Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 29
dyr á vegi þeirra skuggaleg persóna, sem ber embættis- heitið „útkastari“. Þetta eru gjarnan svolaleg þrekmenni, sem skulu fleygja gestum á dyr, ef þeir skyldu finna vínið svífa sér til höfuðsins og máske fá löngun til að taka lagið eða þó ekki væri nema hlæja hátt. Menn mega undir engum kringumstæðum varpa af sér oki hversdagsins og sísd; alls vera glaðir — hér skal svo sannarlega ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að sér. Þarna hangir því rytjulegt fólk, sakbitið og þjakað, röflar um það við annað fólk, hvað það sé miklir ræflar, það ætti að vera heima hjá sér, en ekki vera að „detta í það“ sisona, og enginn skyldi verða hissa, þó að þessir veslings píslarvott- ar færu svo heim og berðu konurnar sínar eða menn sína. Hin eðlilega útrás gleði og ánægju hefur breytzt í ergelsi og leiðindi. Það er dálítið eftirtektar- vert, að það fólk íslenzkt, sem fengið hefur nasasjón af er- lendum málum og kynnzt og tamið sér orðið „mórall“, notar það um tvennt. Orðið merkir reyndar í raun og veru einfald- lega siðferðiskennd. Sæmilega siðmenntað fólk notar það orð um hina almennu siðferðis- kennd eða siðferðisþrek manns- ins, en þeir eru fleiri sem nota það eins og áður er get- ið: menn eru móralskir í kyn- ferðismálum, þ. e. sofa ekki of mikið hjá eða a. m. k. ekki hjá of mörgum, þó að við drögum það sum hver í efa, að kynferðislegur mórall skilji sig frá siðferðiskennd mannsins almennt, og hins vegar hafa menn „móral“ dag- inn eftir að þeir hafa drukkið áfengi. Og þarna hefur orðið fengið merkinguna samvizku- bit, sem ég efast stórlega um, að aðrar þjóðir hafi fundið því. Gleðiþjófarnir hafa geng- ið rösklega fram. Og hvað á að gera við fólk, sem rænir annað fólk gleði sinni? Samúel Johnson kom einu sinni með tillögu: „Það ætti að loka alla bannmenn inni á hælum. En það er bara eins víst að þeir dyttu í það sama, þegar þeir losnuðu út.“ í Hafnarfirði búa 10.000 manns. Ef Hafnfirðing langar til þess að gera sér glaðan dag, verður hann að fara til höfuð- borgarinnar til þess að kaupa sér vínflösku. Afleiðingin er sú, að hann læðist í skjóli næt- ur að ónefndu íbúðarhúsi og stynur upp „áttu eina“ og fær séneverinn eða ákann réttan út um dyragættina og laum- ast fljótlega til baka. Fyrir eðlilegan misskilning er enginn íbúa þessa hverfis óáreittur eftir sólarlag. Dyrabjöllur hringja í sífellu og blásaklaus- ar húsmæður, sem hvorki drekka né selja sénever eða áka upp úr togurum, fá fram- an í sig þessa ámátlegu spurn- ingu „áttu eina?“ Síðan kem- ur upp vandamálið, hvar á að skolpa í sig úr flöskunni, því að í þessum ágæta bæ er eng- inn veitingastaður þar sem drekka má nema á salernum eða undir borði. Það er því ekki annað að gera en sulla þessu í sig í leigubíl, verða draug- fullur og hengslast svo heim og gráta eigin ræfildóm. Þetta er það áfengisböl, sem mér finnst alvarlegast í þessu landi eins og sakir standa, en um það má vitanlega deila. Maður gæti freistazt til að halda, að sá maður, sem veit- ir forstöðu Áfengisverzlun rík- isins, væri maður vel heima í öllu því, sem að vínum lýtur, að ég tali nú ekki um að hann hefði áhuga á að hafa sem mestan hagnað af fyrirtæki sínu, sem ríkiskassinn okkar á ekki svo lítið undir, eins og sérhverjum opinberum em- bættismanni ber að gera. Ný- lega hlýddi ég á þennan virðu- lega embættismann í hljóð- varpi og varð ekki lítið undr- andi. Hvergi bólaði á minnstu þekkingu eða áhuga á vínum almennt, fremur en maðurinn hefði verzlað í Hafnarfirði alla ævi, en auk þess harmaði hann sárlega þá tekjuaukningu, sem orðið hafði í fyrirtæki hans á s.l. ári. Vera má, að Magnúsi vorum Jónssyni þyki þetta æskileg embættisræksla í þessu tilviki, en hann hefði vafalaust gert alvarlega athugasemd við þá ríkisstofnun, sem ég hef unnið við, ef við hefðum ekki sýnt meiri áhuga á að verða kassanum hans úti um fé. Það er hægt að halda enda- laust áfram að telja upp þá lokaleysu, sem áfengismál okk- ar eru komin í. í Áfengislög- um nr. 58/24. apríl 1954 hljóð- ar önnur grein á þessa leið: „Áfengi telst samkvæmt lög- um þessum hver sá vökvi, sem meira er í en 2t4 af vínanda að rúmmáli. Duft, kökur og ann- að, er þau efni eru í, sem sundur má leysa í vökva og hafa nefndan áfengisstyrk- Ieika, skal fara með sem áfeng- an drykk.