarinnar jafn- ist á við þá, að allar skepnur geti breytzt eftir því hvernig með þær er farið. Áð- ur var nauð aumingjanna óbætandi, og kenningin um breytileik lífsins var fátæklingunum nýr fagnaðarboðskapur. Fátæklingurinn skildi nú, að hann var líka maður. Enginn getur annað sagt en Jónas hafi byrjað á byrjuninni í þessari grein sinni, og í kjölfarið fylgdi önnur grein, sem nefndist „Eru fátæklingarnir rétt- lausir?“ Tónninn er auðheyrður í sjálfri fyrirsögninni. Strax í þessum fyrstu tveimur greinum í Skinfaxa hafði Jónas gerzt ótrauður liðsmaður lítilmagnans. í lok síðari greinarinnar sagði hann að vinnan væri móðir auðsins, án vinnu væri engin velmegun. „Og þeir sem vinna á sjó eða landi, hvað sem verkið heitir, og hvað sem líður auðlegð þeirra, þeir eru þær sönnu stoðir þjóðfélagsins.“ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.