Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 52
Fyrir allnokkru var greint í útvarpi og blöðum frá harðvítugri deilu, sem reis um þær mundir milli menntamálaráðu- neytisins franska og forstjóra Kvik- myndasafnsins í París, Henris Langlois, en ráðuneytið ætlaði að víkja honum frá störfum. Heyktist ráðuneytið á þessu vegna kröfugangna og mótmæla kvik- myndafólks heimafyrir og áskorana hvaðanæva úr heiminum svo þessi aldna kempa situr nú enn í sinni stöðu. En hver er hann þá þessi maður, sem Malraux menntamálaráðherra verður að lúffa fyrir vegna vinsælda hans — og hver er þessi stofnun, sem deilan stend- ur um yfirráðin yfir? Tilgangur þessara skrifa er að reyna að gera ögn grein fyrir forsendum þess- arar stofnunar og stórmerkilegu starfi hennar síðastliðna þrjá áratugi. Oftlega hefur því verið haldið fram og vissulega með réttu, að kvikmyndin væri listgrein tuttugustu aldarinnar. Má styðja þá fullyrðingu mörgum rökum — engin grein lista er útbreiddari né hefur haft svo gagnger áhrif á aðrar list- greinir, sem svo að segja hafa orðið að endurskoða alla sina veru, tækni bæði og innihald, gagnvart þessari sjöundu systur í fjölskyldu listgreinanna. Kemur þar til bæði verzlunarleg samkeppnisað- staða sem og yfirburða hæfni kvikmynd- arinnar til að tjá einmitt þá vélvæddu tíma sem við nú lifum. Hér er þó sem jafnan einnig fólgin hætta í yfirburðunum. Kvikmyndin sem listgrein hefur orðið að gjalda sína yfir- burði fullu verði því þeir eru einkum og sérdeilis fólgnir í þeirri staðreynd, sem enginn getur horft framhjá, þegar fjall- að er um þessa listgrein, að hún er ekki bara list heldur líka iðnaður, og það stóriðnaður, sem krefst óhemju fjár- magns og daglangt og árlangt verður að semja sátt við lögmál peninga og auglýs- ingaskrums en byggja afkomu sína á fjöldanum og sveiflum þeirrar tízku, sem hann er jafnan háður. Getur þá sem oftar í líkum kringumstæðum þrengt að þeim verðmætum, sem varanlegri eru, ef hagsmunir skjóttekins gróða sitja í fyrirrúmi. Menningarsagan verður ekki til í vitund manna fyrr en eftirá og þykir naumast stórgóður áttaviti í kapp- hlaupi framleiðendanna um hylli al- mennings. Myndirnar frá í fyrra selj- ast ekki lengur, og hver skyldi þá vilja eyða fjármunum sínum í að varð- veita þær? Ný tízka heimtar þessa fjár- muni í nýja framleiðslu af nýrri gerð, en einnig sú tízka verður úrelt fyrr en vonum varir, og þó svo hún skapi meist- araverk þá er það orðið óseljanlegt á þarnæsta ári og þannig fram eftir göt- unum. Hagsmunir menningarsögunnar og hagsmunir kvikmyndaframleiðandans mætast einungis fyrir tilviljun og ræð- ast ekki við nema fyrir milligöngu túlks. Sá túlkur er kvikmyndasafnar- inn. Aldrei hafa þessar staðreyndir orðið ljósari en á árunum uppúr 1930, eftir til- komu talmyndanna. Þöglu myndirnar voru út af fyrir sig háþróað listform, þar sem tekizt hafði með nokkrum hætti að sætta andstæðurnar, vinna almennings- hylli þá sem til þurfti að standa undir háþróaðri list. Svo koma talmyndirnar til sögunnar og gera gömlu meistaraverkin að hlægileg- um forngripum á örskömmum tíma, a. m. k. í augum alls þorra manna. Nýja tæknin verður aðalatriðið, söluvara dags- ins, gömlu stjörnurnar aumkunarverð skrípi og myndir án tals og tónlistar varla seljanleg vara. Eintökum þessara Þorgeir Þorgeirsson: KVIKMYNDASAFNIÐ í PARÍS OG ÁHRIF ÞESS Upprifjun í tilefni af stofnun íslenzks kvikmyndasafns verka er