Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 5
heimilistækin eru gerð eftir kröfum norskra neytendasamtaka. Húsmæður, við erum vissir um að þið kunnið að meta vönd- uð og fullkomin helmilistæki — því viljum við benda yður á KPS. • Eldavélar í 3 gerðum • Kæliskápar f 6 stærðum Ódýrir - fallegir - vandaðir • Frystiskápar 180 og 330 Itr. • Frystikistur 320 og 500 Itr. 390 lítra sambyggður kæli- og frystiskápur. Spyrjið eftir KPS. Aðalumboð Einar Farestveit & Co. hf. Bergstaðastræti 10 A. Fljugið í hinum goðkunnu Rolls Royce flugvélum Loftleiöa Þægilegar hraöferðir . heiman og heim homcioin um fegurð mannlífsins í Reykjavík og Suðurnesjum né heldur um „svínaríið“ þar. En við lestur bókarinnar fann ég engan hráblautan hanzka skella mér um vanga, og ég fann enga sneið til að kyngja. Ég sá ekki í bókinni neina lýs- ingu á svívirðingu, sem ég gat ekki búizt við að finna í skáld- verki nútímamanns, nema að- eins í orðbragði. Það er stund- um grófara en ég átti von á. Ég bjóst t. d. ekki við því, að maður hefði klámyrði fyrir ávarpsorð við eiginkonu sína, jafnvel þó að hann talaði við hana í hálfkæringi. Og þá sjaldan ég hef heyrt fólk hreyta slíkum ávörpum í bræði sinni, hafa ævinlega fylgt þeim kröftug blótsyrði. Það er ekki hjá Guðbergi. Ég vissi ekki, að klámið ætti vax- andi hylli að fagna á kostnað blótsyrðanna. Nú spyr ég Erlend Jónsson: Hvar er það í Ástum samlyndra hjóna, sem hráblautum hanzka er kastað framan i hræsnara- skamnn? Hvar eru sneiðarn- ar, sem hræsnararnir eiga að kyngja? Það væri gott að fá ávísun á 3 eða 4 sneiðar, til þess að við gætum kyngt þeim. Ólafur Jónsson rekur lest- ina. Hann talar um, að Guð- bergur haldi djarfmannlega áfram þeirri „formbyltingu" skáldsögunnar, sem hann „hóf einn síns liðs og berhentur í fyrra með Tómasi Jónssyni". Hér er skemmtilega komizt að orði um berhentan mann. Og sá ætti nú ekki að taka nein- um vettlingatökum á viðfangs- efnunum. Nú spyr ég Ólaf Jónsson, þennan víðlesna bókmennta- mann: Þessi formbylting, sem Guðbergur er að brjótast i, — er hún algjörlega einstætt ís- lenzkt fyrirbæri og eins manns verk? Á hún engar fyrirmynd- ir eða hliðstæður í erlendum bókmenntum? Og hvernig er eiginlega hægt að skilgreina þessa formbyltingu? Ólafur Jónsson segir um Ástir samlyndra hjóna: „Nýja bókin fitjar líka upp á mór- alskri og pólítískri gagnrýni samtíðarinnar sem er stórum áhugaverðari en flest annað sem um þau mál er rætt í seinni tíð.“ Ég bið Ólaf Jónsson að skýra fyrir mér og öðrum, hvar þessi áihugaverða gagnrýni kemur fram og hvernig á að þekkja þessa gagnrýni frá rausi og skvaldri, þegar glottið er alls staðar í fylgd með setningun- um. MT- MALAÐ BRAGA KAFFI! 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.