Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 58
komlega hlutgengt hálfri öld eftir að það var samið og jafnkosta mörgu því bezta úr nútímanum. Vér morðingjar er tvímælalaust eitt bezt samda og hug- tækasta verk íslenzkra leikbókmennta, og sýningin bar af öðru sem Þjóð- leikhúsið hafði fram að færa í fyrravet- ur. Það bauð ekki uppá nein ný innlend verkefni á leikárinu, en Hornakórallinn frá fyrra ári var tekinn til sýningar að nýju. Leikfélag Reykjavíkur fór „hina leið- ina“ og tók til meðferðar nokkur ný íslenzk verkefni: hugþekkt en heldur bláþráðótt barnaleikrit eftir Odd Björns- son, Snjókarlinn okkar, í hugkvæmri sviðsetningu Eyvinds Erlendssonar, tvo gamansama einþáttunga eftir Jónas Árnason undir samheitinu Koppalogn í sviðsetningu Helga Skúlasonar og Sum- arið 37 eftir Jökul Jakobsson í sviðsetn- ingu Helga Skúlasonar. Að auki var vak- inn upp Leynimelur 13 frá „gullöld“ revíunnar, og leiddi uppvakningin það eitt í ljós að við eigum stórum lakari revíuleikara nú en áðurfyrr — nema hitt sé sönnu nær að skopskyni okkar hafi hrakað svo mjög á undangengnum veltu- og alvöruárum. Einþáttungar Jónasar Árnasonar voru kátlegir einsog vænta mátti, skopfærðar svipmyndir úr sveit og sjávarplássi, en þeir misstu að mestu marks vegna þess að höfundinum gengur báglega að sam- ræma skop sitt þeim alvarlega „boðskap" sem hann hefur greinilega hug á að kynna leikhúsgestum. Þátturinn úr sjáv- arplássinu, Drottins dýrðar koppalogn, var sýnu betri en sveitalífsmyndin og brá upp umhugsunarverðri táknmynd af aðstæðum fólksins í nútímanum, sem má ekki vera að skenkja því eina hugs- un, að Bomban vofir yfir heimsbyggð- inni. En það er engu líkara en skopið og ærslin slævi broddinn í því sem Jónas vildi sagt hafa. Síðasta leikrit Jökuls Jakobssonar, Sumarið 37, var að ýmsu leyti forvitni- legt, ekki sízt samtalstæknin og andrúmsloftið sem honum er lagið að skapa á leiksviðinu, en honum gengur enn illa að höndla íslenzkan veruleik og gera verk sín þannig úr garði, að þau myndi samfellda heild — þau eru ein- kennilega klofin í ósamstæða parta. Þó er hitt kannski allra verst, að höfund- urinn vekur manni grun um, að honum liggi í rauninni ekkert sérstakt á hjarta. Takist honum hinsvegar að sameina ótvíræða samtalstækni sína frumlegri og heilli sýn á mannlífinu, má mikils af honum vænta. Það verk sem tvímælalaust varpaði mestum ljóma á leikárið hjá Leikfélagi Reykjavíkur var Hedda Gabler í svið- setningu Sveins Einarssonar. Sýningin var ákaflega vandvirknislega unnin í öllum smáatriðum, hæglát og lág- stemmd, en þrungin þeirri innri orku og fylgni sem hélt athygli leikhúsgesta óskiptri frá byrjun til enda. Það er vissulega gleðiefni, að á sama vetri og tveir beztu og mikilvirkustu leik- stjórar okkar af eldri kynslóðum hverfa af vettvangi, skuli tveir ungir leik- stjórar skila verkum einsog Heddu Gabler og Vér morðingjar. Það lofar góðu um framtíðina, en hitt er eftir sem áður áhyggjuefni, að íslenzkir leikstjór- ar eru alltof fáir og of lítið gert til að mennta og þjálfa þá. Fjarvera Gísla Halldórssonar frá leiksviðinu á liðnum vetri var sízt til að bæta uppá sakirn- ar. Annað erlent verkefni Leikfélags Reykjavíkur, Indíánaleikur eftir René de Obaldia, fór að mestu í handaskolum vegna þess að hið tvísæja háð leiksins týndist í misskilinni, natúralískri veru- leikastælingu. Þjóðleikhúsið frumsýndi á vetrinum tvö erlend verk auk barnaleikrits. Þrettándakvöld Shakespeares var skraut- leg sýning og tókst óneitanlega betur en fyrri Shakespeare-sýningar Þjóðleikhúss- ins, en samt vantaði talsvert á að hún lánaðist — semsé sjálfan lífsandann. Sýningin var ákaflega hæg og tilþrifa- lítil, og er engu líkara en íslenzkum leik- urum sé um megn að flytja bundið mál nema á hægagangi. Margir leikenda stóðu sig með ágætum, t. d. Kristbjörg Kjeld