fleygt út í öskutunnu til að fá geymslurúm fyrir nýju framleiðsluna, frumeintökum er brennt í sama tilgangi, því skrímsli kvikmyndaframleiðslunnar getur ekki dafnað nema éta sjálft sig jafnharðan, og hverjum kemur þá við þótt þessar myndir, sem verið er að brenna, séu ómetanlegar heimildir um heilt tímabil menningarsögunnar í ver- öldinni? Enn síður kemur nokkrum það við, þótt logarnir sleiki frumeintök meist- araverka, sem eru afsprengi sérstæðs og heilsteypts listaskeiðs, sem aldrei kemur aftur. Og þó. Margir voru þeir vinir kvikmyndanna, sem ekki létu algjörlega apast af hinni nýju tækni, og gerðu sér grein fyrir þeim verðmætum, sem hér voru að fara boð- leið í glatkistuna. Sumir vildu að vísu snúa hjóli þróunarinnar afturábak og biðu þess að hljómmyndatízkan gengi yfir, svo aftur yrði horfið til þöglu myndanna. Það var óraunsæ afstaða. Fáir einir gerðu sér grein fyrir ofurefl- inu og því jafnframt, að bjarga þurfti því sem bjargað varð úr vargskjafti nýjungagirninnar. Uppúr þessu ástandi var það sem Kvikmyndasafnið franska varð til í október 1936. Á tuttugu ára afmæli safnsins skrif- aði forstjóri þess, Langlois, sem áður var nefndur, meðal annars: „Talmyndirnar voru knúnar fram af tœkn- inni og af eftirspurn almennings, en í trássi við íhaldsemi kvikmyndastjóra og gagnrýn- enda og þá stefnu, sem þeir höfðu markað sér gagnvart framleiðslunni. Þessvegna voru þeir ruglaðir og fjandsam- legir, svo ekki sé sagt hatursfullir í afstöðu sinni til talmyndanna, sem rifu þá uppúr þœgilegri aðstöðu. Þetta er einmitt skýringin á því hvers vegna nú var í fyrsta sinn í kvikmynda- sögunni tekið að horfa til fortíðarinnar og huga að þvi að varðveita hana. Hugur fólks var allur við talmyndirnar og vaxandi gengi þeirra meðal almennings. Við- leitnin til að halda í þöglu myndirnar varð œ skipulagslausari og loks var með öllu gef- izt upp á því, a. m. k. í París, að halda gang- andi reglulegum sýningum á gömlu mynd- unum. Árið 1932• var svo komið, að fólk, sem enn hafði trúað því árið áður, að það vœri fínna að sœkja þöglu myndirnar en talmynd- ir, fór orðið hjá sér við tilhugsunina eina um þögla kvikmyndasýningu á sama hátt og kvenfólkið mátti ekki til þess hugsa það árið að ganga í stuttu pilsi, fyrst tízkukóng- unum hafði þóknazt að hverfa aftur að síðu tízkunni". Þetta var árið 1932, eða um sama leyti og heimskreppan dundi yfir Frakkland, og mætti það vera skýring þess, að næstu tvö árin liggja þessi mál að mestu í dvala þótt vinir þöglu myndanna gleymdu þeim engan veginn, því árið 1934 þegar nokkrir kvikmyndagagnrýn- endur hefja máls á því að bjarga þurfi frá tortímingu gömlum meistaraverk- um og ómetanlegum heimildarmyndum, verður það ákall til þess að þjappa sam- an álitlegum hópi fólks, sem árið 1935 stofnaði kvikmyndaklúbbinn „Le Cercle du cinéma“, sem hafði sýningar klass- ískra mynda á næstum trúarlegum sam- komum sínum. Þessi klúbbur varð und- anfari Kvikmyndasafnsins — „La cinemateque franqaise“. En gefum nú Langlois orðið aftur. Hann segir: „Seint verður fullþökkuð framsýni P. A. Harlés, sem gerði sér grein fyrir því þegar í upphafi, að engan veginn mátti láta sér nœgja að safna myndum fyrir þessar áhuga- mannasýningar, heldur yrði að stefna að því að byggja upp allsherjar safn franskra mynda. Hugmyndin um stofnun þessa safns fékk slíkar undirtektir, að innan fárra daga var 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.