Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 16
í beinu framhaldi af þessum skrifum hófust afskipti Jónasar af verkalýðs- málum. Stjórn Dagsbrúnar samþykkti að leyfa Jónasi fundasetu í félaginu og málfrelsi. Hann hélt mörg erindi í félag- inu um verkalýðsmálin og beindi því til félagsmanna að kynna sér stefnu sósíal- ista. Hefur hann þá sem endranær haft hina engilsaxnesku línu í huga. Hefur verið mikill fengur að því fyrir Dagsbrún að fá Jónas til liðs við sig á þessum tíma, þar sem hann var nýkominn frá samneyti við brezka verkamannasyni í Ruskin College. Það var haustið 1914 sem Jónas hóf að fræða Dagsbrúnar- menn, en tveimur árum síðar fóru þeir að hans ráðum og buðu fram sérstakan lista við bæjarstjórnarkosningar. Einnig buðu Dagsbrúnarmenn Jónasi að styðja hann á þing, en það boð þáði hann ekki. Kemur það heim við ævilangt afskipta- leysi Jónasar þegar vegtyllur voru ann- ars vegar, og svo hitt, að Jónas hefur talið sig eiga margt ógert í skipulags- málum, eins og síðar kom á daginn. Á þessum árum starfaði Jónas jafnhliða að hagsmunamálum verkamanna og bænda. Gamla flokkaskipunin var að riðlast, enda höfðu menn skipzt í flokka eftir viðhorfum í sjálfstæðisbaráttunni. Jónas sneri sér að því að undirbúa þá flokkaskipun, sem hlaut að taka við og mótast af hagsmunum innanlands. Hann hafði tvær blundandi hreyfingar til að styðjast við, annars vegar samtök verka- lýðs í mótun og hins vegar samvinnu- hreyfinguna, sem um margt var einn- ig í mótun, en var í hraðri þróun und- ir stjórn þeirra Kristinssona. Haustið 1919 er Jónas orðinn skólastjóri Sam- vinnuskólans og fluttur í Sambands- húsið. Þar myndaðist hinn svokallaði Tímahringur, en í honum sátu bræðurn- ir Hallgrímur og Sigurður Kristinssynir, Jón Árnason, síðar bankastjóri, og rit- stjórar Tímans og Samvinnunnar, þeir Guðbrandur Magnússon, Tryggvi Þór- hallsson og Jónas. Vinir Jónasar í verka- lýðshreyfingunni leituðu til hans um ráð í ýmsum vanda, sem hann veitti fúslega, en jafnframt undirbjó hann þátttöku nýs umbótaflokks á þjóðmála- sviðinu er byggðist á samvinnuhreyfing- unni, ungmennafélagshreyfingunni og bændasamtökum. Þessi nýi flokkur átti að beita sér fyrir viðreisn sveitanna og framförum landbúnaðarins, aukinni og bættri menntun alþýðu, og veita sam- vinnufélögunum fyllsta stuðning. Há- setafélagið, sem stofnað var árið 1915, kaus Jónas til að semja lög fyrir vænt- anlegt verkamannasamband, og þegar Alþýðusambandið var stofnað átti Jón- as sinn góða þátt í því að móta stefnu- skrá þess. Jafnframt gerðist hann tals- maður sjómanna og verkamanna í Skin- faxa, ef þeir lentu í deilum út af sjálf- sögðum réttindum. Alþýðusambandið, sem Jónas átti þátt í að stofna, fæddi af sér Alþýðuflokkinn. Að hinu leytinu spratt svo af starfi Jónasar hinn um- bótasinnaði bændaflokkur, Framsóknar- flokkurinn. Þannig gerðist Jónas raun- verulega faðir núverandi flokkaskipun- ar í landinu. Hann vann að þessu með hugarfari sjálfboðaliðans, og alla tíð síðan einkenndust stjórnmálastörf hans af því hugarfari. Þegar Jónas vann að stofnun þess flokkakerfis sem enn er við lýði, höfðu gömlu flokkarnir gengið sér til húðar í sjálfstæðisbaráttunni. Viðhorfið á þjóð- málavettvanginum um þessar mundir kemur m. a. fram í stefnuskrá sem Jón- as átti þátt í að semja, þegar boðað var til stofnunar Tímans. Þar segir að blaðið eigi að „beitast fyrir þeirri stefnu að gera landið alfrjálst og sjálfstætt, þeg- ar ástæður leyfa, og að ná þessu tak- marki með innanlandsframförum í stað þess að eiga í deilum og samningum við Dani um málið, fyrr en þjóðin hefur mátt til að taka þann rétt, sem hún nær ekki nú, fyrir sinni eigin sundrung, fátækt og kunnáttuleysi.