Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 60
Falleg og hlý hettupeysa Peysan er íljótprjónuð og stærðin er á um eins árs, en að sjálfsögðu má stækka uppskriftina eftir ósk hvers og eins, t. d. eru hettupeysur alltaf vinsælar skólapeysur. Efni: 500 g gróft garn, t. d. Patons Big Ben, einnig má prjóna úr tvöföldu meðalgrófu garni eða þreföldum lopa. Mál: Sídd 35 sm, vídd 92 sm, lengd ermasauma 20 sm. Stærðin er miðuð við, að 10 lykkjur af munsturprjóni á prjón nr. 61/2 mælist 10 sm. (Prjónið laust). Aukið lykkjufjöldann ef þörf gerist til að fá rétta stærð. Munstur: „Hnútaprjón" (Ójafn lykkjufjöldi). HEIMILIS^ tD i Bryndís Steinþórsdóttir s S snimaH Vinstra framstykki: Fitjið upp 24 lykkjur og prjónið 2 prjóna, 1 slétta og 1 brugðna. Prjónið síðan munsturprjón nema 3 kantlykkjur að framan, sléttar á réttunni og brugðnar á röngunni. Þegar kominn er 21 sm er tekið úr fyrir handvegi á öðrum hverjum prjóni 2 — 2 — 1 og 1 lykkju. Prjónið áfram þar til komnir eru 35 sm, fellið laust af. Hægra framstykki er prjónað eins, nema kantur og handvegsúrtaka kemur gagnstætt við vinstra framstykki. Fljót- legast er að prjóna bæði framstykkin í einu á sama prjóni með tveim hnyklum, en þannig eru ermar oft prjónaðar. 1. prjónn: 1 lykkja tekin fram af prjóninum og garninu brugðið fram fyrir lykkjuna, X 3 sléttar prjónaðar í sömu lykkjuna, þannig að prjónað er til skiptis framan og aftan í lykkjuna, 1 brugðin X, endurtakið frá X til X út prjóninn. 2. prjónn (réttan): 1 lykkja tekin fram af prjóninum og garninu brugðið fram fyrir lykkjuna, X 3 1 teknar saman (prjónið aftan í allar þrjár lykkjurnar í einu), 1 brugðin X, endurtakið frá X til X út prjóninn. 3. prjónn: 1 lykkja tekin fram af prjóninum og garninu brugðið fram fyrir lykkjuna, 1 brugðin, prjónið síðan frá X til X eins og á fyrsta prjóni, endið á einni sléttri. 4. prjónn: 1 lykkja tekin fram af prjóninum og garninu brugðið fram fyrir lykkjuna, 1 brugðin, prjónið síðan frá X til X eins og á öðrum prjóni, endað á einni sléttri. Þessir fjórir prjónar mynda munstrið. Bakstykkið: Fitjið upp 41 lykkju og prjónið 2 prjóna, 1 slétta og 1 brugðna. Prjónið því næst munstrið þar til komnir eru 21 sm frá upp- fitjun. Takið þá úr fyrir handvegi á öðrum hverjum prjóni 4 — 2 og 1 lykkju. Prjónið áfram þar til komnir eru 35 sm, fell- ið laust af. Ermar: Fitjið upp 21 lykkju og prjónið 2 prjóna, 1 slétta og 1 brugðna. Prjónið því næst munstrið. Aukið út í 6. hverjum prjóni 1 lykkju hvorum megin þrisvar sinnum. Prjónið áfram þar til komnir eru 19 sm frá uppfitjun. Takið þá úr tvær lykkjur í hvorri hlið og síðan tvær lykkjur í byrjun og lok hvers prjóns, þar til 13 lykkjur eru eftir. Fellið þá laust af. Hettan: Fitjið upp 53 lykkjur og prjónið 21 sm munsturprjón. Fellið laust af. Kljúfið garnið og varpið hliðarsaumana saman frá röngu, einnig axlasaumana frá handvegi um 8 sm að hálsmáli. Leggið hettuna tvöfalda og varpið saman frá röngu þeim megin sem fellt var af. Varpið síðan hettuna við hálsmálið. Festið renni- lásinn innan við 3 kantlykkjurnar að framan. Pressið lauslega yfir saumana með röku stykki. Búið til snúru, þræðið hana í hálsmálið og festið sitt hvorum megin við hálsmálið að framan. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.