og nýliðinn Jónína Ólafsdóttir, sem fór með veigamikið hlutverk Olivíu, en heildaráhrifin voru lítilvæg. Hitt verkið var greinilega í flokki svo- nefndra „kassastykkja" einsog Leyni- melurinn hjá Leikfélaginu, en það fór á sama veg í báðum leikhúsum. Makalaus sambúð, verðlaunaleikrit eftir bandaríska höfundinn Neil Simon, er haglega sam- inn grínleikur og sæmilega til þess fall- inn að vekja hlátur, en það tókst ekki í sviðsetningu Þjóðleikhússins, bæði vegna þess að efni leiksins er ekki beinlínis við hæfi íslendinga og eins vegna hins að sýningin var slöpp og losaraleg. Það sem var kannski nýstárlegast í starfsemi leikhúsanna í fyrravetur voru tilraunir í þá átt að leyfa yngstu leik- urunum, nýútskrifuðum úr leiklistar- skólunum tveimur, að halda eigin sýning- ar. Hugmyndin er í sjálfu sér góð, því vissulega þarfnast hinir ungu leikarar aukinnar sviðsþjálfunar og reynslu, ekki sízt með hliðsjón af því hve ófullkomin leiklistarkennslan er hérlendis. En hér veltur mikið á því hvernig að þessum til- raunum er staðið. Nemendur Þjóðleik- hússkólans fengu Litla sviðið í Lindarbæ til umráða og sýndu fjögur verk með furðugóðum árangri. Einkanlega var fengur að Tíu tilbrigðum Odds Bjöms- sonar. Billy lygari varð leikhópnum hins- vegar ofviða, þó ýmislegt væri vel um sýninguna. Nemendur úr skóla Leikfé- lagsins stóðu að einni sýningu í tveim- ur þáttum, sem einfaldlega var nefnd Myndir. Fyrri þátturinn var Gömul mynd á kirkjuvegg eftir Ingmar Bergman, en sá seinni var samfelld söngva- og mímu- dagskrá um stríð, Nýjar myndir, sem hópurinn hafði tekið saman og æft und- ir stjórn Sveins Einarssonar. Var hér um að ræða merkilega nýjung og velheppn- aða tilraun. Sýningin var að mínu viti viðburður, þó hún hefði að vísu mátt vera mun beinskeyttari og dirfskufyllri. Það sem tilraunir ungu leikaranna leiddu í ljós öðru fremur var sú stað- reynd, að leikflokkur, sem ér sundur- leitur og hefur enga sameiginlega „hug- myndafræði" eða „boðskap", verður fálmandi í viðleitni sinni og ósannfær- andi í túlkun sinni, en hópur einhuga og ástríðufullra leikenda, sem liggur eitthvað sérstakt á hjarta, má heita ör- uggur um að hrífa leikhúsgesti með sér eða styggja þá — sem er í rauninni hvorttveggja jafngott. Seinni þátturinn í Tjarnarbæ var vísbending um hvað gera má með fámennum, þjálfuðum og einbeittum leikflokki. Slíkan leikflokk hefur tilfinnanlega skort á íslandi — leikflokk með ákveðinn stíl og „boðskap" — en vonandi er hér kominn vísir að honum. Flogið hefur fyrir, að Eyvindur Erlendsson hyggist stofna eigin leikflokk í vetur, og er þá opin leið til að móta einmitt þá tegund leikenda sem vantað hefur. Gríma virðist vera of ósamstæð- ur og handahófskenndur hópur til að Helga Bachmann í hlutverki Heddu Gabler. gegna hlutverkinu, enda var starf henn- ar með allra minnsta móti á síðasta leik- ári, aðeins ein sýning snemma í fyrra- haust. Verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur hjá yngri kynslóðinni í vetur, því frá stóru leikhúsunum má varla eiga von á öðru en sama grauti úr sömu skál — þau keppast um að vera hefðbundin og sýna „eitthvað við allra hæfi“, sem er mannúðleg stefna og stundum gróðavænleg, en skapar hvorki lífshræringar né andlega spennu. Eftir 18 ára látlitla lágkúru í óperu- flutningi er Þjóðleikhúsið komið vel á veg með að drepa bæði áhuga almenn- ings á óperuflutningi og löngun efni- legra söngvara til að leggja fyrir sig óperusöng. Horfir nú til algerrar auðnar á þessu sviði, nema hið lofsverða fram- tak Ragnars Björnssonar og félaga hans í „Óperunni“ verði til að stöðva þá óheillaþróun. Hvenær fær þetta áhuga- sama fólk viðunandi aðstöðu til að stunda listgrein sína án íhlutunar fá- kunnandi embættismanna sem hugsa aðeins í krónum og erlendum „stjörn- um“? 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.