“ V. Jónas Jónsson sat á Alþingi íslend- inga frá árinu 1922, er hann var kjörinn sem efsti maður á landslista Framsóknar- flokksins, til vorsins 1949 er hann bauð sig ekki fram í Suður-Þingeyjarsýslu og hætti þingmennsku. Hann hafði undir- búið stofnun verkalýðsflokksins og flokks samvinnumanna og bænda í kyrr- þey, en í júni 1919 setti hann fyrsta flokksþing Framsóknarflokksins, sem háð var á Þingvöllum. Þar mótuðu menn stefnuna fram i tímann, og á þessu þingi var flokkurinn skipulagður. Flokk- urinn óx hratt og stórir sigrar voru skammt undan. Eins og fyrr segir náði Jónas kosningu 1922, en annað sætið á landslista flokksins skipaði Hallgrímur Kristinsson, forstjóri Sambandsins. Tím- inn hafði byrjað að koma út nokkrum árum áður, og þótt Jónas væri aldrei rit- stjóri hans, gerði hann ásamt Tryggva Þórhallssyni Tímann að einstæðu bar- áttutæki. Skrif Jónasar í Tímanum eru mikil að vöxtum. Út um allt land biðu menn þess í eftirvæntingu að blaðið bær- ist þeim í hendur, einkum ef stórdeilur við íhaldið stóðu yfir. En jafnframt hin- um óhjákvæmilegu pólitísku deiluskrif- um, þar sem Jónas hafði alla yfirburði, skrifaði hann mikið um menningarmál og ýmsa menn, og urðu mannaminnin þó miklu meiri þáttur í ritferli hans á síð- ari árum. Leitaðist hann við í þeim skrifum að vekja athygli á þeim er skör- uðu fram úr, og notaði tilefnið til að fræða og mennta lesandann um leið. Fyrsta málið sem Jónas flutti á þingi var frumvarp til laga um íþróttasjóð Reykjavíkur, en í þessu frumvarpi var kveðið á um byggingu sundhallar í Reykjavík. Einnig flutti Jónas þings- ályktunartillögu um öryggi sjómanna, og á þessu þingi kom fram fyrsta til- laga Jónasar um byggingu skóla í þágu alþýðumenntunar, en þessa tillögu flutti hann í félagi við Sigurð Jónsson á Yzta- felli. Þá flutti hann þetta fyrsta þing- setuár sitt ásamt öðrum tillögu um strandvarnar- og björgunarskip, frum- varp um friðun Þingvalla, og frumvarp um vaxtakjör landbúnaðarins, þar sem stefnt er að lækkun vaxta. Frumvarp eins og það, sem hann flutti á þessu þingi um íþróttasjóðinn, má rekja beint til utanvistar hans. Eins og komið hefur fram áður, þá gerði Jónas sér mikið far um að ferðast í skólafríum sínum, og fór þá oft á reiðhjóli. Bæði í Þýzkalandi og Englandi kom Jónas í yfirbyggðar sundlaugar með upphituðu vatni. Sá hann að hentugt mundi vera að byggja slíkar sundlaugar á íslandi, þar sem nóg var af heitum uppsprettum. Stóð ekki á undirtektum hjá almenningi við Sund- hallarmálið, og minntist Jónas oft einn- ar sögu í sambandi við það, sem hann taldi réttilega að sýndi hvern hug menn höfðu til framkvæmda á þessum árum. Þegar Sundhallarmálið var að komast í höfn ræddu menn um að sjálfsagt væri að útbúa laugina þannig, að fólk gæti líka fengið sér sjóböð. Sjóböð þóttu þá holl, og fóru margir daglega í sjó. Jafn- framt þessari tillögu um sjóböðin við Sundhöllina kom fram hugmynd um að leiða sjóinn til hallarinnar eftir skurði úr Skerjarfirði. Sneru nokkrir áhuga- samir menn sér að því í skyndi að safna gjafadagsverkum í þennan skurð. Fyrr en við var litið var búið að safna fimm hundruð gjafadagsverkum. En áður en framkvæmdir hófust benti einhver for- göngumönnum um undirskriftir á, að þótt sjóböð væru góð, dygði það ekki til í þessu tilfelli, vegna þess að vatn rynni ekki upp í móti. Sjórinn myndi aldrei fást til að renna úr Skerjafirði og upp á Barónsstíg, hverju sem væri safnað af gjafadagsverkum. Jónas bætti síðan því við þessa sögu aö menn hefðu ekki 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.