Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 23
drykkjumönnum sem lagðir voru inn á geðsjúkrahús í Reykjavík fyrir tiu árum hef- ur komið í Ijós, að þeir hafa mjög háa dánartölu, um þrisv- ar sinnum hærri en búizt hafði verið við almennt. Þessir drykkjusjúklingar voru hlið- stæðir þeim sem verst eru farnir annars staðar og hafa í heild misnotað áfengi mikið og lengi og voru margir komn- ir með líkamlega og geðræna fylgikvilla. Þriðjungur þeirra karlmanna sem misnotuðu áfengi og voru á lífi við lok könnunartíma- bilsins, þ. e. a. s. höfðu náð 60 ára aldri, hafði hætt mis- notkuninni; 21% áráttu- drykkjumanna, 35% vana- ofdrykkjumanna og 50% tæki- færisofdrykkjumanna höfðu hætt að misnota áfengi. Allar konur, sem misnotað höfðu áfengi og voru á lífi, gerðu það enn við lok könnunarinnar. Hér er ekki hægt að lýsa drykkjuvenjum íslendinga þar eð ekki eru til rannsóknir á þeim, en benda má á, að mik- inn hluta þess tímabils, sem rannsókn mín tók til, var áfengisbann á íslandi. Á síð- ustu árum hefur verið undir- búin rannsókn á drykkjuvenj- um Reykvíkinga hliðstæð rann- sóknum sem gerðar hafa verið í höfuðborgum annarra Norð- urlanda. Af ýmsum ástæðum er rannsókninni ekki enn lengra komið en svo, að ný- lega var lokið við að safna saman gögnum í lítilli forrann- sókn, sem ekki er búið að vinna úr. Slík rannsókn kynni einnig að gefa einhverjar upplýsingar um þær breyting- ar sem orðið hafa á síðustu árum á tíðni og dreifingu of- ofdrykkju. Loks má geta þess að margt er líkt með tíðni og dreifingu ofdrykkju annars vegar og taugaveiklunar hins vegar, en of langt mál yrði að ræða það hér. f stuttu máli í stuttu máli má segja, að misnotkun áfengis sé mikið félagslegt og læknisfræðilegt vandamál, fyrst og fremst meðal karla er búsettir eru eða hafa verið í bæjum meirihluta ævinnar, nálega án tillits til þess í hvaða stétt þeir eru eða hvort þeir hafa verið giftir eða ekki. Orsakirnar til þessa eru sjálfsagt að nokkru leyti háð- ar umgengnisvenjum og að nokkru leyti því hve auðvelt er að afla áfengis. Misnotkun áfengis og aukning afbrota fylgjast að. Misnotkun áfeng- is veldur talsvert aukinni dán- artölu, sem á kannski sinn þátt í því að meðalaldur kvenna er hærri en karlmanna, og að meðalaldur sveitafólks er hærri en þeirra sem í bæjum búa (Sundby). Af lýsingunni á tíðni og dreifingu ofdrykkju vitum við ýmislegt um misnotkun áfeng- is, skiptingu hennar meðal landsmanna, og af þessari lýs- ingu getum við getið okkur til um nokkrar hugsanlegar or- sakir aðrar en áfengi. Það er greinilegt að fleira þarf til en áfengi til þess að menn verði áfengissjúklingar. Við höfum þegar haft þá reynslu, að drykkjusjúklingar verða til Alfreð Gíslason: AFENGIS- MÁLIN OG Áfengisvarnadeildin í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur tók til starfa í ársbyrjun 1953. Pyrsta áratuginn leituðu þang- að 1616 drykkjumenn, 1504 karlar og 112 konur. Flest var fólk þetta á bezta starfsaldri, því að 1388 manns voru milli tvítugs og fimmtugs. Af karl- mönnunum voru 666 kvæntir, 185 voru fráskildir, en á fram- færi alls hópsins voru nærri 2000 börn undir 16 ára aldri. Drykkjumenn þessir mynduðu sundurleitan hóp, enda úr flestum starfsstéttum, en það áttu þeir allir sameiginlegt, að þótt áfengissala sé opinber- lega stöðvuð. Aftur á móti er ekki ósennilegt, að verði áfengi alltof auðfengið, muni áfeng- issjúklingum fjölga. Hér höfum við skóladæmi um vettvang þar sem kaup- sýslumenn, stjórnmálamenn, félagsfræðingar, læknar, sál- fræðingar og allur almenning- ur verða að taka upp náið sam- starf til að kanna bæði mis- notkun áfengis og tíðni og dreifingu áfengisneyzlu í því skyni að finna orsakir mis- notkunarinnar, svo að hægt sé að gera raunhæfar varnar- ráðstafanir. Tómas Helgason. áfengisneyzlan var þeim vandamál, sem þeir að eigin áliti réðu ekki lengur við. Ég get þessara talna i upp- hafi máls míns til stuðnings þeim grun, að mörg muni í Reykjavík þau heimilin, sem við töl drykkjuskaparins eiga að túa. Líklega er sá borgar- búi torfundinn hér, að hann þekki ekki til fjölskyldu, einn- ar eða fleiri, sem í þessa ógæfu hefur ratað. Áfengisvarna- nefnd, barnaverndarnefnd, læknar, lögregla og líknarfélög þekkja sorgarsögu fjölmargra drykkjumannaheimila, en um samanlagða tölu þeirra veit enginn. Áreiðanlega skipta þau mörgum hundruðum. Drykkju- maourinn líður mikið fyrir nautn sína og ekki aðeins hann einn. Foreldrar hans, maki og börn mega einnig þjást og þola, og eru þjáningar þeirra alla jafna meiri en hans. Þannig hljóta í Reykjavík einni að búa þúsundir einstaklinga, sem um sárt eiga að binda vegna áfengisneyzlu. Aldraðir foreldrar horfa ráð- þrota á soninn sökkva dýpra og dýpra í fen drykkjuskapar- óreglu. í angist sjá þeir von- irnar bregðast, sem við barn þeirra voru bundnar. Andspæn- is þessu böli reynir faðirinn og móðirin, að til er þyngra hlutskipti en dauði ástvinar. Að eiginkonu óreglumanns- ins sækja margháttaðar raun- ir. Sambúð við mann, sem sólg- inn er í að firra sig viti, get- ur tæpast verið þægileg. Slík aðstaða er auðmýkjandi. Versn- andi afkoma segir til sín, fjöl- skyldulífið spillist og heimilið drabbast niður. Þetta finnur enginn betur en húsmóðirin. Margs fer hún á mis og marga skapraunina verður hún að þola, en sárast tekur hana til barnanna, sem alast upp í óhollu, siðspillandi andrúms- lofti áfengisneytandans. Það er ekki óalgengt, að barn sé líkamlega vanhirt vegna óreglu annars foreldris eða beggja og það stundum svo, að varanlegu heilsutjóni veldur. Um hitt er þó miklu meira og má enda heita regla, að börn drykkjumanna verði fyrir geðrænum áhrifum svo óhollum, að þau bíði þess seint eða aldrei fullar bætur. Um heimiliserfiðleika sökum drykkjuskapar er nokkuð rætt 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.