Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 51
Atli Már JARPUR OG ÉG Jónsmessunótt Hóglega, mjúklega hnígur regn í dal. í rauðri moldu undir rofabarði blundar gimbill með bláar granir. Hljóðlát við bakka á bjartri óttu niðar seytla fram svarðarmó: Jarpur og ég á Jónsmessunóttu. Blikar á hófum blóð jarðar, mýrarauði munaður feðranna, við silumst fram götur úr grárri fyrnd. Þá rís þessi nótt úr rökkursögum, og liðinna alda Ijúflingskvæði ólga í smalans æðaslögum. „Ríðum og ríðum til Logalanda" á eldi fextum áifafáki rauðra hófa í hnakki steindum, — í nótt er ég riddari á ríki mitt einn, beizlið er drifin dvergasmíði og hríslan í greip mér er gambanteinn. í nótt synda huldir náttúrusteinar úr óræðum djúpum álagavatna, glóir á krossgötum gullið rauða, og gleymt því skal: að götuna lötrar húðarklár með haust í augum, meðan hljóðlega regnið hnígur í dal. Horfið að baki er heiðarbýlið, fallega konan og fiðlan á veggnum; sefgrænn bær með sóley á þaki. Sólvindur andar sunnan yfir jökla angan heiðanna ilmi fjalldrapa í funa dagsins fram til strandar. í dagsins önn á yztu miðum örskotsstund hvima undrandi menn að ströndum bláum brynjaðir hreistri í hálfgleymdum draumi um liðið vor og leik að stráum. En simfónar heiðanna syngja og kliða og fífan á blánni brimdansinn stigur meðan Jarpur og ég stiklum hjá keldum og stefnum að ánni. Töðugjöld Fram sólrauða ása í síðustu ferð vaga örþreyttir klárar, en áin í hyljum hljóðlega streymir: senn er þögnuð sumarsins raust, og blávængja skuggar blunda í giljum, það er eldur á lyngi og íslenzkt haust. í augum Jarps grúfði aldanna myrkur og þolinmæði þúsund ára: blíðustu augum míns blessaða lands. Þá fann ég brenna í barnsins huga torráða spurn og tregasára: — hvar tíundast mundu töðugjöld hans? Skilnaður Við steininn beið með beizli og hnakk. Það var haust í lofti og heiðin sölnuð, kumraði lágt og keyrði upp makka, — ég kvaddi á bænum; bljúgur stóð úrætta klárinn: — íslenzkra heiða harðsporasaga og hrakhólaljóð. Rautt var hausttungl í rofi skýja, septembermánaðar sölnuð tún, vafin skuggum og vetrarkvíða. Um hraunastorku og hófbitna móa gamli Jarpur götuna vagar, fet fyrir fet, en falinn að baki leikvangur okkar og Ijósir dagar. Austankulið klappirnar strýkur og úlfgráar bárur eltir að landi, en fet fyrir fet, f fölskini mánans fýkur f spor, unz ryðbrunnið þorpið rís úr sandi .... — og síðast það man: að hnípinn í skugga stóð hestur við gafl, norpandi í kuli og nætur beið, meðan síðbúin rútan rennur úr hlaði, silast fram veginn á suðurleið. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.