“ Þá vitið þér það, húsmæður góðar. Það kemur fyrir, að leiðindapokar geta verið skemmtilegir. Engin viti borin vera gengur að því gruflandi, að víndrykkja manna getur orðið alvarlegt vandamál. Það er svo með alla hluti, að auðvelt er að mis- nota þá. Mér vitanlega greinir geðlækna hins vegar ekki á um, að þeir menn, sem gerast ofdrykkjumenn sér og öðrum til skaða, eru fyrir vanheilir menn, sem hefðu fundið sjúk- dómi sínum einhverja aðra leið, þó að þeir hefðu ekki náð í vínið til þess. Það er heldur heimskulegt, að fjarlægja hluti frá börnum til þess að þau taki þá ekki, og þykir flest- um vænlegra að kenna þeim að umgangast hlutina af ein- hverri skynsemi. Það er þeim mun fáránlegra að taka frá fullorðnum einstaklingi al- gengan neyzluvarning til þess að forða honum frá því að misnota hann. Væri ekki betra að víj byrjuðum á byrjuninni og íeyndum að gera börnin okkar þannig úr garði, að þau verði fær um að hegða sér sem heilbrigðir menn á fullorðins- árum? Bannárin í Bandaríkj- unum eru um aldur og ævi söguleg staðreynd þess, hverju bannmenn þar í landi komu Amaiía Líndal: MÆLT MEÐ HÚFLEGRI Hófdrykkja við hátíðleg tækifæri veitir ánægju sem bindindismenn leyfa sér sjald- an að viðurkenna eða meta. Þegar áfengis er neytt hóflega og sjaldan, veitir það aðra og meiri ánægju en vanadrykkja, því þá geta menn hlakkað til ákveðinnar „tilbreytingar“. Það er líka miklu ódýrara að taka á móti gestum eða þiggja heimboð, þegar áfengi er ekki ævinlega haft um hönd, auk þess sem það gerir foreldrum auðveldara að haga sér í sam- ræmi við þær lífsreglur sem börnunum eru lagðar. Og er þá ótalinn sá meginkostur, að með því að skipa víndrykkju í eðlilegan sess meðal annarra lífsnautna, þannig að hún verði ekki eina nautnin í líf- inu, fær einstaklingurinn frumkvæði sínu og ímyndunar- afli frjálsræði til annarra at- hafna, sem veita varanlega ánægju, en það gerir vana- drykkja aldrei. til leiðar, þegar þeir brutu A1 Capone og stéttarbræðrum hans leið til þeirra glæpaverka, sem hafa verið óviðráðanlegt vandamál þar í landi æ síð- an. Menn greinir vart á um, að meira böl hafi hlotizt af banninu því en blessun. Ég geri ráð fyrir, að lesandi minn úr Áfengisvarnaráði sé löngu farinn að örvænta um ástand mitt og fjölskyldu minnar við lestur þessara sið- lausu þanka. Ég skal því trúa honum fyrir litlu leyndarmáli, með semingi þó: Þau skipti, sem undirrituð hefur orðið drukkin, eru sennilega teljandi á fingrum annarrar handar, þó að hér sé ekki um að kenna bindindissemi, heldur persónu- legri sérvizku, e. t. v. andlegum veikleika. Það áfengisböl, sem hefur helzt strítt á greinar- höfund, hefur einmitt verið að leyna honum til þess að forð- ast, að sagt verði um hann eins og H. L. Meneken sagði um bannmennina forðum: „Bannmaður er maður, sem enginn nennti að drekka með, jafnvel þó að hann drykki." Guðrún Helgadóttir. Mér virðist afstaðan til áfengisneyzlu vera háð reynslu einstaklingsins á bernskuheim- ilinu og viðhorfum samfélags- ins við henni. Á heimilum þar sem létt vín eða bjór eru drukkin daglega með máltíð- um, eða í hópum þar sem neyzla léttra vína er bundin trúarlegum athöfnum, sýna skýrslur að börnin fara venju- lega eftir þessum venjum og misnota ekki vín. Á heim- ilum þar sem áfengi er alltaf til og oft misnotað, vekur heim- ilisandinn togstreitu innra með börnunum að því er varð- ar æskileika áfengisneyzlu: börnin drekka, oft úr hófi fram, eða fara út í hinar öfg- arnar og verða einstrengings- legir bindindismenn. Á heim- ilum þar sem áfengi er ekki til, er síður hætt við að börn geri áfengisneyzlu að vana, einfaldlega vegna þess að þau eru ekki minnt á tilvist veig- anna. Séu hins vegar ströng TÆKIFÆRISDRYKKJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.