Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 38
ERLEND, VÍÐSJA „Þetta er verra en glæpur, þetta er flónska“, varð Talleyrand að orði, þegar hann frétti að Napóleon hefði látið taka af lífi hertogann af Enghien. Óhætt er að fullyrða, þótt skammt sé um liðið, að sjaldan hefur þetta kaldranalega mat á stórpólitísku fólskuverki átt betur við en eftir nauðgun Sovétríkjanna og fjögurra peða þeirra gagnvart Tékkó- slóvakíu. Áður en þrír dagar voru liðnir frá því skriðdrekasveitirnar tóku að skrönglast yfir landamærin frá Austur- Þýzkalandi, Póllandi, Sovétríkjunum og Ungverjalandi, var komið á daginn að innrásarríkin höfðu beðið svo herfilegan, pólitískan ósigur, að forsprakkarnir urðu að láta yfirlýst markmið sín lönd og leið en einbeita sér að því að bjarga sér úr á þeim fáu klukkutímum sem til um- ráða voru tókst að innræta almenningi sömu stjórnvizku, svo að í fimm daga viðureign fengu innrásarherirnir ekkert tilefni til að leggja til atlögu gegn fólk- inu. Mótspyrna án valdbeitingar hefur aldrei vexið höfð í framrni af annarri eins snilld. Erlendir herir höfðu allt land- ið á valdi sínu, en náðu engum tökum á fólkinu, sem léði einskis fangstaðar á sér. Innrásardaginn kunngerðu innrásar- ríkin að þau hefðu sent her sinn til Tékkóslóvakíu að beiðni einhvers ótil- tekins hóps tékkóslóvaskra forustu- manna, herförin væri því bróðurleg að- stoð við heilbrigð öfl í landinu sem ættu í höggi við gagnbyltingarsinna. Hver dagur leið af öðrum, en ekki einn ein- asti maður gaf sig fram og gekkst við að hafa sent slíka beiðni. Ríkisstjórnin, þingið og forusta kommúnistaflokksins störfuðu á laun, þótt æðstu menn þess- ara stofnana hefðu verið handteknir jafnskjótt og innrásarliðið hélt inn í um og torgum Prag og fleiri borga látnir grípa til vopna og drepa varnarlaust fólk, en þrátt fyrir það tókst aldrei að egna til gagnárása í scmu mynt, svo foringjar innrásarhersins fengu enga átyllu til að efna til blóðbaðs og ná þann- ig kúgunartökum á almenningi. Þeir atburðir sem hér hefur verið laus- lega drepið á voru forsenda nauðungar- samninganna sem gerðir voru í Moskvu á sjötta degi eftir innrásina. Með innrás nokkur hundruð þúsund manna herliðs og valdbeitingu gagnvart þeim sjálfum sem jafngilti morðhótun, voru forustu- menn Tékkóslóvaka knúðir til að hverfa í ýmsum atriðum frá markaðri stefnu sinni, en þrátt fyrir það komu þeir pólitískir og siðferðilegir sigurvegarar úr fangavistinni í Kreml. Innrásarfor- kólfarnir höfðu hvergi í Tékkóslóvakíu haft uppi á neinum hópi manna, sem þeir treystu sér til að dubba til lepp- stjcrnar yfir landinu. Þess í stað urðu þeir að ganga til samkomulags við mennina sem þeir höfðu borið vömmum Skriðdrekar gegn framtíðinni MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON klípunni eins og bezt þeir gátu. Þegar þetta er ritað eru þeir enn að reyna að krafsa sig upp úr kviksyndinu, og með öllu óséð hvort það tekst án nýrra stór- átaka. Ljóst er hinsvegar að núverandi valdhafar í Moskvu hafa gengið sér til húðar, þeir hafa reynzt ófærir um að leysa brýnustu vandamál þjóðfélags síns, jafnt út á við sem inn á við. Atburðirnir 21. ágúst og næstu daga á eftir í Tékkóslóvakíu eiga sér enga hliðstæðu. Þar áttust við fjölmennar hersveitir búnai' öllum nútíma morð- tólum og vopnlaus almenningur, og úr- slit urðu þa'u að herskarar innrásarríkj - anna urðu að hopa á hæl. Sovétstjórnin og samherjar hennar réttlættu innrás- ina með því að gagnbyltingaröfl væru að grafa um sig í Tékkóslóvakíu, og ætlun þeirra var greinilega sú að fyrirvaralaus innrásin, gerð skömmu eftir að grið höfðu verið sett með samkomulaginu í Bratislava, yrði til þess að vekja hjá Tékkóslóvökum viðbrögð sem síðan mætti benda á sem gagnbyltingu og nota til ’að réttlæta herhlaupið. Tékkólslóvösk stjórnarvöld gengu ekki í þessa gildru, heldur skipuðu her sínum að veita ekk- ert viðnám og halda sig i herbúðum, og Prag, og skipulögðu andstöðuna. Heima- varnakerfi, sem miðað hafi verið við að mæta innrás frá Vestur-Þýzkalandi, tók til starfa. Útvarpsstöðvar þess i bílum sem sífellt fluttu sig úr stað héldu uppi samfelldri dagskrá og áttu drýgstan þátt í að stappa stálinu í almenning, sam- ræmdu mótspyrnuna og gerðu tékkó- slóvöskum yfirvöldum fært að hafa tök á rás viðburðanna. Mesta einstakt afrek Tékkóslóvaka var að halda á laun aukaþing kommúnista- flokksins, sem átti að hefjast 14. septem- ber. Degi eftir innrásina tókst þrem fjórðu þingfulltrúa að koma saman í verksmiðju i úthverfi Prag og leysa þing- störf af hendi. Jafnframt voru gervi- flokksþing haldin í þrem verksmiðjum öðrum, til að villa um fyrir snuðrurum innrásarmanna. Þingið fordæmdi inn- rásina einum rómi og krafðist brottfar- ar innrásarherjanna, endurkaus hina handteknu forustumenn í æðstu stöður flokksins en felldi brott úr miðstjórn- inni þá einstaklinga sem kunnir voru að andstöðu við frjálsræðis- og endurbóta- stefnu Alexanders Dubceks og félaga hans. Alltaf öðru hvoru voru hermenn á göt- og skömmum og einsett sér að steypa frá völdum. Þeir fengu ekki kúgað út úr föngum sínum aukatekið orð, sem unnt er að nota innrásinni til réttlæt- ingar. Þvert á móti urðu þeir að heita því að kveðja herinn á brotf, að vísu í ótiltekinni framtíð, og láta hann í engu hlutast til um innanríkismál Tékkó- slóvakíu. Þeir Svoboda forseti, Dubcek flokksforingi, Smrkovsky þingforseti og Cernik forsætisráðherra gátu snúið heim með fullum heiðri, þótt þeir væru að niðurlotum komnir af andlegum og lík- amlegum misþyrmingum. Þeir höfðu orðið að beygja sig fyrir ofureflinu, en í engu fengizt til að litillækka sig. Segja má að í bráð séu Tékkóslóvakar litlu bættir, hernámsliðið situr enn í landi þeirra og aðalhernámsveldið hefur í hendi sér að túlka gert samkomulag eins og því sýnist. Margt bendir meira að segja til að fyrir sovézkum vald- höfum vaki að ná eftir krókaleiðum því marki sem þeir misstu af í fyrstu at- rennu, neyta aðstöðu sinnar til að gera Dubcek og nánustu samstarfsmönnum hans smátt og smátt ómögulegt að stjórna, en hefja til valda í Prag menn sem eiga upphefð sína að þakka vel- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.