Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 40
Þessi mynd birtist i einu af leyniblöðum Tékkóslóvaka eftir innrás Rússa. Textinn undir henni var: „Útför sovésk-tékkóslóvaskrar vináttu." stjórninni hefur þótt ástæða til að biðj- ast afsökunar á. Mannfall, eignatjón, brot á alþjóðalögum og hátíðlegum lof- orðum þykir allt smámunir þar á bæ, borið saman við það ef hermönnum í matarleit verður það á að rjúfa frið- helgi eplatrjáa á bandarískri lóð. Svo geta talsmenn ríkisstjórna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna haldið áfram að mótmæla að við lýði sé samkomulag þeirra í milli um afskiptaleysi af fram- ferði hvorrar annarrar á sínu áhrifa- svæði þangað til þeir ganga úr kjálka- liðunum, þeim verður ekki trúað að heldur. Ljóst er að í bráð auðvelda aðfarir sovéthers í Austur-Evrópu Bandaríkja- mönnum að ráða við upplausnartilhneig- ingar í Atlanzhafsbandalaginu, en þeg- ar frá líður verða áhrif atburðanna í Tékkóslóvakíu til að grafa undan hern- aðarbandalögunum báðum sem nú skipta Evrópu í tvennt. Enn einu sinni hefur sannazt að sú skipting álfunnar er óþol- andi til langframa. Nú þegar er áber- andi hve þess gætir í skrifum blaða í Vestur-Evrópu um innrásina í Tékkó- slóvakíu, að stjórnir Evrópuríkja eru hvattar til að yfirvega hverjar ráðstaf- anir sé unnt að gera til að afstýra því að slíkir atburðir endurtaki sig, sem sé hvernig aflétta megi setu bandarískra og sovézkra herja í löndum Mið- og Aust- ur-Evrópu. Engum blandast hugur um að það á enn langt í land, en æ fleiri kveða uppúr með að stefna beri að því marki. Þeim sem leitast við að gera sér grein fyrir orsökum hertöku Tékkóslóvakíu, ber saman um að hrein hernaðarsjónar- mið Sovétmanna hafi ráðið þar tiltölu- lega litlu. Kjarnorkuveldi eins og Sovét- ríkjunum má liggja í léttu rúmi hvort það hefur hersveitir við landamæri Bæ- heims og Bajern eða ekki. Sú breyting á hernaðaraðstöðu sem því fylgir, get- ur með engu móti gert það tilvinnandi að breyta Tékkóslóvökum úr tryggum bandamanni í óánægða, hersetna þjóð og strika út tékkóslóvaska herinn sem virkan þátt í liðsafla Varsjárbandalags- ins. Þar við bætast áhrifin af hernáminu á hermenn Sovétríkjanna og annarra Varsjárbandalagsríkja, sem kynnzt hafa af eigin raun hve óvelkomnir þeir eru. Loks hafa hernaðaraðgerðirnar veitt leyniþj ónustum Atlanzhaf sbandalagsríkj a einstakt tækifæri til að prófa í verki njósnakerfi sitt og fylla í eyður í vitneskjunni um hernaðarhætti og vopna- búnað Varsjárbandalagsins. Sýnt þykir að þegar allt kemur til alls hafi inn- rásin í Tékkóslóvakíu fremur rýrt hern- aðarmátt Varsjárbandalagsins en aukið hann. Herflutningarnir sjálfir gengu svo snurðulaust, að ljóst er að áætlanir um þá hafa verið undirbúnar löngu fyrir- fram. Aftur á móti fór allt í handa- skolum, þegar að því kom að fylgja hernaðaraðgerðunum eftir með pólitísk- um ráðstöfunum. Engin yfirvöld voru til taks til að koma i stað þeirra sem sett voru af, og engin var unnt að búa til í snatri. Þrautalend- ingin var viðræðurnar í Moskvu og það sem af þeim spratt. Öll ber þessi ráða- breytni með sér að innrásin hefur verið afráðin í skyndi án þess að gengið væri Svoboda forseti talar til verkamanna í raf- tœkjaverksmiðju og hvetur þá til einingar, umhugsunar og skynsamlegrar hegðunar. frá nokkrum framkvæmanlegum fyrir- ætlunum um hvað eftir skyldi fara. Tvennt virðist hafa ráðið mestu um að innrásin var gerð á þessum tíma. Annað atriðið er fjárhagsleg samskipti Tékkóslóvaka vestur á bóginn. Nokkrum dögum fyrir innrásina hafði verið kunn- gert í Prag, en jafnharðan borið þar til baka, að gengið hefði verið frá því í meginatriðum að Alþjóðabankinn veitti Tékkóslóvakíu lán til að standa straum af kostnaði í frjálsum gjaldeyri við aö 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.