Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 48
Ernir Snorrason: UM TVO HEIMA SAGNLEIKS OG HARMLEIKS Maímánuður 1968 var í Frakklandi mánuður byltinga eða öllu heldur mán- uður opinberunar. Reyndar var í mörg- um tilvikum talað um óeirðir. Og má það til sanns vegar færa. Óeirðir voru það, kenndar stúdentum. Var sú helzt krafa þeirra að aflétt yrði þeirri einokun upp- lýsingar og menntunar, sem á sér stað fyrir opnum tjöldum í tækniþróuðu þjóð- félagi nútímans í mynd kröfunnar um notagildi menntunar. En einmitt þessi krafa þjóðfélagsins um notagildi hindr- ar skólann að gegna því hlutverki sköp- unar og gagnrýni, sem honum ber. Eftir- tektarverð er sú staðreynd, að þessi frelsiskrafa er ekki komin frá prófessor- unum, ekki frá neinum einum hug- myndafræðingi, þótt Karl Marx skipaði einna helzt þann sess, heldur frá stúd- entunum sjálfum. Enda eru þeir þol- endur þess, sem fram fer innan veggja skólans; fórnarlömb þess, sem þar fer miður. Er á leið, snerust flestir ábyrgir prófessorar á sveif með stúdentunum. Samt er ljóst að hið mikla sköpunar- starf, sem er hafið, kemur að neðan, frá götunni. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti, sem evrópskur menntahroki, sem byggt hefur um sig virki embætta og titla, lætur götunni eftir allt nýsköpun- arstarf. Það, sem hafizt er handa um, er háskóli sem miðstöð þjóðfélagslegrar gagnrýni og nýrrar verðmætasköpunar. En til þess að svo megi verða, þarf hann í vissum skilningi að losa sig við áhrif þjóðfélagsins, sem ekki er auðvelt. Því að eins og vísindin verða ekki gagnrýnd á máli vísindanna, heldur tilfinninganna, þannig verður gagnrýni á þjóðfélaginu að miða við eitthvað annað en samfélag- ið, þ. e. einstaklinginn. í þessu starfi er hlutur hugvísindanna eðlilega mikill, þar sem um er að ræða grundvöll þeirra. Og meginverkefni fyrst í stað heimspeki frelsis, sem raunar verður aldrei til fulls lokið. Nú er það ekki verkefni þessarar grein- ar að rekja rás þeirra atburða, sem fyrr- taldir eru, né þróun þeirra. En erfitt er að minnast á hugvísindi án þess að at- burðir þessir séu hafðir í huga. Svo mjög gefur það tilefni til bjartsýni, að ein helzta menningarþjóðin skuli taka til umræðu tilgang skólans og þar með sjálfan grundvöll hugvísindanna yfir- leitt. En um langan tíma hafa hugvís- indamenn stundað heimspeki aðgerða- leysis, jafnvel svo að ófrumleiki skólans og fáránleiki hefur orðið hversdagsleg en óumbreytanleg staðreynd. En hver er þessi heimspeki frelsisins, sem um ræðir? Nú eru menn vanir, ekki sízt með lýðræðisþjóðum, að líta á frels- ið sem unninn hlut; vanir að skoða sjálfa sig sem frjálsa. Þetta hefur verið óbeint viðhorf skólans í þessum sömu löndum. En dagvaxandi andleg vanlíðan hefur neytt menn til að skoða hug sinn, og brátt vierður öll verðmætasköpun þjóðfélagsins dægurmál, sem alla varð- ar. Ljóst verður að einstaklingsfrelsi er allt annað en einfaldur hlutur. Og fyrir liggur að gera sér grein fyrir grundvall- arbyggingu þjóðfélagsins, sem óþekkt er í mörgum tilvikum, þótt menn lifi dag- lega takmarkanir þess. Það þjóðfélag, sem við lifum í, og önnur slík hafa verið kölluð neyzluþjóð- félög, vegna þess að aðalmarkmið þeirra virðist vera neyzlan, og verðmætasköp- unin að miklu leyti háð henni. Þessi víta- hringur er að mestu ómeðvitaður og því erfitt að losna úr honum. En sú frelsis- heimspeki, sem almenn gæti orðið og verið hreyfanlegur grundvöllur hug- vísindanna, miðar bæði að því, að allt nám hafi þjóðfélagslega verðmætasköp- un í huga, og eins þjóðfélagslega þátttöku og áhrif síðar. Slíkt væri í stuttu máli markmið þess- arar frelsisheimspeki. En í þessu ljósi er frelsi ekki einskorðað við athafnafrelsi innan einhvers sem þegar er, heldur er krafizt fullkomins frelsis í verðmæta- og persónusköpun. Enda þótt öll mannleg samskipti séu ef til vill ekki eins hröð hér á landi og með öðrum þjóðum, er engin ástæða til að ætla, að þau lúti ekki sömu