Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 6
ur, er mér þætti nokkuð um vert. Raunar hafði ég ekki hugsað mér að ganga til spurn- inga hjá einum eða neinum um álit mitt á Ástum samlyndra hjóna eftir Guðberg Bergsson, og ber hvort tveggja til, að ég tel skrif mín um bækur aðeins persónulegt álit, látið í ljós í fullri hreinskilni, og hverjum heimilt að hafa það að ein- hverju eða engu eftir því sem honum sýnist, reiðilaust af minni hendi, og einnig hitt, að ég tel bók þá, sem hér er drep- ið á, hvorki efni í miklar rök- ræður né ástæðu til að hún komi greindum sveitamönnum í uppnám. En af því að Guð- mundur Ingi er kunningi minn og indælismaður, kann ég ekki við annað en virða hann svars, þó að það sé alveg víst, að hann græði ekkert á svar- inu. Ég lét svo um mælt um Ástir samlyndra hjóna, að þar mætti sums staðar eygja jákvæða vegagerð í þessum samtengdu en sundurlausu atriðum, sem sum væru haglegar smásögur, og þá sýndi höfundur lesand- anum veruleika samtíðarinn- ar ósjaldan af alveg nýjum sjónarhóli í skarpri birtu og nakinni hörku. í tilefni þessara orða spyr Guðmundur: Hverjar eru þess- ar smásögur? Þessari spurningu get ég ekki svarað til hlitar. Þessar sögur eru óteljandi í bókinni og verða oft ekki greindar sundur. En ég ráðlegg Guð- mundi Inga að líta með hrein- skilni í eigin barm. Þá mun hann skynja, að líf hans og hugsun er sem annarra manna eintómar smásögur, jafnvel hver innan í annarri. Ég held, að ekki þurfi að rökstyðja það, að bók Guðbergs er einmitt slík syrpa lífsmynda og smá- sagna misjafnlega trúrra og haglega sagðra. Óþarft er að nefna dæmi, þegar bókin er ekkert annað en slík dæmi. Mat manns á því, hvað gott er eða vont í þeim efnum, er svo persónubundið, að það verður ekki rökstutt nema að mjög takmörkuðu leyti fyrir öðrum, fremur en skyn manns á músík, málverki eða konu. Guðmundur spyr einnig: „Og hvar í bókinni er veruleiki samtíðarinnar sýndur af alveg nýjum sjónarhóll?“ Það ger- ist mjög víða, Guðmundur Ingi, og sönnunin um það er ákaf- lega nærtæk fyrir þig. Þú ert meira að segja alltaf að tví- stíga á henni. Hún er einfald- lega sú, að þú átt bágt með að átta þig á umhverfinu það- • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetabie Ég hef aldrei lært að meta mikils þær bækur, sem tönn- last á því einu, sem ófagurt er, en ekkert heilbrigt taka með til samanburðar. Þetta er vafalaust að kenna mínum barnalegu sjónarhólum. Mér finnst Birtingur Voltaires hækka verulega við þessi um- mæli garðbóndans í Tyrklandi: „Starfið heldur frá okkur þrem óvinum: leiða, leti og nauð“. Og niðurlagsorðin eru ævarandi hvatning til allra velviljaðra manna: „Maður verður að rækta garðinn sinn.“ Þetta grófa hæðnisrit hefur lika staðið í 200 ár. Ekki leyni ég því, að ég hafi gaman af sumu í Ástum sam- lyndra hjóna. Svo var t. d. um skrítluna um notkun segul- bandsins, þar sem sagt var frá hjónunum, sem unnu úti vaktavinnu og töluðust ekki við í 8 ár, nema á segulbandi. Þetta er fyndni, en hún sýnir engan veruleika. Svo er þetta listamannsvið- tal: „Og slái sýningin í gegn, fæ ég kannski listamanna- styrk. Viltu hann? Hann þykir vera viðurkenning. Viltu við- urkenningu fífla og skræl- ingja? Ég tek á móti viður- kenningu frá þjóðinni. Frá þjóðinni! fimm eða sex fífl- um! Ja, mark er tekið á þeim“. Þetta viðtal fannst mér smellið, enda las ég það ekki fyrr en höfundur þess hafði hlotið Silfurhestinn sem við- urkenningu frá gagnrýnendum dagblaðanna; voru þeir ekki fimm? Guðmundur Ingi Kristjánsson. Guðmundur Ingi Kristjáns- son skáld beinir til mín tveim- ur eða þremur spurningum vegna nokkurra orða, sem ég lét falla umbeðinn hér í Sam- vinnunni laust eftir síðustu áramót, þegar mér var fyrir sagt að nefna fimm nýjar bæk- Bragðið ieynðr sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbragð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGI SUPUR FRÁ SVISS 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.