lögmál- um og annars staðar. Samt erum við vanir að fjalla um okkur sjálfa sem safngripi. En jafnvel þótt sérstaða okk- ar í mörgu efni sé auðsæ, er samt engin ástæða til að afsaka með því aðgerða- leysi og andlegt siðleysi. Sannleikurinn Siguröur Nordal er sá, að okkur ber brýn nauðsyn til að skýrgreina menningarlegt samhengi okkar við aðrar þjóðir, menningarlega sérstöðu okkar, ef einhver er. Um langan aldur hafa íslenzk hugvísindi verið hrjáð af þýzkri söguheimspeki, enda þótt fræðimenn okkar og skáld keppist við að neita þessari sömu söguheimspeki. En þessi tilhneiging hérlendra manna til að trúa á söguna skýrist, þegar íslenzkur menningararfur er hafður í huga. Það sem hér fer á eftir er tilraun til lýsingar á íslenzkri heimspeki okkar tíma, sem er sagnleikurinn. Auðvitað eru annmarkar margir á þessari grein. Sú rökleysa er beinlínis afleiðing þeirrar að- ferðar, sem hér er viðhöfð, að um sagn- leik er fjallað á máli harmleiks og um harmleik á máli sagnleiks. Það, sem leið- ir af þessu í fljótu bragði, er að sumt er alhæft, sem sérstaklega þyrfti að taka fram. Til þess að láta þetta ekki villa sér sýn þarf að forðast að taka orðið sem þekkta stærð, eitthvað sem hvílir fullkomnað í sjálfu sér og vísar þess vegna ekki út fyrir sjálft sig. En slíkur lesháttur er einmitt hlutskipti þeirra, sem á söguna trúa. Nauðsyn ber því til að hafa fremur í huga þá hugs- un, sem á undan orðinu fer, og það hugarfar, sem er undanfari allrar hugs- unar. I. Að baki öllum skrifum, hverju nafni sem þau annars eru nefnd, er ávallt skýranleg aðferð að hugsa, meðvituð sem ómeðvituð. Þessi aðferð felur í sér bæði upphaf og endi þess, sem um er fjallað. En þótt þetta virðist ef til vill eiga frekar við þá, sem leitast við að vera samkvæmir sjálfum sér, á þetta þó ekki síður við hina, sem eru sjálfum sér ósamkvæmir. í tvöfeldni þeirra eða þrefeldni má greina ákveðið samræmi, ruglingslegar hugsanir sem rekja má til sama upphafs. Þessi vítahringur eru takmörk mannlegrar hugsunar yfirleitt. Þess vegna er það, að þótt allri heimspeki sé hafnað, er augljóslega ákveðin heim- speki að baki þessari höfnun, þ. e. heim- speki aðgerðaleysisins, sem tekið getur á sig margvíslegar myndir. Það hefur aldrei verið skýrt að neinu ráði, að sagnleikurinn, sem er sérlega íslenzkt bókmenntaform, er ekki síður lífsskoðun. Þessi lífsskoðun er eðlilega nákomin íslendingum, sem um aldir hafa lagt stund á sagnaskemmtanir. Svo hef- ur sagnleikurinn verið þeim nákominn, að þeir hafa ekki áttað sig á hversu mjög hann réð lit á öllu framferði þeirra. Hér verður sagnleikurinn skýrður með sam- anburði við andstæðu sína, sem er harmleikurinn. Þótt ekki liggi í augum uppi, að harm- leikurinn sé andstæða sagnleiks, og því sé vafasamt að bera þessa tvo heima saman sem slíka, hefur það samt verið gert um aldir. Aristóteles segir í ritgerð sinni um kveðskapinn, að margt sé það í sagnleik, sem finna megi í harmleik. En jafnframt segir hann, að harmleikur- inn hafi margt að geyma, sem ekki sé í sagnleik. Hann heldur því fram, þótt undarlegt megi virðast, að það sem skilji á milli sé, að harmleikurinn fjalli um verknaðinn. Hér á hann greinilega við, að harmleikurinn eigi við verknað- inn í nútíð. En það, sem eigi sér stað í sagnleik, sé í fortíð. Þetta skýrist, þegar haft er í huga, að tímabil harmleiks er um það bil sólarhringur eða eilítið meir, en það tímaskeið, sem sagnleikur nær yfir, en ótakmarkað. En þegar fullyrt er, að harmleikur og sagnleikur séu and- stæður, er það gert með tilliti til verkn- aðarins. Því ríður á að finna samræmi á milli hugsana og gerða. Eða frekar að athuga, hvernig slíku samræmi sé farið. Hugsar maðurinn ávallt allt annað en hann framkvæmir? Kemst aldrei á full- komið samræmi á milli þess, sem hugs- að er og gert? Einfaldasta lausnin á þessu er að segja að til séu þeir, sem leita slíks samræmis, og aðrir sem gera 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.